Þetta eru keppendur Miss Universe Iceland í ár Íris Hauksdóttir skrifar 6. júlí 2023 20:22 Keppendur Miss Universe Iceland í ár ásamt sigurvegaranum frá því í fyrra Hrafnhildi Haraldsdóttur. Arnór Trausti Kristínarson Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í áttunda sinn þann 16. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru nítján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. Stelpurnar hafa æft saman fyrir keppnina í allt sumar í aðstöðu hjá Reebok Fitness og munu þær gista saman í tvær nætur fyrir lokakvöldið á Hótel Múla. Arnór Trausti Kristínarson ljósmyndari, myndaði stúlkurnar á dögunum en hárgreiðslustofan Blondie sér um hár og Reykjavík MakeUp Scool um förðun. Athygli vekur að í fyrsta skipti tekur móðir þátt í keppninni. „Eins og alltaf er ég ótrúlega spennt að vinna með þessum glæsilegu ungu konum,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, annar eigandi keppninnar hér á landi. „Það er svo gaman að sjá stelpurnar tengjast því það myndast ofsalega falleg vináttusambönd á hverju ári. Sjálf eignaðist ég margar af mínum bestu vinkonum í fegurðarsamkeppni fyrir rúmum tuttugu árum.“ Hér fyrir neðan má sjá stúlkurnar sem keppa um titilinn í ár. Maria Monica LuisaArnór Trausti Kristínarson Nafn: Maria Monica Luisa Titill: Miss Kópavogur Aldur: 28 ára Starf: Sjúkraliðanemi Afhverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Fyrst og fremst vil ég sanna það fyrir sjálfri mér að ef viljinn er fyrir hendi þá get ég náð öllum mínum markmiðum í lífinu. Markmiðið við að verða Ungfrú Ísland er að hvetja og veita meiri innblástur að halda áfram að reyna að ná sínum markmiðum þótt það séu hindarnir í lífinu. Það er alltaf hægt að finna leið, aldrei að gefast upp og númer eitt að trúa á sjálfan sig. IG: mariamonicaluisa Helga Rós ArnarsdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Helga Rós Arnarsdóttir Titill: Miss Blue Mountains Aldur: 23 ára Starf: Flugfreyja hjá Icelandair og starfa í Under Armour Kringlunni Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég trúi því að ég sé góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur. Ég lifi eftir því leiðarljósi að allir geta kennt mér eitthvað og nýti mér þau tækifæri. Ég er ákveðin, þrautseig og dugleg í því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er meðvituð um að við erum öll mannleg og gerum mistök, ég sýni mér sjálfsmildi og dreg mig ekki niður fyrir mistök mín heldur læri af þeim. Hver dagur er tækifæri til að hafa gaman og gera betur, að vakna á morgnana og velja að eiga góðan dag. Það er hugafar sem ég tel að Ungfrú Ísland ætti að hafa og því trúi ég að ég væri góður fulltrúi Íslands sem Ungfrú Ísland. IG: helgarosarnars Kolbrún BjarkeyArnór Trausti Kristínarson Nafn: Kolbrún Bjarkey Titill: Miss Northen Iceland Aldur: 19 ára Starf: Naglafræðingur Afhverju ættir þú að vera næsta Ungfrú Ísland? Eftir langa og erfiða baráttu við kvíða og lítið sjálfstraust er ég loksins komin á góðan stað. Mig langar að fá tækifæri til þess að miðla minni reynslu og nýta hana til að veita öðrum stelpum innblástur líkt og fólkið mitt gerði þegar ég þurfti á því að halda. IG: kolbrun_bjarkey Daníela Dís JörundsdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Daníela Dís JörundsdóttirTitill: Miss 101 ReykjavíkAldur: 20 áraStarf: RekstrarstjóriAf hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég er með sterka réttlætiskennd og langar að geta dreift góðum málefnum víða. Ég hef unnið við að safna styrkjum fyrir mismunandi góðgerðasamtök og séð hvað það getur verið erfitt fyrir samtök að fá styrki. Mig langar að auka áhuga annarra á góðum málefnum. Mér finnst allt sem við höfum lært alveg ofboðslega skemmtilegt. Svo er gaman að vera í sætum kjólum og flottum skóm, hverjum finnst ekki gaman að vera prinsessa stundum? Það væri algjör draumur að fá að halda áfram og fara út að keppa alþjóðlega. En sama hvað þá hef ég fengið að kynnast æðislegum stelpum og læra margt nýtt. IG: danieladiis Valgerður GunnarsdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Valgerður Gunnarsdóttir Titill: Miss Southern Iceland Aldur: 19 ára Starf: Frístundaleiðbeinandi Afhverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Titillinn ætti að verða minn þar sem mig langar að vera góð fyrirmynd fyrir ungt fólk og sýna þeim að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það er mikilvægt fyrir alla að fara út fyrir þægindarammann til að festast ekki í sama farinu. Ég vil auka vitund kvenna á kvennaathvarfinu á hjálpinni sem þar er veitt fyrir þá sem búa við líkamlegt eða andlegt ofbeldi. Ég er heilsteypt, hjálpsöm og hress stelpa sem fólk á skilið að kynnast í gegnum titlinn. IG: _valaa_ Kolfinna Mist AustfjörðArnór Trausti Kristínarson Nafn: Kolfinna Mist Austfjörð Titill: Miss Húsavík Aldur: 26 ára Starf: Ilmráðgjafi Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég hef verið sjálfboðaliði hjá Villikanínum síðustu árin við að bjarga kanínum sem hafa verið yfirgefnar af eigundum sínum og koma þeim á ný heimili. Þetta hefur undirbúið mig fyrir að sinna titlinum með umhyggju og virðingu fyrir öllum lifandi verum. Einnig hef ég mikla ástríðu fyrir að fræða um viðeigandi umhirðu gæludýra á samfélagsmiðlum. Ég tel mig góðan fulltrúi Íslands á alþjóðlegu sviði, þökk sé árunum sem ég bjó í Noregi. Þar kom ég fram fyrir Íslands hönd daglega. Ég sé Ísland í öðru og rómantískara ljósi enn fólk sem hefur búið hér alla ævi. IG: mistyaustfjord Ástrún Birta AtladóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Ástrún Birta Atladóttir Titill: Miss Glacier Lagoon Aldur: 19 ára Starf: Starfa við heimaþjónustu á Norðurbrún 1 og Ísbúð skúbb með skóla. Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég vil vera góð fyrirmynd fyrir alla og láta gott af mér leiða. Ég vil miðla eigin reynslu hvernig maður stendur með sjálfum sér, ekki láta kvíða eða aðstæður stoppa sig. Ég hef mikinn áhuga á hegðun og líðan fólks og tel mig geta hjálpað mörgum að finna sér betri stað. Það er oft gott að þiggja hjálp frá öðrum og hafa góðar fyrirmyndir. Allir eiga rétt á því að vera eins og þeir vilja, maður getur allt sem maður ætlar sér og draumar geta ræst. IG: astrun_birta Borghildur Birta EinarsdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Borghildur Birta Einarsdóttir Titill: Miss Northern Lights Aldur: 19 ára Starf: Umönnun aldraða Afhverju ættir þú að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég er góð fyrirmynd, góðhjörtuð og þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var mjög ung. IG: Birta.einars Helena Hafþórsdóttir O’ConnorArnór Trausti Kristínarson Nafn: Helena Hafþórsdóttir O’Connor Titill: Miss Reykjavík Aldur: 18 ára Starf: Er í námi en vinn sem kaffibarþjónn/vaktstjóri á Te og Kaffi Af hverju ættir þú að vera næsta Ungfrú Ísland? Það væri mér mikill heiður að vera valin næsta Ungfrú Ísland. Að bera þennan titil felur í sér frábær en um leið krefjandi tækifæri. Ungfrú Ísland þarf að vera landi og þjóð til sóma. Ég er tilbúin að leggja mig alla fram og tel mig hafa góða burði til að standa undir væntingum og vera góð fyrirmynd. Það er mér hjartansmál að hjálpað öðrum að elta drauma sína eins og ég er að gera með því að taka þátt í þessu ævintýri. IG: Helenaoc Lilja Sif PétursdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Lilja Sif Pétursdóttir Titill: Miss Capital Region Aldur: 19 ára Starf: Eir Hjúkrunarheimili Afhverju ættir þú að verða næsta ungfrú Ísland? Ég ætti að verða næsta Ungfrú Ísland því ég er góð fyrirmynd, jákvæð, stend með sjálfri mér. Ég er opin fyrir nýjum tækifærum og alltaf tilbúin í það að fara út fyrir þægindarammann. IG: liljapeturs Mina FanneyArnór Trausti Kristínarson Nafn: Mina Fanney Titill: Miss North Reykjvaik Aldur: 26 ára Starf: Hársnyrstimestari Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég tel mig góðan fulltrúa sem Ungfrú Ísland vegna þess að ég hef aldrei drukkið áfengi og reykt. Ég er dugleg að ferðast og hef gaman af nýjum tækifærum. Jákvæðni skiptir miklu máli í lífinu. Ég læt drauma mína rætast, nýlegasta dæmið um draum var nú þegar ég opnaði mína eigin hársnyrtistofu. IG: minafanney Erla Dís GuðmundsdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Erla Dís Guðmundsdóttir Titill: Miss Akranes Aldur: 25 ára Starf: Aðstoðarmaður fasteignasala á Lögheimili Afhverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Virðing og skilningur í garð annarra hefur alltaf verið almenn skynsemi hjá mér. Afskiptasemi, gagnrýni og einelti er eitthvað sem mun því miður alltaf vera til staðar en það þýðir ekki að við eigum að hætta að hvetja fólk til að staldra við og gera betur. Ég trúi því að engin sé betri en annar, ekki starfið þitt, ekki kyn, húðlitur, fjárhagsstaða. Við eigum bara eitt líf, viljum við ekki gera þennan dýrmæta tíma sem við höfum ánægjulegan? Þetta eru mín gildi sem ég stend fyrir og ég tel að titillinn Ungfrú Ísland eigi að endurspegla sömu gildi. IG: erladisgudmunds Tinna Lind HelgadóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Tinna Lind Helgadóttir Titill: Miss Diamond Beach Aldur: 18 ára Starf: Þjónn Afhverju ættir þú að verða næsta ungfrú Ísland? Ég hef aldrei litið fallegum augum á sjálfa mig. Ég hef alltaf fundið eitthvað sem er að mér útlitslega. Ég horfði á myndir af módelum og hugsaði alltaf: afhverju lít ég ekki svona út. Þessi hugsun leiddi til mikillar vanlíðunar sem leiddi síðar til sjálfskaða og átröskunar. Í dag hef ég lært að elska sjálfa mig eins og ég er og ég vil hvetja fólk sem líður eins og mér leið, að læra að elska sig líka. Þess vegna ætti ég að verða næsta Ungfrú Ísland. IG: Tinnaxlind Svava Rós BernhöftArnór Trausti Kristínarson Nafn: Svava Rós Bernhöft Titill: Miss Garðabær Aldur: 18 ára Starf: Pizzan símaver Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Að verða næsta ungfrú Íslands væri bæði heiður og mikil ábyrgð. Ég myndi nýta rödd mína til að berjast gegn einelti á Íslandi og veita innblástur fyrir ungmenni að koma vel fram við alla og fagna fjölbreytileikanum. IG : Svavabernhoft Embla Ýr PétursdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Embla Ýr Pétursdóttir Titill: Miss Akureyri Aldur: 18 ára Starf: Vinn á leikskóla Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég hef mikinn áhuga á því sem við erum að gera í Miss Universe Iceland og mér finnst mikilvægt að vera góð fyrirmynd. Það er svo mikilvægt að ýta sjálfum sér út fyrir þægindarammann og prófa nýja hluti. Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf verið mjög hlédræg og feimin og því er stórt skref taka þátt. Þetta er gefandi og reynslumikið ferli. Ég er jákvæð, metnaðarfull og ákveðin sem tel vera góða eiginleikar fyrir Ungfrú Ísland að hafa. IG: embla.yr Dimmey Rós LúðvíksdóttirArnór Trausti Katrínarson Nafn: Dimmey Rós Lúðvíksdóttir Titill: Miss Central Reykjavík Aldur: 23 ára Starf: Ég vinn á Hrafnistu Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og tækifæri. Mér finnst líka mjög mikilvægt að komast út fyrir þægindarammann minn. IG: DimmeyRos Bahía Aurelie FerroArnór Trausti Katrínarson Nafn: Bahía Aurelie Ferro Aldur: 21 árs Titill: Miss Land of Fire and Ice Salbjörg RagnarsdóttirArnór Trausti Katrínarson Nafn: Salbjörg Ragnarsdóttir Titill: Miss Geysir Aldur: 19 ára Starf: Flugfreyia Afhverju ættir þú að verða Ungfrú Ísland? Mér hefur fundist þetta skemmtilegt ferli og er viss um að hver sem er af okkur stelpunum sem vinnur verður frábær fulltrúi. Ef ég vinn mun ég gera mitt besta til þess að gera sem mest úr þessu tækifæri. Mig langar að styrkja sjálfstraust ungra kvenna á Íslandi og myndi ég leggja mikla áheyrslu á það í ferlinu mínu. IG: salbjorgragnars Dagný Ósk GarðarsdóttirArnór Trausti Katrínarson Nafn: Dagný Ósk Garðarsdóttir Titill: Miss Midnight Sun Aldur: 18 ára Starf: Öldrunarheimilið Hlíð og sjúkraliðanemi Afhverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég vil geta verið góður fulltrúi fyrir hönd Íslands, kynna land og þjóð og á sama tíma kynnast eflandi fólki frá öllum heimshornum. IG: dagnygardars Miss Universe Iceland Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Keppendur í ár eru nítján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. Stelpurnar hafa æft saman fyrir keppnina í allt sumar í aðstöðu hjá Reebok Fitness og munu þær gista saman í tvær nætur fyrir lokakvöldið á Hótel Múla. Arnór Trausti Kristínarson ljósmyndari, myndaði stúlkurnar á dögunum en hárgreiðslustofan Blondie sér um hár og Reykjavík MakeUp Scool um förðun. Athygli vekur að í fyrsta skipti tekur móðir þátt í keppninni. „Eins og alltaf er ég ótrúlega spennt að vinna með þessum glæsilegu ungu konum,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, annar eigandi keppninnar hér á landi. „Það er svo gaman að sjá stelpurnar tengjast því það myndast ofsalega falleg vináttusambönd á hverju ári. Sjálf eignaðist ég margar af mínum bestu vinkonum í fegurðarsamkeppni fyrir rúmum tuttugu árum.“ Hér fyrir neðan má sjá stúlkurnar sem keppa um titilinn í ár. Maria Monica LuisaArnór Trausti Kristínarson Nafn: Maria Monica Luisa Titill: Miss Kópavogur Aldur: 28 ára Starf: Sjúkraliðanemi Afhverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Fyrst og fremst vil ég sanna það fyrir sjálfri mér að ef viljinn er fyrir hendi þá get ég náð öllum mínum markmiðum í lífinu. Markmiðið við að verða Ungfrú Ísland er að hvetja og veita meiri innblástur að halda áfram að reyna að ná sínum markmiðum þótt það séu hindarnir í lífinu. Það er alltaf hægt að finna leið, aldrei að gefast upp og númer eitt að trúa á sjálfan sig. IG: mariamonicaluisa Helga Rós ArnarsdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Helga Rós Arnarsdóttir Titill: Miss Blue Mountains Aldur: 23 ára Starf: Flugfreyja hjá Icelandair og starfa í Under Armour Kringlunni Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég trúi því að ég sé góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur. Ég lifi eftir því leiðarljósi að allir geta kennt mér eitthvað og nýti mér þau tækifæri. Ég er ákveðin, þrautseig og dugleg í því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er meðvituð um að við erum öll mannleg og gerum mistök, ég sýni mér sjálfsmildi og dreg mig ekki niður fyrir mistök mín heldur læri af þeim. Hver dagur er tækifæri til að hafa gaman og gera betur, að vakna á morgnana og velja að eiga góðan dag. Það er hugafar sem ég tel að Ungfrú Ísland ætti að hafa og því trúi ég að ég væri góður fulltrúi Íslands sem Ungfrú Ísland. IG: helgarosarnars Kolbrún BjarkeyArnór Trausti Kristínarson Nafn: Kolbrún Bjarkey Titill: Miss Northen Iceland Aldur: 19 ára Starf: Naglafræðingur Afhverju ættir þú að vera næsta Ungfrú Ísland? Eftir langa og erfiða baráttu við kvíða og lítið sjálfstraust er ég loksins komin á góðan stað. Mig langar að fá tækifæri til þess að miðla minni reynslu og nýta hana til að veita öðrum stelpum innblástur líkt og fólkið mitt gerði þegar ég þurfti á því að halda. IG: kolbrun_bjarkey Daníela Dís JörundsdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Daníela Dís JörundsdóttirTitill: Miss 101 ReykjavíkAldur: 20 áraStarf: RekstrarstjóriAf hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég er með sterka réttlætiskennd og langar að geta dreift góðum málefnum víða. Ég hef unnið við að safna styrkjum fyrir mismunandi góðgerðasamtök og séð hvað það getur verið erfitt fyrir samtök að fá styrki. Mig langar að auka áhuga annarra á góðum málefnum. Mér finnst allt sem við höfum lært alveg ofboðslega skemmtilegt. Svo er gaman að vera í sætum kjólum og flottum skóm, hverjum finnst ekki gaman að vera prinsessa stundum? Það væri algjör draumur að fá að halda áfram og fara út að keppa alþjóðlega. En sama hvað þá hef ég fengið að kynnast æðislegum stelpum og læra margt nýtt. IG: danieladiis Valgerður GunnarsdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Valgerður Gunnarsdóttir Titill: Miss Southern Iceland Aldur: 19 ára Starf: Frístundaleiðbeinandi Afhverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Titillinn ætti að verða minn þar sem mig langar að vera góð fyrirmynd fyrir ungt fólk og sýna þeim að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það er mikilvægt fyrir alla að fara út fyrir þægindarammann til að festast ekki í sama farinu. Ég vil auka vitund kvenna á kvennaathvarfinu á hjálpinni sem þar er veitt fyrir þá sem búa við líkamlegt eða andlegt ofbeldi. Ég er heilsteypt, hjálpsöm og hress stelpa sem fólk á skilið að kynnast í gegnum titlinn. IG: _valaa_ Kolfinna Mist AustfjörðArnór Trausti Kristínarson Nafn: Kolfinna Mist Austfjörð Titill: Miss Húsavík Aldur: 26 ára Starf: Ilmráðgjafi Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég hef verið sjálfboðaliði hjá Villikanínum síðustu árin við að bjarga kanínum sem hafa verið yfirgefnar af eigundum sínum og koma þeim á ný heimili. Þetta hefur undirbúið mig fyrir að sinna titlinum með umhyggju og virðingu fyrir öllum lifandi verum. Einnig hef ég mikla ástríðu fyrir að fræða um viðeigandi umhirðu gæludýra á samfélagsmiðlum. Ég tel mig góðan fulltrúi Íslands á alþjóðlegu sviði, þökk sé árunum sem ég bjó í Noregi. Þar kom ég fram fyrir Íslands hönd daglega. Ég sé Ísland í öðru og rómantískara ljósi enn fólk sem hefur búið hér alla ævi. IG: mistyaustfjord Ástrún Birta AtladóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Ástrún Birta Atladóttir Titill: Miss Glacier Lagoon Aldur: 19 ára Starf: Starfa við heimaþjónustu á Norðurbrún 1 og Ísbúð skúbb með skóla. Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég vil vera góð fyrirmynd fyrir alla og láta gott af mér leiða. Ég vil miðla eigin reynslu hvernig maður stendur með sjálfum sér, ekki láta kvíða eða aðstæður stoppa sig. Ég hef mikinn áhuga á hegðun og líðan fólks og tel mig geta hjálpað mörgum að finna sér betri stað. Það er oft gott að þiggja hjálp frá öðrum og hafa góðar fyrirmyndir. Allir eiga rétt á því að vera eins og þeir vilja, maður getur allt sem maður ætlar sér og draumar geta ræst. IG: astrun_birta Borghildur Birta EinarsdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Borghildur Birta Einarsdóttir Titill: Miss Northern Lights Aldur: 19 ára Starf: Umönnun aldraða Afhverju ættir þú að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég er góð fyrirmynd, góðhjörtuð og þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var mjög ung. IG: Birta.einars Helena Hafþórsdóttir O’ConnorArnór Trausti Kristínarson Nafn: Helena Hafþórsdóttir O’Connor Titill: Miss Reykjavík Aldur: 18 ára Starf: Er í námi en vinn sem kaffibarþjónn/vaktstjóri á Te og Kaffi Af hverju ættir þú að vera næsta Ungfrú Ísland? Það væri mér mikill heiður að vera valin næsta Ungfrú Ísland. Að bera þennan titil felur í sér frábær en um leið krefjandi tækifæri. Ungfrú Ísland þarf að vera landi og þjóð til sóma. Ég er tilbúin að leggja mig alla fram og tel mig hafa góða burði til að standa undir væntingum og vera góð fyrirmynd. Það er mér hjartansmál að hjálpað öðrum að elta drauma sína eins og ég er að gera með því að taka þátt í þessu ævintýri. IG: Helenaoc Lilja Sif PétursdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Lilja Sif Pétursdóttir Titill: Miss Capital Region Aldur: 19 ára Starf: Eir Hjúkrunarheimili Afhverju ættir þú að verða næsta ungfrú Ísland? Ég ætti að verða næsta Ungfrú Ísland því ég er góð fyrirmynd, jákvæð, stend með sjálfri mér. Ég er opin fyrir nýjum tækifærum og alltaf tilbúin í það að fara út fyrir þægindarammann. IG: liljapeturs Mina FanneyArnór Trausti Kristínarson Nafn: Mina Fanney Titill: Miss North Reykjvaik Aldur: 26 ára Starf: Hársnyrstimestari Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég tel mig góðan fulltrúa sem Ungfrú Ísland vegna þess að ég hef aldrei drukkið áfengi og reykt. Ég er dugleg að ferðast og hef gaman af nýjum tækifærum. Jákvæðni skiptir miklu máli í lífinu. Ég læt drauma mína rætast, nýlegasta dæmið um draum var nú þegar ég opnaði mína eigin hársnyrtistofu. IG: minafanney Erla Dís GuðmundsdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Erla Dís Guðmundsdóttir Titill: Miss Akranes Aldur: 25 ára Starf: Aðstoðarmaður fasteignasala á Lögheimili Afhverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Virðing og skilningur í garð annarra hefur alltaf verið almenn skynsemi hjá mér. Afskiptasemi, gagnrýni og einelti er eitthvað sem mun því miður alltaf vera til staðar en það þýðir ekki að við eigum að hætta að hvetja fólk til að staldra við og gera betur. Ég trúi því að engin sé betri en annar, ekki starfið þitt, ekki kyn, húðlitur, fjárhagsstaða. Við eigum bara eitt líf, viljum við ekki gera þennan dýrmæta tíma sem við höfum ánægjulegan? Þetta eru mín gildi sem ég stend fyrir og ég tel að titillinn Ungfrú Ísland eigi að endurspegla sömu gildi. IG: erladisgudmunds Tinna Lind HelgadóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Tinna Lind Helgadóttir Titill: Miss Diamond Beach Aldur: 18 ára Starf: Þjónn Afhverju ættir þú að verða næsta ungfrú Ísland? Ég hef aldrei litið fallegum augum á sjálfa mig. Ég hef alltaf fundið eitthvað sem er að mér útlitslega. Ég horfði á myndir af módelum og hugsaði alltaf: afhverju lít ég ekki svona út. Þessi hugsun leiddi til mikillar vanlíðunar sem leiddi síðar til sjálfskaða og átröskunar. Í dag hef ég lært að elska sjálfa mig eins og ég er og ég vil hvetja fólk sem líður eins og mér leið, að læra að elska sig líka. Þess vegna ætti ég að verða næsta Ungfrú Ísland. IG: Tinnaxlind Svava Rós BernhöftArnór Trausti Kristínarson Nafn: Svava Rós Bernhöft Titill: Miss Garðabær Aldur: 18 ára Starf: Pizzan símaver Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Að verða næsta ungfrú Íslands væri bæði heiður og mikil ábyrgð. Ég myndi nýta rödd mína til að berjast gegn einelti á Íslandi og veita innblástur fyrir ungmenni að koma vel fram við alla og fagna fjölbreytileikanum. IG : Svavabernhoft Embla Ýr PétursdóttirArnór Trausti Kristínarson Nafn: Embla Ýr Pétursdóttir Titill: Miss Akureyri Aldur: 18 ára Starf: Vinn á leikskóla Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég hef mikinn áhuga á því sem við erum að gera í Miss Universe Iceland og mér finnst mikilvægt að vera góð fyrirmynd. Það er svo mikilvægt að ýta sjálfum sér út fyrir þægindarammann og prófa nýja hluti. Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf verið mjög hlédræg og feimin og því er stórt skref taka þátt. Þetta er gefandi og reynslumikið ferli. Ég er jákvæð, metnaðarfull og ákveðin sem tel vera góða eiginleikar fyrir Ungfrú Ísland að hafa. IG: embla.yr Dimmey Rós LúðvíksdóttirArnór Trausti Katrínarson Nafn: Dimmey Rós Lúðvíksdóttir Titill: Miss Central Reykjavík Aldur: 23 ára Starf: Ég vinn á Hrafnistu Af hverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og tækifæri. Mér finnst líka mjög mikilvægt að komast út fyrir þægindarammann minn. IG: DimmeyRos Bahía Aurelie FerroArnór Trausti Katrínarson Nafn: Bahía Aurelie Ferro Aldur: 21 árs Titill: Miss Land of Fire and Ice Salbjörg RagnarsdóttirArnór Trausti Katrínarson Nafn: Salbjörg Ragnarsdóttir Titill: Miss Geysir Aldur: 19 ára Starf: Flugfreyia Afhverju ættir þú að verða Ungfrú Ísland? Mér hefur fundist þetta skemmtilegt ferli og er viss um að hver sem er af okkur stelpunum sem vinnur verður frábær fulltrúi. Ef ég vinn mun ég gera mitt besta til þess að gera sem mest úr þessu tækifæri. Mig langar að styrkja sjálfstraust ungra kvenna á Íslandi og myndi ég leggja mikla áheyrslu á það í ferlinu mínu. IG: salbjorgragnars Dagný Ósk GarðarsdóttirArnór Trausti Katrínarson Nafn: Dagný Ósk Garðarsdóttir Titill: Miss Midnight Sun Aldur: 18 ára Starf: Öldrunarheimilið Hlíð og sjúkraliðanemi Afhverju ættir þú að verða næsta Ungfrú Ísland? Ég vil geta verið góður fulltrúi fyrir hönd Íslands, kynna land og þjóð og á sama tíma kynnast eflandi fólki frá öllum heimshornum. IG: dagnygardars
Miss Universe Iceland Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira