Stemning hjá stelpunum á Snapchat meðan dregið var Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júlí 2023 21:01 Thea Imani Sturludóttir getur ekki beðið eftir heimsmeistaramótinu í vetur. Vísir/Dúi Í dag kom í ljós hverjir mótherjar Íslands verða í riðlakeppni HM kvenna í handbolta í desember. Landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir kveðst ekki geta beðið eftir sumarfríslokum svo hún geti hafið undirbúning fyrir mótið. Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í Scandinavium-höllinni í Svíþjóð í dag. Mótið hefst í lok nóvember og fer fram í Danmörku og Noregi, auk Svíþjóðar. Ísland dróst í riðil með silfurhöfum síðasta móts frá Frakklandi, sterku liði Slóveníu og Afríkumeisturum Angóla. Riðillinn verður leikinn í Stafangri í Noregi. Thea segir spenningin yfirgnæfa skoðanir á stökum andstæðingum á mótinu. „Þetta hefði getað dregist á aðeins léttari hátt fyrir okkur en við tökum bara því sem við fengum. Við erum spenntar fyrir þessu. Við bjuggumst ekki við þessu móti, þetta er algjör bónus og heppnin með okkur,“ segir Thea en Ísland fékk boðssæti á mótinu fyrr í vikunni en stelpurnar okkar voru á meðal liða sem náðu bestum árangri í undankeppni Evrópu sem ekki komust beint á mótið. Samverustund á Snapchat Thea segist þá hafa getað fylgst með drættinum með öðru auganu á meðan hún sinnti vinnu í dag, en drátturinn hófst klukkan 13:30. Landsliðskonurnar fóru þá vel yfir málin á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan drættinum stóð. „Ég var með kveikt á þessu í vinnuni og kíkti á þetta. Það var spennandi að sjá þegar dregið var í riðlana og við stelpurnar vorum með Snapchat-hópinn í gangi og vorum að spjalla um þetta. Þannig að þetta var skemmtilegt.“ Á bleiku skýi Hún kveðst þá vart hafa getað hætt að brosa síðan tilkynnt var um sæti Íslands á mótinu í vikunni. „Ég var einmitt í fríi í útlöndum og ég var allan daginn bara á einhverju skýi, í gleðivímu. Þetta var ótrúlega góð tilfinning að loksins komast inn á mót. Við erum lengi búnar að vera hársbreidd frá því og kannski aðeins óheppnar í þessu. Þannig að það var geggjað að fá smá lukku.“ Strax kominn fiðringur í fingurna Thea meiddist undir lok síðasta tímabils þegar hún varð Íslandsmeistari með Val í Vestmannaeyjum. Hún er enn að jafna sig á þeim meiðslum en kveðst ekki geta beðið eftir að snúa aftur á handboltavöllinn til að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta byrjar í lok nóvember og maður er strax kominn með titring í puttana, nýkomin í sumarfrí, að byrja að æfa aftur. Ég held ég þurfi að fara gætilega í æfingar í sumar,“ segir Thea í ljósi meiðslanna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í Scandinavium-höllinni í Svíþjóð í dag. Mótið hefst í lok nóvember og fer fram í Danmörku og Noregi, auk Svíþjóðar. Ísland dróst í riðil með silfurhöfum síðasta móts frá Frakklandi, sterku liði Slóveníu og Afríkumeisturum Angóla. Riðillinn verður leikinn í Stafangri í Noregi. Thea segir spenningin yfirgnæfa skoðanir á stökum andstæðingum á mótinu. „Þetta hefði getað dregist á aðeins léttari hátt fyrir okkur en við tökum bara því sem við fengum. Við erum spenntar fyrir þessu. Við bjuggumst ekki við þessu móti, þetta er algjör bónus og heppnin með okkur,“ segir Thea en Ísland fékk boðssæti á mótinu fyrr í vikunni en stelpurnar okkar voru á meðal liða sem náðu bestum árangri í undankeppni Evrópu sem ekki komust beint á mótið. Samverustund á Snapchat Thea segist þá hafa getað fylgst með drættinum með öðru auganu á meðan hún sinnti vinnu í dag, en drátturinn hófst klukkan 13:30. Landsliðskonurnar fóru þá vel yfir málin á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan drættinum stóð. „Ég var með kveikt á þessu í vinnuni og kíkti á þetta. Það var spennandi að sjá þegar dregið var í riðlana og við stelpurnar vorum með Snapchat-hópinn í gangi og vorum að spjalla um þetta. Þannig að þetta var skemmtilegt.“ Á bleiku skýi Hún kveðst þá vart hafa getað hætt að brosa síðan tilkynnt var um sæti Íslands á mótinu í vikunni. „Ég var einmitt í fríi í útlöndum og ég var allan daginn bara á einhverju skýi, í gleðivímu. Þetta var ótrúlega góð tilfinning að loksins komast inn á mót. Við erum lengi búnar að vera hársbreidd frá því og kannski aðeins óheppnar í þessu. Þannig að það var geggjað að fá smá lukku.“ Strax kominn fiðringur í fingurna Thea meiddist undir lok síðasta tímabils þegar hún varð Íslandsmeistari með Val í Vestmannaeyjum. Hún er enn að jafna sig á þeim meiðslum en kveðst ekki geta beðið eftir að snúa aftur á handboltavöllinn til að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta byrjar í lok nóvember og maður er strax kominn með titring í puttana, nýkomin í sumarfrí, að byrja að æfa aftur. Ég held ég þurfi að fara gætilega í æfingar í sumar,“ segir Thea í ljósi meiðslanna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira