Mest verðlaunaða umhverfisslysið skaðar samgöngur þjóðar og lífsskilyrði Matthías Arngrímsson skrifar 29. júní 2023 14:01 Mest verðlaunaði meirihluti borgarstjórnar frá upphafi fyrir vanhæfni, yfirgang og skelfilega óstjórn fjármála samþykkti á dögunum breytt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð á fölskum forsendum. Íbúar Skerjafjarðar hafa verið virtir að vettugi og gaslýstir þrátt fyrir mikla baráttu við að fá upplýsingar og svör við fyrirspurnum, áhyggjum og mótmælum. Sem fyrrverandi íbúi í hverfinu finn ég til með fyrrverandi nágrönnum mínum sem munu horfa upp á fallega hverfið sitt eyðilagt og lífsgæðin verulega skert. Það er greinilega einhver misskilningur á ferðinni. Borgarstjórn á að vinna FYRIR íbúana, en ekki GEGN þeim. Það væri fróðlegt að skoða listann yfir þá aðila sem eiga að fá lóðir og byggja á svæðinu, því það er verið að vinna fyrir þá, en ekki borgarbúa eða landsmenn, svipað og gert var á Hlíðarendasvæðinu. Hvers vegna fengu „óhagnaðardrifin“ byggingarfélög og stúdentar ekki bensínstöðvarreitina, t.d. við Birkimel eða Ægisíðu? Deiliskipulag í eigin tómi Borgarstjóri og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs tönnlast á hversu mörg verðlaun þetta deiliskipulag hefur fengið. Eru verðlaunin aðeins veitt fyrir hluta deiliskipulagsins innan teikningar? Maður hefði haldið að það þyrfti líka að hafa góð áhrif á umhverfi sitt út fyrir teikningarnar, sem það gerir alls ekki samanber eyðileggingu náttúru fjörunnar og griðlands fugla. Það þyrfti að hafa góð áhrif á aðliggjandi byggð sem það gerir alls ekki miðað við áhyggjur og mótmæli íbúa Skerjafjarðar og nærliggjandi hverfa. Það þyrfti að hafa góð áhrif á sambýlið við flugvöllinn, sem það gerir alls ekki þar sem veruleg hætta er á að samgöngur þjóðarinnar við höfuðborgina skerðist verulega og komi m.a. í veg fyrir sjúkraflug. Það þyrfti líka að hafa góð áhrif á borgina almennt, sem það gerir alls ekki vegna fyrirhugaðra framkvæmda með flutningi á 13.000 vörubílsförmum af olíumenguðum jarðvegi gegnum borgina auk þess sem ef af byggingu alls svæðisins verður, munu umferðarteppur og tafir í lífi borgarbúa margfaldast. Svo væri fróðlegt að vita hvort íbúar Reykjavíkur eiga að borga þennan flutning með útsvari sínu eða hvort framkvæmdaaðilar muni borga, sem er eðlilegra og sjálfsagt. Hverjum dettur í hug að veita svona umhverfisslysi sem skaðar samgöngur þjóðar verðlaun? Náttúrufræðistofnun hefur skoðað að friða eigi fjöruna í Skerjafirði. Sífellt fleiri eru að komast á þá skoðun. „Vér mótmælum allir“ Það er með ólíkindum að ætla að keyra áfram deiliskipulag eftir öll þau mótmæli sem fjölmargir aðilar hafa lagt fram; íbúasamtök, náttúruverndarsamtök, fuglafræðingar, Skerfirðingar, flugrekstraraðilar, Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna, sérfræðingar í samgöngumálum borga, viðbragðsaðilar, Seltirningar, landsbyggðarfólk sem vill komast til borgarinnar, bæjarstjórar vegna takmörkunar á aðgengi að heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu, læknar, sjúkraflugmenn, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fleiri. Heyrnarleysi og blinda ráða í þessu máli eins og fleirum hjá sitjandi borgarstjórnarmeirihluta. Ríkisstjórnin og Alþingi verða að verja samgönguinnviði þjóðarinnar og taka í taumana til að leysa flugvöllinn úr þessu umsátri borgarstjórnarmeirihlutans í eitt skipti fyrir öll því það er greinilegt að undirritað samkomulag um að láta hann í friði í þeirri mynd og nýtingu sem hann er, er svikið blákalt. Borgarstjóri minnir á Covid í flugvallarmálinu. Alltaf þegar maður heldur að maður sé laus við einkennin, þá dúkkar upp nýtt afbrigði. Viljandi litið framhjá alvarlegum staðreyndum Í deiliskipulaginu stendur orðrétt: „2.2. Áhrif á Reykjavíkurflugvöll Deiliskipulag fyrir nýja byggð í Skerjafirði mun ekki skerða starfsemi eða nýtingu Reykjavíkurflugvallar. Byggðin stendur utan við öryggissvæði flugvallarins og mun ekki fara upp fyrir hindrunarflöt flugvallarins." Enn fremur stendur: "Nýtt deiliskipulag og uppbygging mun því ekki raska flugöryggi eða þjónustustigi flugvallarins nema að óverulegu leyti líkt og á við núverandi byggð umhverfis flugvöllinn.“ Seinna stendur: „3.11. Vindgreining ...Niðurstöður sýna að breyting verður á vindafari á flugbrautum í ákveðnum vindáttum en ekki að breytingar verði til hins verra eða að flugbrautir verði ónothæfar.“ Þessi atriði eru öll röng að sjálfsögðu skv. niðurstöðum í skýrslu starfshóps Innviðaráðherra þar sem frekari rannsókna á þessum atriðum er þörf og það kom margoft fram í skýrslunni. Sömuleiðis er mikið rætt um mikilvægi mótvægisaðgerða sem teljast nauðsynlegar. En mótvægisaðgerðir þýða hreina og klára skerðingu á nýtingu vallarins og það samræmist ekki samkomulaginu sem undirritað var 2019 svo það er svikið. Þannig hafa hrein ósannindi verið lögð fram til samþykktar í borgarstjórn. Til dæmis á eftir að gera ítarlegri rannsóknir á áhrif úrkomu á flugbrautir við aðstæður í hliðarvindi, áhrif kviku og ókyrrðar yfir flugbrautum af hæstu húsunum í deiliskipulaginu, myndun ísingar á brautum vegna skuggavarps og fleiri mikilvæg atriði sem hafa bein og neikvæð áhrif á flugöryggi. Deiliskipulagið er þannig að hluta til byggt á röngum forsendum og á því að flugvöllurinn SÉ EKKI ÞARNA. Þetta er merki um þau vinnubrögð sem meirihlutinn stundar. Fölskum forsendum er ítrekað slegið fram sem sannleika og moðreykur villandi upplýsinga verður ráðandi. Landsmenn eiga það skilið að stjórn höfuðborgarinnar sé ábyrg fyrir gjörðum sínum, segi satt og rétt frá og hugsi um hag allra landsmanna í hlutverki sínu sem höfuðborg. Orðið siðblinda kemur oft upp í vangaveltum um þessa skaðlegu pólitík gegn þjóðinni. Réttast af öllu væri að draga þetta deiliskipulag tilbaka, afhenda ríkinu aftur landið undir braut 06 og ljúka þeim nauðsynlegu rannsóknum sem þarf að framkvæma og endurskoða svo málið að þeim loknum. Annað er hreint og klárt fúsk. Virðingarfyllst, Matthías Arngrímsson Höfundur er fyrrverandi Skerfirðingur, flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Matthías Arngrímsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mest verðlaunaði meirihluti borgarstjórnar frá upphafi fyrir vanhæfni, yfirgang og skelfilega óstjórn fjármála samþykkti á dögunum breytt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð á fölskum forsendum. Íbúar Skerjafjarðar hafa verið virtir að vettugi og gaslýstir þrátt fyrir mikla baráttu við að fá upplýsingar og svör við fyrirspurnum, áhyggjum og mótmælum. Sem fyrrverandi íbúi í hverfinu finn ég til með fyrrverandi nágrönnum mínum sem munu horfa upp á fallega hverfið sitt eyðilagt og lífsgæðin verulega skert. Það er greinilega einhver misskilningur á ferðinni. Borgarstjórn á að vinna FYRIR íbúana, en ekki GEGN þeim. Það væri fróðlegt að skoða listann yfir þá aðila sem eiga að fá lóðir og byggja á svæðinu, því það er verið að vinna fyrir þá, en ekki borgarbúa eða landsmenn, svipað og gert var á Hlíðarendasvæðinu. Hvers vegna fengu „óhagnaðardrifin“ byggingarfélög og stúdentar ekki bensínstöðvarreitina, t.d. við Birkimel eða Ægisíðu? Deiliskipulag í eigin tómi Borgarstjóri og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs tönnlast á hversu mörg verðlaun þetta deiliskipulag hefur fengið. Eru verðlaunin aðeins veitt fyrir hluta deiliskipulagsins innan teikningar? Maður hefði haldið að það þyrfti líka að hafa góð áhrif á umhverfi sitt út fyrir teikningarnar, sem það gerir alls ekki samanber eyðileggingu náttúru fjörunnar og griðlands fugla. Það þyrfti að hafa góð áhrif á aðliggjandi byggð sem það gerir alls ekki miðað við áhyggjur og mótmæli íbúa Skerjafjarðar og nærliggjandi hverfa. Það þyrfti að hafa góð áhrif á sambýlið við flugvöllinn, sem það gerir alls ekki þar sem veruleg hætta er á að samgöngur þjóðarinnar við höfuðborgina skerðist verulega og komi m.a. í veg fyrir sjúkraflug. Það þyrfti líka að hafa góð áhrif á borgina almennt, sem það gerir alls ekki vegna fyrirhugaðra framkvæmda með flutningi á 13.000 vörubílsförmum af olíumenguðum jarðvegi gegnum borgina auk þess sem ef af byggingu alls svæðisins verður, munu umferðarteppur og tafir í lífi borgarbúa margfaldast. Svo væri fróðlegt að vita hvort íbúar Reykjavíkur eiga að borga þennan flutning með útsvari sínu eða hvort framkvæmdaaðilar muni borga, sem er eðlilegra og sjálfsagt. Hverjum dettur í hug að veita svona umhverfisslysi sem skaðar samgöngur þjóðar verðlaun? Náttúrufræðistofnun hefur skoðað að friða eigi fjöruna í Skerjafirði. Sífellt fleiri eru að komast á þá skoðun. „Vér mótmælum allir“ Það er með ólíkindum að ætla að keyra áfram deiliskipulag eftir öll þau mótmæli sem fjölmargir aðilar hafa lagt fram; íbúasamtök, náttúruverndarsamtök, fuglafræðingar, Skerfirðingar, flugrekstraraðilar, Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna, sérfræðingar í samgöngumálum borga, viðbragðsaðilar, Seltirningar, landsbyggðarfólk sem vill komast til borgarinnar, bæjarstjórar vegna takmörkunar á aðgengi að heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu, læknar, sjúkraflugmenn, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fleiri. Heyrnarleysi og blinda ráða í þessu máli eins og fleirum hjá sitjandi borgarstjórnarmeirihluta. Ríkisstjórnin og Alþingi verða að verja samgönguinnviði þjóðarinnar og taka í taumana til að leysa flugvöllinn úr þessu umsátri borgarstjórnarmeirihlutans í eitt skipti fyrir öll því það er greinilegt að undirritað samkomulag um að láta hann í friði í þeirri mynd og nýtingu sem hann er, er svikið blákalt. Borgarstjóri minnir á Covid í flugvallarmálinu. Alltaf þegar maður heldur að maður sé laus við einkennin, þá dúkkar upp nýtt afbrigði. Viljandi litið framhjá alvarlegum staðreyndum Í deiliskipulaginu stendur orðrétt: „2.2. Áhrif á Reykjavíkurflugvöll Deiliskipulag fyrir nýja byggð í Skerjafirði mun ekki skerða starfsemi eða nýtingu Reykjavíkurflugvallar. Byggðin stendur utan við öryggissvæði flugvallarins og mun ekki fara upp fyrir hindrunarflöt flugvallarins." Enn fremur stendur: "Nýtt deiliskipulag og uppbygging mun því ekki raska flugöryggi eða þjónustustigi flugvallarins nema að óverulegu leyti líkt og á við núverandi byggð umhverfis flugvöllinn.“ Seinna stendur: „3.11. Vindgreining ...Niðurstöður sýna að breyting verður á vindafari á flugbrautum í ákveðnum vindáttum en ekki að breytingar verði til hins verra eða að flugbrautir verði ónothæfar.“ Þessi atriði eru öll röng að sjálfsögðu skv. niðurstöðum í skýrslu starfshóps Innviðaráðherra þar sem frekari rannsókna á þessum atriðum er þörf og það kom margoft fram í skýrslunni. Sömuleiðis er mikið rætt um mikilvægi mótvægisaðgerða sem teljast nauðsynlegar. En mótvægisaðgerðir þýða hreina og klára skerðingu á nýtingu vallarins og það samræmist ekki samkomulaginu sem undirritað var 2019 svo það er svikið. Þannig hafa hrein ósannindi verið lögð fram til samþykktar í borgarstjórn. Til dæmis á eftir að gera ítarlegri rannsóknir á áhrif úrkomu á flugbrautir við aðstæður í hliðarvindi, áhrif kviku og ókyrrðar yfir flugbrautum af hæstu húsunum í deiliskipulaginu, myndun ísingar á brautum vegna skuggavarps og fleiri mikilvæg atriði sem hafa bein og neikvæð áhrif á flugöryggi. Deiliskipulagið er þannig að hluta til byggt á röngum forsendum og á því að flugvöllurinn SÉ EKKI ÞARNA. Þetta er merki um þau vinnubrögð sem meirihlutinn stundar. Fölskum forsendum er ítrekað slegið fram sem sannleika og moðreykur villandi upplýsinga verður ráðandi. Landsmenn eiga það skilið að stjórn höfuðborgarinnar sé ábyrg fyrir gjörðum sínum, segi satt og rétt frá og hugsi um hag allra landsmanna í hlutverki sínu sem höfuðborg. Orðið siðblinda kemur oft upp í vangaveltum um þessa skaðlegu pólitík gegn þjóðinni. Réttast af öllu væri að draga þetta deiliskipulag tilbaka, afhenda ríkinu aftur landið undir braut 06 og ljúka þeim nauðsynlegu rannsóknum sem þarf að framkvæma og endurskoða svo málið að þeim loknum. Annað er hreint og klárt fúsk. Virðingarfyllst, Matthías Arngrímsson Höfundur er fyrrverandi Skerfirðingur, flugstjóri og flugkennari.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar