Tvö tonn af vatni í senn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2023 12:01 Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið nýttar til að slökkva gróðurelda. Vísir/Vilhelm Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga hefur gengið vel að sögn stýrimanns. Notast er við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Gæslan sinnir slökksvistarfinu í samstarfi við slökkviliðið í Grindavík. Nokkuð hefur borið á gróðureldum við gosstöðvarnar, en gæslan hefur einblínt á svæðið norðan við gosstöðvarnar á meðan slökkviliðið hefur unnið að því að slökkva elda nálægt gönguleiðum að eldgosinu í Litla-Hrút. Stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni segir að reynt sé að sinna slökkvistarfinu eins mikið og hægt er, að ósk Almannavarna. „Við erum með svokallaða skjólu undir þyrlunum, sem við fyllum af vatni eða sjó eftir aðstæðum og sleppum því yfir elda til að slökkva þá,“ segir Gunnar Örn Arnarson stýrimaður. Í gær hafi verið farnar margar ferðir yfir svæðið á þyrlunni TF-EIR, og því mikið vatn sem hellt var á eldana. „Þeir taka sirka tvö tonn af vatni eða sjó í skjóluna, sem þeir þá fara með í hverri ferð. Þetta voru 14 ferðir sem þeir fóru í gær.“ Ekki hafi þurft að sækja slasaða ferðamenn á gosstöðvarnar með þyrlu frá því gosið hófst. Hins vegar hafi vísindamenn fengið að fljúga með þyrlum Gæslunnar. „Svo lentum við nú í því í fyrradag, þegar við vorum með slökkviskjóluna að þurfa að hætta því og fara í verkefni austur í Þjórsárdal. Þannig að við erum til taks,“ segir Gunnar Örn. Í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands kemur fram að samkvæmt hraunflæðimælingum frá upphafi goss og þar til í gær sé meðalhraunflæði gossins um 13 rúmmetrar á sekúndu, sem er svipað og mest var í eldgosinu í Meradölum fyrir tveimur árum síðan. Heildarrúmmál hraunsins sé nú 3,4 milljón rúmmetrar og flatarmálið um 0.4 ferkílómetrar. Eldgos og jarðhræringar Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Gæslan sinnir slökksvistarfinu í samstarfi við slökkviliðið í Grindavík. Nokkuð hefur borið á gróðureldum við gosstöðvarnar, en gæslan hefur einblínt á svæðið norðan við gosstöðvarnar á meðan slökkviliðið hefur unnið að því að slökkva elda nálægt gönguleiðum að eldgosinu í Litla-Hrút. Stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni segir að reynt sé að sinna slökkvistarfinu eins mikið og hægt er, að ósk Almannavarna. „Við erum með svokallaða skjólu undir þyrlunum, sem við fyllum af vatni eða sjó eftir aðstæðum og sleppum því yfir elda til að slökkva þá,“ segir Gunnar Örn Arnarson stýrimaður. Í gær hafi verið farnar margar ferðir yfir svæðið á þyrlunni TF-EIR, og því mikið vatn sem hellt var á eldana. „Þeir taka sirka tvö tonn af vatni eða sjó í skjóluna, sem þeir þá fara með í hverri ferð. Þetta voru 14 ferðir sem þeir fóru í gær.“ Ekki hafi þurft að sækja slasaða ferðamenn á gosstöðvarnar með þyrlu frá því gosið hófst. Hins vegar hafi vísindamenn fengið að fljúga með þyrlum Gæslunnar. „Svo lentum við nú í því í fyrradag, þegar við vorum með slökkviskjóluna að þurfa að hætta því og fara í verkefni austur í Þjórsárdal. Þannig að við erum til taks,“ segir Gunnar Örn. Í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands kemur fram að samkvæmt hraunflæðimælingum frá upphafi goss og þar til í gær sé meðalhraunflæði gossins um 13 rúmmetrar á sekúndu, sem er svipað og mest var í eldgosinu í Meradölum fyrir tveimur árum síðan. Heildarrúmmál hraunsins sé nú 3,4 milljón rúmmetrar og flatarmálið um 0.4 ferkílómetrar.
Eldgos og jarðhræringar Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira