Tveir lagðir inn vegna alvarlegrar nóróveirusýkingar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2023 18:33 Tveir voru lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri vegna alvarlegra veikinda í kjölfar nóróveirusýkingar. Vísir/Vilhelm Tveir voru lagðir inn á Sjúkrahús Akureyrar með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Forstjóri sjúkrahússins gat ekki staðfest að annar einstaklinganna væri látinn líkt og hefur verið fullyrt í fjölmiðlum. Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Tveir voru lagði inn með alvarleg veikindi á Sjúkrahús Akureyrar vegna sýkingarinnar. Fyrr í kvöld greindi mbl frá því að kona á níræðisaldri væri látin í kjölfar nóróveirusýkingar. Ekki hægt að staðfesta andlát Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, staðfesti í samtali við Vísi að tveir hefðu verið lagðir inn með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar en gat ekki staðfest að einn væri látinn líkt og mbl hafa fullyrt. „Við getum ekki staðfest andlátið þar sem við höfum ekki staðfestinguna,“ sagði Hildigunnur og því hlytu fréttirnar að koma annars staðar frá. Þá sagði hún að ástæða andláts lægi ekki fyrir og fannst henni ólíklegt að búið væri að gefa út dánarvottorð. Engar sýkingar síðustu 36 klukkutíma Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, sagði ekkert nýtt smit hafa komið upp síðustu 36 klukkutíma og það hafi enginn verið lagður inn á umdæmi Sjúkrahúss Austurlands. „Vaktlæknar hafa ekkert heyrt af þessu hér á Austurlandi og það eru engin ný smit í tengslum við hótelið,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Pétur Heimisson sagði heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina og því hafi verið auðveldara að grípa til viðeigandi sóttvarnarráðstafanna. Sýkingin að ganga yfir Örn Ragnarsson, umdæmislæknir sóttvarna á Norðurlandi, sagði nóróveirusýkinguna vera að ganga yfir. „Ég held að þetta sé að fjara út,“ sagði Örn aðspurður út í stöðu sýkingarinnar í samtali við Vísi. Örn sagði fjóra hafa verið lagða inn á Norðurlandi, tvo á Akureyri og tvo á Sauðárkróki. Þeir tveir sem voru lagðir inn á Sauðárkróki væru báðir útskrifaðir. „Síðan vissi ég af einhverju fólki sem var bara heima,“ sagði hann en að það hafi ekki neinir leitað eftir aðstoð vegna nýrra smita. Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Tveir voru lagði inn með alvarleg veikindi á Sjúkrahús Akureyrar vegna sýkingarinnar. Fyrr í kvöld greindi mbl frá því að kona á níræðisaldri væri látin í kjölfar nóróveirusýkingar. Ekki hægt að staðfesta andlát Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, staðfesti í samtali við Vísi að tveir hefðu verið lagðir inn með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar en gat ekki staðfest að einn væri látinn líkt og mbl hafa fullyrt. „Við getum ekki staðfest andlátið þar sem við höfum ekki staðfestinguna,“ sagði Hildigunnur og því hlytu fréttirnar að koma annars staðar frá. Þá sagði hún að ástæða andláts lægi ekki fyrir og fannst henni ólíklegt að búið væri að gefa út dánarvottorð. Engar sýkingar síðustu 36 klukkutíma Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, sagði ekkert nýtt smit hafa komið upp síðustu 36 klukkutíma og það hafi enginn verið lagður inn á umdæmi Sjúkrahúss Austurlands. „Vaktlæknar hafa ekkert heyrt af þessu hér á Austurlandi og það eru engin ný smit í tengslum við hótelið,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Pétur Heimisson sagði heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina og því hafi verið auðveldara að grípa til viðeigandi sóttvarnarráðstafanna. Sýkingin að ganga yfir Örn Ragnarsson, umdæmislæknir sóttvarna á Norðurlandi, sagði nóróveirusýkinguna vera að ganga yfir. „Ég held að þetta sé að fjara út,“ sagði Örn aðspurður út í stöðu sýkingarinnar í samtali við Vísi. Örn sagði fjóra hafa verið lagða inn á Norðurlandi, tvo á Akureyri og tvo á Sauðárkróki. Þeir tveir sem voru lagðir inn á Sauðárkróki væru báðir útskrifaðir. „Síðan vissi ég af einhverju fólki sem var bara heima,“ sagði hann en að það hafi ekki neinir leitað eftir aðstoð vegna nýrra smita.
Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01