Ósanngjarnar samkomulagsbætur tryggingafélaga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. júlí 2023 06:00 Í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni hringdi nýlega inn hlustandi sem taldi sig hlunnfarinn af tryggingarfélagi sínu[1]. Hann hafði lent í tjóni á vinnubíl sínum en var í rétti og átti því að fá fullar bætur, en raunin var svo að tryggingarfélagið hans ætlaði ekki að bæta honum fyrir þann virðisaukaskatt sem þurfti að greiða vegna viðgerðarinnar. Næsta dag var svo viðtal við skattalögfræðing í Bítinu sem útskýrði að þarna væri allt með felldu[2]. Raunin væri einfaldlega að um virðisaukaskattskylda atvinnustarfssemi væri að ræða þannig að greiddi virðisaukaskatturinn vegna viðgerðanna kæmi á móti innheimtum virðisaukaskatti af starfssemi mannsins á vinnubílnum og því félli engin auka kostnaður á manninn. Heildarniðurstaðan væri rétt, hann fengi tjón sitt akkurat bætt að fullu. En þýðir það að tryggingarfélögin geri alltaf rétt upp við tjónþola í málum sem þessum? Virðisaukaskattur og launatengd gjöld – Að hagnast af tjóni Ef umræddur tjónþoli að ofan hefði ekki verið í virðisaukaskattskyldum rekstri, þ.e. hann væri bara venjulegur einstaklingur að lenda í tjóni á bílnum sínum, hefði tryggingarfélaginu hans borið að greiða honum allan kostnað vegna viðgerðanna með virðisaukaskatti inniföldum. Um það er engin vafi, enda hefur Ríkisskattstjóri sagt það skýrum orðum í ákvörðunarbréfi 786/97[3]. En engu að síður hefur borið á því að tryggingarfélög bjóði tjónþolum samkomulagsbætur sem oft eru aðeins 20-30% af hinum fullu bótum sem tjónþoli á rétt á. Til að rökstyðja þessar skertu bætur vísa tryggingafélögin gjarnan til þess að ef greiddar eru bætur fyrir tjón[4] þá sé engin vinna unnin og þar af leiðandi ber að draga virðisaukaskatt og launatengd gjöld frá bótafjárhæðinni. Vitanlega halda þessi rök engu vatni. Samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar á tjónþoli rétt á fullum bótum fyrir fjártjón sitt. Lög númer 30/2004 um vátryggingastarfsemi segja jafnframt að tjónþoli eigi rétt á fullum bótum óháð því hvort hann láti gera við tjónið eða ekki[5]. Augljóst er því að fái tjónþoli ekki bætt sem nemur virðisaukaskatti eða öðrum gjöldum er verið að fara á svig við lög. Tjónþolinn getur einfaldlega ekki notað bótaupphæðina til þess að láta gera við tjónið. Virði eigna hans hefur minnkað og tryggingarfélagið hefur hagnast á hans hlut. Þegar að tryggingarfélög bjóða tjónþolum lægri samkomulagsbætur en duga til þess að bæta tjón tjónþolans að fullu er verið að nýta sér aðstöðumun aðilanna. Tryggingarfélagið veðjar þannig vísvitandi á að tjónþoli þekki ekki lögin fyllilega til þess að átta sig á því að hann sé ekki að fá fullar bætur. Ég hef t.d. tilfelli á borðinu hjá mér þar sem tryggingarfélag notaði ofantalin rök fyrir að bjóða samkomulagsbætur upp á 80.000kr þrátt fyrir að tjón væri metið upp á 300-350.000kr af óháðu réttingarverkstæði. Tryggingarfélagið stóð fast á sínu boði og sagði að samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar eigi tjónþoli ekki að hagnast á tjóni. Þá var athugavert að í útreikningum tryggingafélagsins fylgdi jafnframt að sjálfsábyrgð tjónvalds var 80.000kr. Tryggingarfélagið ætlaði sem sagt að hagnast sjálft um öll iðgjöld sem það innheimtir frá tjónvaldinum en að láta hann sjálfan greiða allan sinn kostnað af tjóninu í gegnum sjálfsábyrgð sína, og á sama tíma að fá tjónþola til þess að tapa mismuninum af raun tapinu sem hann varð fyrir og brotinu sem hann fengi bætt! Ótrúleg ósvífni að detta svo til hugar að ýja að því að það sé tjónþoli sem sé að reyna koma út í plús! Þegar gildi samninga er skoðað með hliðsjón af ógildingarástæðum samningaréttar er stöðu samningsaðila gefið mikið vægi, en ljóst er að mikill munur er á fjárhagsstöðu, stærð og þekkingu á tryggingarmálum þegar tryggingarfélög og hefðbundnir einstaklingar semja. Það er því mjög áhugaverð spurning hversu margir hafa fallið í þessa gildru og hversu margir gætu gert kröfu um hærri bætur afturvirkt með dráttarvöxtum? Þá er ágætt að hafa í huga að þessi háttsemi nær vafalaust til fleiri sviða en eingöngu tjóna á bifreiðum einstaklinga. T.a.m. féll hæstarréttardómur í brunabótamáli fyrir um ári þar sem tryggingarfélagi var gert að greiða 120% hærri bætur en það hafði upprunalega ætlað sér, en tryggingarfélagið hafði m.a. notað þau rök að ekki bæri að greiða bætur sem jafngiltu hlutfalli virðisaukaskatts sem var svo rekið ofan í það[6]. Höfundur er doktorsnemi í Hagfræði [1] Hefst á mínútu 58, má nálgast hér: https://www.visir.is/k/8fecf3bf-f7ad-41fe-bbd9-8cca0680384f-1687428008813 [2] Má nálgast hér : https://www.visir.is/k/810ea0f2-3099-421c-b142-61772a7da226-1687513473951 [3] Má t.d. nálgast hér : http://haraldsson.is/virdisaukaskattur-greidsla-skadabota-vegna-bifreidatjons/ [4] Tjónþoli fær sem sagt greidda fjárhæð í stað þess að bíll hans sé lagfærður. [5] Sjá fyrstu og aðra málsgrein 35. greinar laga 30/2004 auk greinargerðar með frumvarpi sömu laga. [6] Hér má sjá stutta umfjöllun um málið frá lögmannstofunni sem rak málið frá Héraðsdómi til Hæstaréttar : https://www.landslog.is/domur-haestarettar-um-rett-vatryggds-til-brunabota/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Tryggingar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni hringdi nýlega inn hlustandi sem taldi sig hlunnfarinn af tryggingarfélagi sínu[1]. Hann hafði lent í tjóni á vinnubíl sínum en var í rétti og átti því að fá fullar bætur, en raunin var svo að tryggingarfélagið hans ætlaði ekki að bæta honum fyrir þann virðisaukaskatt sem þurfti að greiða vegna viðgerðarinnar. Næsta dag var svo viðtal við skattalögfræðing í Bítinu sem útskýrði að þarna væri allt með felldu[2]. Raunin væri einfaldlega að um virðisaukaskattskylda atvinnustarfssemi væri að ræða þannig að greiddi virðisaukaskatturinn vegna viðgerðanna kæmi á móti innheimtum virðisaukaskatti af starfssemi mannsins á vinnubílnum og því félli engin auka kostnaður á manninn. Heildarniðurstaðan væri rétt, hann fengi tjón sitt akkurat bætt að fullu. En þýðir það að tryggingarfélögin geri alltaf rétt upp við tjónþola í málum sem þessum? Virðisaukaskattur og launatengd gjöld – Að hagnast af tjóni Ef umræddur tjónþoli að ofan hefði ekki verið í virðisaukaskattskyldum rekstri, þ.e. hann væri bara venjulegur einstaklingur að lenda í tjóni á bílnum sínum, hefði tryggingarfélaginu hans borið að greiða honum allan kostnað vegna viðgerðanna með virðisaukaskatti inniföldum. Um það er engin vafi, enda hefur Ríkisskattstjóri sagt það skýrum orðum í ákvörðunarbréfi 786/97[3]. En engu að síður hefur borið á því að tryggingarfélög bjóði tjónþolum samkomulagsbætur sem oft eru aðeins 20-30% af hinum fullu bótum sem tjónþoli á rétt á. Til að rökstyðja þessar skertu bætur vísa tryggingafélögin gjarnan til þess að ef greiddar eru bætur fyrir tjón[4] þá sé engin vinna unnin og þar af leiðandi ber að draga virðisaukaskatt og launatengd gjöld frá bótafjárhæðinni. Vitanlega halda þessi rök engu vatni. Samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar á tjónþoli rétt á fullum bótum fyrir fjártjón sitt. Lög númer 30/2004 um vátryggingastarfsemi segja jafnframt að tjónþoli eigi rétt á fullum bótum óháð því hvort hann láti gera við tjónið eða ekki[5]. Augljóst er því að fái tjónþoli ekki bætt sem nemur virðisaukaskatti eða öðrum gjöldum er verið að fara á svig við lög. Tjónþolinn getur einfaldlega ekki notað bótaupphæðina til þess að láta gera við tjónið. Virði eigna hans hefur minnkað og tryggingarfélagið hefur hagnast á hans hlut. Þegar að tryggingarfélög bjóða tjónþolum lægri samkomulagsbætur en duga til þess að bæta tjón tjónþolans að fullu er verið að nýta sér aðstöðumun aðilanna. Tryggingarfélagið veðjar þannig vísvitandi á að tjónþoli þekki ekki lögin fyllilega til þess að átta sig á því að hann sé ekki að fá fullar bætur. Ég hef t.d. tilfelli á borðinu hjá mér þar sem tryggingarfélag notaði ofantalin rök fyrir að bjóða samkomulagsbætur upp á 80.000kr þrátt fyrir að tjón væri metið upp á 300-350.000kr af óháðu réttingarverkstæði. Tryggingarfélagið stóð fast á sínu boði og sagði að samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar eigi tjónþoli ekki að hagnast á tjóni. Þá var athugavert að í útreikningum tryggingafélagsins fylgdi jafnframt að sjálfsábyrgð tjónvalds var 80.000kr. Tryggingarfélagið ætlaði sem sagt að hagnast sjálft um öll iðgjöld sem það innheimtir frá tjónvaldinum en að láta hann sjálfan greiða allan sinn kostnað af tjóninu í gegnum sjálfsábyrgð sína, og á sama tíma að fá tjónþola til þess að tapa mismuninum af raun tapinu sem hann varð fyrir og brotinu sem hann fengi bætt! Ótrúleg ósvífni að detta svo til hugar að ýja að því að það sé tjónþoli sem sé að reyna koma út í plús! Þegar gildi samninga er skoðað með hliðsjón af ógildingarástæðum samningaréttar er stöðu samningsaðila gefið mikið vægi, en ljóst er að mikill munur er á fjárhagsstöðu, stærð og þekkingu á tryggingarmálum þegar tryggingarfélög og hefðbundnir einstaklingar semja. Það er því mjög áhugaverð spurning hversu margir hafa fallið í þessa gildru og hversu margir gætu gert kröfu um hærri bætur afturvirkt með dráttarvöxtum? Þá er ágætt að hafa í huga að þessi háttsemi nær vafalaust til fleiri sviða en eingöngu tjóna á bifreiðum einstaklinga. T.a.m. féll hæstarréttardómur í brunabótamáli fyrir um ári þar sem tryggingarfélagi var gert að greiða 120% hærri bætur en það hafði upprunalega ætlað sér, en tryggingarfélagið hafði m.a. notað þau rök að ekki bæri að greiða bætur sem jafngiltu hlutfalli virðisaukaskatts sem var svo rekið ofan í það[6]. Höfundur er doktorsnemi í Hagfræði [1] Hefst á mínútu 58, má nálgast hér: https://www.visir.is/k/8fecf3bf-f7ad-41fe-bbd9-8cca0680384f-1687428008813 [2] Má nálgast hér : https://www.visir.is/k/810ea0f2-3099-421c-b142-61772a7da226-1687513473951 [3] Má t.d. nálgast hér : http://haraldsson.is/virdisaukaskattur-greidsla-skadabota-vegna-bifreidatjons/ [4] Tjónþoli fær sem sagt greidda fjárhæð í stað þess að bíll hans sé lagfærður. [5] Sjá fyrstu og aðra málsgrein 35. greinar laga 30/2004 auk greinargerðar með frumvarpi sömu laga. [6] Hér má sjá stutta umfjöllun um málið frá lögmannstofunni sem rak málið frá Héraðsdómi til Hæstaréttar : https://www.landslog.is/domur-haestarettar-um-rett-vatryggds-til-brunabota/
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar