Þurfa að bíta á jaxlinn gegn beinskeyttum Írum í kvöld: „Þurfum að þora vera við sjálfir“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júlí 2023 09:34 Frá leik KA og Connah's Quay Nomad á Framvellinum fyrr í sumar. Stuðningsmenn KA fjölmenntu á völlinn í Reykjavík. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari karlaliðs KA í fótbolta er borubrattur fyrir fyrri leik liðsins gegn írska liðinu Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Norðanmenn þurfti að setja í næsta gír frá einvígi sínu í fyrstu umferðinni til að eiga möguleika. Leikið verður á Framvellinum í Úlfarsárdalnum í kvöld og á Írlandi að viku liðinni. „Þetta leggst hrikalega vel í okkur, þetta er flott lið sem við erum að fara mæta. Við erum ánægðir með að hafa farið áfram úr einvígi okkar við Connah's Quay Nomads og ættum að eiga fína möguleika ef við spilum vel á morgun.“ Einvígi KA við Connah's Quay Nomads, í fyrstu umferð undankeppninnar, lauk með samanlögðum 4-0 sigri Norðanmanna. „Núna þurfum við að spilja jafnvel eða betur en á móti Connah's Quay. Þetta Dundalk lið er líkamlega sterkt og á sama tíma eru þeir mjög beinskeyttir. Við höfum skoðað þeirra leikstíl og undirbúið okkur vel og vitum hverju við erum að fara mæta á morgun. Það sem við þurfum að gera er að vera við sjálfir, þora að spila okkar bolta og mæta þeim í návígunum. Það er lykilatriði fyrir okkur að fara með góða stöðu héðan úr fyrri viðureigninni til að eiga góða möguleika á Írlandi.“ Hallgrímur Jónasson er þjálfari KAHulda Margrét Frammistaðan hingað til gefur mönnum trú Frammistaða liðsins yfir tvo leiki á móti Connah's Quay Nomads hlýtur að gefa liðinu sjálfstraust fyrir komandi einvígi? „Já ég er sammála því og maður sá það á nokkrum af þeim leikmönnum, sem voru að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti, að þeir voru aðeins meira stressaðri en í leikjum deildarinnar hér heima. Nú er það bara farið og þetta fyrsta einvígi liðsins gefur því trú og menn mæta klárir frá fyrstu mínútu á morgun. Þetta Dundalk lið er gott en þetta er ekki lið sem er ómögulegt að vinna. Við vitum að ef við mætum vel til leiks og spilum okkar besta leik, þá eigum við góðan möguleika.“ Dundalk er sem stendur í 5. sæti írsku úrvalsdeildarinnar og hefur verið á góðri siglingu heima fyrir undanfarið. Allt öðruvísi en Shamrock Rovers Í aðdraganda einvígisins hefur borið á því að verið sé að bera liðið saman við Shamrock Rovers, topplið írsku deildarinnar sem lá í valnum í tvígang gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Komur írskra félagsliða hingað til lands hafa verið yfir meðallagi upp á síðkastið. Shamrock Rovers, topplið írsku úrvalsdeildarinnar, lá í valnum í tveggja leikja einvígi sínu við Íslandsmeistara BreiðabliksVísir/Pawel Cieslikiewicz Er þetta samanburður sem þú ert að lesa eitthvað mikið í? „Gæðalega séð eru þessi lið bara mjög svipuð held ég. Dundalk hefur þó unnið Shamrock Rovers í tvígang núna undanfarnar vikur en þetta Dundalk lið spilar allt öðruvísi en Shamrock Rovers. Þeir eru mun beinskeyttari, eru ekki þetta tiki-taka lið, sýna rosalega ákefð í sinni pressu og beita oftar löngum boltum. Þetta er því allt öðruvísi lið og þetta verða allt öðruvísi leikir en leikir Shamrock Rovers.“ Þurfa að bíta á jaxlinn Það er skammt stórra högga á milli hjá KA-mönnum. Liðið er á fullu í Evrópukeppni sem og heima fyrir og átti á mánudagskvöld hörkuleik gegn Keflvíkingum á útivelli sem vannst 4-3. Hvernig finnst þér leikmenn vera að takast á við álagið þessa dagana? „Jú bara ótrúlega vel. Við höfum unnið fjóra leiki í röð, það hefur gengið vel en þegar álagið verður svona mikið yfir lengri tíma þá fer það auðvitað að bíta í okkur. Við lentum í smá skakkaföllum í síðasta leik þegar að Ívar Örn meiddist en Rodri er orðinn góður af sínum meiðslum. Staðan er bara þokkalega góð þessa stundina og við náðum að rúlla aðeins á hópnum í síðasta leik. Svo er það líka bara undir leikmönnum komið að hugsa vel um sig á þessum vikum. Vera professional, hvíla sig og borða rétt. Svo þarf bara að bíta á jaxlinn, þú getur alveg hlupið meira en þú oft heldur. Menn þurfa bara vera klárir í að leggja vinnuna á sig.“ Leikur KA og Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending klukkan tíu mínútur í sex. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Leikið verður á Framvellinum í Úlfarsárdalnum í kvöld og á Írlandi að viku liðinni. „Þetta leggst hrikalega vel í okkur, þetta er flott lið sem við erum að fara mæta. Við erum ánægðir með að hafa farið áfram úr einvígi okkar við Connah's Quay Nomads og ættum að eiga fína möguleika ef við spilum vel á morgun.“ Einvígi KA við Connah's Quay Nomads, í fyrstu umferð undankeppninnar, lauk með samanlögðum 4-0 sigri Norðanmanna. „Núna þurfum við að spilja jafnvel eða betur en á móti Connah's Quay. Þetta Dundalk lið er líkamlega sterkt og á sama tíma eru þeir mjög beinskeyttir. Við höfum skoðað þeirra leikstíl og undirbúið okkur vel og vitum hverju við erum að fara mæta á morgun. Það sem við þurfum að gera er að vera við sjálfir, þora að spila okkar bolta og mæta þeim í návígunum. Það er lykilatriði fyrir okkur að fara með góða stöðu héðan úr fyrri viðureigninni til að eiga góða möguleika á Írlandi.“ Hallgrímur Jónasson er þjálfari KAHulda Margrét Frammistaðan hingað til gefur mönnum trú Frammistaða liðsins yfir tvo leiki á móti Connah's Quay Nomads hlýtur að gefa liðinu sjálfstraust fyrir komandi einvígi? „Já ég er sammála því og maður sá það á nokkrum af þeim leikmönnum, sem voru að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti, að þeir voru aðeins meira stressaðri en í leikjum deildarinnar hér heima. Nú er það bara farið og þetta fyrsta einvígi liðsins gefur því trú og menn mæta klárir frá fyrstu mínútu á morgun. Þetta Dundalk lið er gott en þetta er ekki lið sem er ómögulegt að vinna. Við vitum að ef við mætum vel til leiks og spilum okkar besta leik, þá eigum við góðan möguleika.“ Dundalk er sem stendur í 5. sæti írsku úrvalsdeildarinnar og hefur verið á góðri siglingu heima fyrir undanfarið. Allt öðruvísi en Shamrock Rovers Í aðdraganda einvígisins hefur borið á því að verið sé að bera liðið saman við Shamrock Rovers, topplið írsku deildarinnar sem lá í valnum í tvígang gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Komur írskra félagsliða hingað til lands hafa verið yfir meðallagi upp á síðkastið. Shamrock Rovers, topplið írsku úrvalsdeildarinnar, lá í valnum í tveggja leikja einvígi sínu við Íslandsmeistara BreiðabliksVísir/Pawel Cieslikiewicz Er þetta samanburður sem þú ert að lesa eitthvað mikið í? „Gæðalega séð eru þessi lið bara mjög svipuð held ég. Dundalk hefur þó unnið Shamrock Rovers í tvígang núna undanfarnar vikur en þetta Dundalk lið spilar allt öðruvísi en Shamrock Rovers. Þeir eru mun beinskeyttari, eru ekki þetta tiki-taka lið, sýna rosalega ákefð í sinni pressu og beita oftar löngum boltum. Þetta er því allt öðruvísi lið og þetta verða allt öðruvísi leikir en leikir Shamrock Rovers.“ Þurfa að bíta á jaxlinn Það er skammt stórra högga á milli hjá KA-mönnum. Liðið er á fullu í Evrópukeppni sem og heima fyrir og átti á mánudagskvöld hörkuleik gegn Keflvíkingum á útivelli sem vannst 4-3. Hvernig finnst þér leikmenn vera að takast á við álagið þessa dagana? „Jú bara ótrúlega vel. Við höfum unnið fjóra leiki í röð, það hefur gengið vel en þegar álagið verður svona mikið yfir lengri tíma þá fer það auðvitað að bíta í okkur. Við lentum í smá skakkaföllum í síðasta leik þegar að Ívar Örn meiddist en Rodri er orðinn góður af sínum meiðslum. Staðan er bara þokkalega góð þessa stundina og við náðum að rúlla aðeins á hópnum í síðasta leik. Svo er það líka bara undir leikmönnum komið að hugsa vel um sig á þessum vikum. Vera professional, hvíla sig og borða rétt. Svo þarf bara að bíta á jaxlinn, þú getur alveg hlupið meira en þú oft heldur. Menn þurfa bara vera klárir í að leggja vinnuna á sig.“ Leikur KA og Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending klukkan tíu mínútur í sex.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti