Ráðgátan um dýra málverkið leyst Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. júní 2023 22:10 Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri og uppboðsstjóri Gallerýs Foldar. Stöð 2/Steingrímur Dúi Málverk eftir óþekktan listamann, sem metið var á þrjátíu þúsund krónur, seldist flestum að óvörum á tæpar fjögur hundruð þúsund krónur á uppboði í gær. Ástæðan er talin vera tilfinningalegt gildi efnistaka óþekkta listamannsins. Tveir óþekktir listunnendur kepptust um miðlungsstórt olíumálverk í gylltum ramma, sem sýnir útsýnið út á Reyðarfjörð og þrjár skútur, á uppboði Gallerýs Foldar í gærkvöldi. Þegar þriðja hamarshöggið var slegið stóð hæsta boð í heilum 390 þúsund krónum, þrettán sinnum hærra en efra mark verðmats, þrjátíu þúsund. Bjarki Sigurðsson fréttamaður skellti sér í gallerýið til þess að komast að því hvað olli. Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri og uppboðsstjóri Gallerýs Foldar, segir ástæðuna ekki vera að um einhvers konar falda perlu hafi verið að ræða. „Það er nú líklega eitthvað sem hefur að gera með tilfinningar og svona hvaðan verkið er, þ.e.a.s. mótífið í verkinu. Þetta er óvenjulegt en þetta hefur gerst áður og það er alltaf einhvern veginn þannig að þeir sem eru að kaupa verk, og eru tilbúnir að halda áfram að bjóða svona, að það er vegna þess að þeir eiga tengsl við staðinn. Þetta gæti verið frá heimili þeirra eða sumarbústaðnum. En það þarf alltaf tvo til. Málverkið sýnir Reyðarfjörðinn fagra.Gallerý Fold Sýnir gamlan útgerðarstað Þá nefnir Jóhann Ágúst að málverkið sýnir fornfrægan útgerðarstað. „Útgerðin er þarna þannig að fólk hefur kannski alveg efni á að kaupa svona dýr verk. En eins og ég segi, það þarf tvo til og þetta er helsta ástæðan.“ Hann býst við því að verkið hafi verið málað um aldamótin 1900 af erlendum listamanni, kannski Dana á siglingu um landið. Umgjörðin og efnið bendi til þess. „Þannig að ég held að þetta sé um hundrað ára gamalt verk, rétt rúmlega og það eitt og sér réttlætir alveg þetta verð, þannig séð. En kannski var verðmatið örlítið of lágt hjá okkur en þetta er svona öllu jöfnu hærra heldur en verk af þessum toga hafa selst á uppboðum.“ Myndlist Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Tveir óþekktir listunnendur kepptust um miðlungsstórt olíumálverk í gylltum ramma, sem sýnir útsýnið út á Reyðarfjörð og þrjár skútur, á uppboði Gallerýs Foldar í gærkvöldi. Þegar þriðja hamarshöggið var slegið stóð hæsta boð í heilum 390 þúsund krónum, þrettán sinnum hærra en efra mark verðmats, þrjátíu þúsund. Bjarki Sigurðsson fréttamaður skellti sér í gallerýið til þess að komast að því hvað olli. Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri og uppboðsstjóri Gallerýs Foldar, segir ástæðuna ekki vera að um einhvers konar falda perlu hafi verið að ræða. „Það er nú líklega eitthvað sem hefur að gera með tilfinningar og svona hvaðan verkið er, þ.e.a.s. mótífið í verkinu. Þetta er óvenjulegt en þetta hefur gerst áður og það er alltaf einhvern veginn þannig að þeir sem eru að kaupa verk, og eru tilbúnir að halda áfram að bjóða svona, að það er vegna þess að þeir eiga tengsl við staðinn. Þetta gæti verið frá heimili þeirra eða sumarbústaðnum. En það þarf alltaf tvo til. Málverkið sýnir Reyðarfjörðinn fagra.Gallerý Fold Sýnir gamlan útgerðarstað Þá nefnir Jóhann Ágúst að málverkið sýnir fornfrægan útgerðarstað. „Útgerðin er þarna þannig að fólk hefur kannski alveg efni á að kaupa svona dýr verk. En eins og ég segi, það þarf tvo til og þetta er helsta ástæðan.“ Hann býst við því að verkið hafi verið málað um aldamótin 1900 af erlendum listamanni, kannski Dana á siglingu um landið. Umgjörðin og efnið bendi til þess. „Þannig að ég held að þetta sé um hundrað ára gamalt verk, rétt rúmlega og það eitt og sér réttlætir alveg þetta verð, þannig séð. En kannski var verðmatið örlítið of lágt hjá okkur en þetta er svona öllu jöfnu hærra heldur en verk af þessum toga hafa selst á uppboðum.“
Myndlist Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira