Litabreytingin fór öfugt ofan í íbúa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 07:45 Hér má sjá breytinguna á milli ára. Íbúar hins nýja svarta og hvíta hverfis eru ekki sáttir. Rangárþing ytra Verulegt ósætti er með þá litabreytingu sem gerð verður á hverfum Hellu á bæjarhátíðinni Töðugjöldum. Sveitarfélagið leggur til nokkurra ára aðlögunarferli. Bæjarhátíðin Töðugjöld verður haldin í 28. skiptið þann 18. til 20. ágúst næstkomandi. Hún er með elstu bæjarhátíðum landsins, var komið á fót árið 1994. Hátíðin er nokkuð hefðbundin bæjarhátíð, með hoppuköstulum, tónlistaratriðum, bílasýningum, matarvögnum og þess háttar. Á hátíðinni er hverfum bæjarins skipt upp í liti. Eru íbúar í hverju hverfi hvattir til þess að skreyta hús sín og garða í réttum lit, eða litatvennu. Skiptast íbúar hverfanna á að bjóða gestum heim og að skipuleggja hátíðina í samráði við sveitarfélagið. Það er jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra. Töldu íbúa tilbúna í breytingar Á fundi nefndarinnar þann 8. maí síðastliðinn var ákveðið að gera breytingar á litaskiptingunni. Það er að fjólubláa hverfið verði fjólublátt og bleikt og að græna og appelsínugula hverfinu verði skipt upp í tvö. Annað verði áfram grænt og appelsínugult en hitt svart og hvítt. Gula hverfið á Töðugjöldum árið 2022.Rangárþing ytra. Þetta féll ekki vel í kramið því bæjarstjórn barst erindi frá íbúum allra húsa í götunum Ártúni, Nestúni, Seltúni og Nesi og hluta íbúa í Þrúðvangi sem voru mjög ósáttir við litabreytinguna. En þetta eru íbúar í hinu nýja svarta og hvíta hverfi. Í skýringum nefndarmanna kemur fram að þeim hafi þótt græna og appelsínugula hverfið of stórt. Mat hún það svo að íbúar væru tilbúnir í breytingar. Nokkurra ára aðlögunarferli Benda nefndarmenn á að nú þegar séu einhverjir íbúar þegar farnir að skreyta hús sín og garða í svörtum og hvítum litum og því sé of seint að breyta aftur núna. Mikilvægt sé að íbúar taki þátt í umræðum þegar kallað sé eftir þeim. Fjólubláa hverfið verður framvegis fjólubláa og bleika hverfið.Rangárþing ytra „Nefndin leggur til að halda litaskiptingunni óbreyttri en til þess að koma til móts við íbúa þá er eðlilegt að hverfið taki nokkur ár í aðlögun og þeir íbúar sem hafa skreytt í appelsínugulum og grænum litum haldi því áfram en blandi svörtum og hvítum við með tíð og tíma,“ segir í bókun nefndarinnar. Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Bæjarhátíðin Töðugjöld verður haldin í 28. skiptið þann 18. til 20. ágúst næstkomandi. Hún er með elstu bæjarhátíðum landsins, var komið á fót árið 1994. Hátíðin er nokkuð hefðbundin bæjarhátíð, með hoppuköstulum, tónlistaratriðum, bílasýningum, matarvögnum og þess háttar. Á hátíðinni er hverfum bæjarins skipt upp í liti. Eru íbúar í hverju hverfi hvattir til þess að skreyta hús sín og garða í réttum lit, eða litatvennu. Skiptast íbúar hverfanna á að bjóða gestum heim og að skipuleggja hátíðina í samráði við sveitarfélagið. Það er jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra. Töldu íbúa tilbúna í breytingar Á fundi nefndarinnar þann 8. maí síðastliðinn var ákveðið að gera breytingar á litaskiptingunni. Það er að fjólubláa hverfið verði fjólublátt og bleikt og að græna og appelsínugula hverfinu verði skipt upp í tvö. Annað verði áfram grænt og appelsínugult en hitt svart og hvítt. Gula hverfið á Töðugjöldum árið 2022.Rangárþing ytra. Þetta féll ekki vel í kramið því bæjarstjórn barst erindi frá íbúum allra húsa í götunum Ártúni, Nestúni, Seltúni og Nesi og hluta íbúa í Þrúðvangi sem voru mjög ósáttir við litabreytinguna. En þetta eru íbúar í hinu nýja svarta og hvíta hverfi. Í skýringum nefndarmanna kemur fram að þeim hafi þótt græna og appelsínugula hverfið of stórt. Mat hún það svo að íbúar væru tilbúnir í breytingar. Nokkurra ára aðlögunarferli Benda nefndarmenn á að nú þegar séu einhverjir íbúar þegar farnir að skreyta hús sín og garða í svörtum og hvítum litum og því sé of seint að breyta aftur núna. Mikilvægt sé að íbúar taki þátt í umræðum þegar kallað sé eftir þeim. Fjólubláa hverfið verður framvegis fjólubláa og bleika hverfið.Rangárþing ytra „Nefndin leggur til að halda litaskiptingunni óbreyttri en til þess að koma til móts við íbúa þá er eðlilegt að hverfið taki nokkur ár í aðlögun og þeir íbúar sem hafa skreytt í appelsínugulum og grænum litum haldi því áfram en blandi svörtum og hvítum við með tíð og tíma,“ segir í bókun nefndarinnar.
Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira