„Þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2023 18:30 Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir jafn mikilvægt fyrir fatlað fólk og ófatlað að halda rútínu, mæta til vinnu og hafa tilgang í lífinu. Vísir/Arnar Forstöðumaður Áss, vinnustofu fatlaðs fólks, segist hafa fullan skilning á þeirri gagnrýni sem launagreiðslur félagsins hafa hlotið. Mikilvægt sé að skoða málið í stærra samhengi og stóra spurningin sé hver eigi að borga launin. Fatlaður maður fékk greiddar 120 krónur á tímann. Í gær birtist viðtal á Vísi þar sem rætt var við Atla Má Haraldsson, fatlaðan mann sem starfaði hjá Vinnustofunni Ás í tæpan áratug en hætti þar í byrjun árs. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús en þar starfa um 240 manns. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða 4.197 krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir málið flókið. „Þetta var frétt sem við höfum verið að bíða eftir því launamál fatlaðra eru alltaf í brennidepli. Þetta er málefni sem þarf náttúrulega að taka miklu dýpra heldur en verið er að gera núna,“ segir Halldóra. „Við erum með þjónustusamninga við sveitarfélögin, við erum sjálfseignarstofnun og við erum náttúrulega bara háð þeim þjónustusamningum. Þessir þjónustusamningar eru ekkert að bjóða upp á að það sé hægt að greiða laun til einstaklinga sem eru með fötlun.“ Þær tekjur sem koma inn fyrir handverk og þau verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki eru notaðar til að greiða starfsfólki laun. „Ég er hérna með 160 manns sem ég þarf að deila nokkrum milljónum með yfir árið. Þannig að þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki. Draumurinn er að allir væru á launum samkvæmt kjarasamningi en þá er þetta spurning um hver ætlar að borga það.“ Hluti starfsmanna á kjarasamningsbundnum launum Hluti starfsmanna er á kjarasamningsbundnum launum og greiða í stéttarfélag. Það er til dæmis hópur sem starfar á saumastofunni sem framleiðir vörur sem seldar eru fyrirtækjum og býr til nægar tekjur svo hægt sé að borga slík laun. Fjölbreytt starfsemi fer fram í Ás vinnustofu.Vísir/Arnar Ingibjörg segist skilja gagnrýnina sem málið hefur hlotið en óskar þess þó að fólk myndi kynna sér málið betur. „Þetta er bara miklu stærra samhengi. Þó þau kannski vilji hætta þá er bara mikið batterí í kring. Þau kannski búa einhvers staðar sem kallar á einhverja mönnun. Þetta að koma í vinnu og hafa eitthvað fyrir stafni er bara svo mikilvægt fyrir okkur. Að vakna á morgnanna, að hafa rútínu.“ Hvort sem það er einstaklingur eins og ég, forstöðumaður hér eða einstaklingur með skerta starfsgetu. „Það er jafn mikilvægt fyrir okkur bæði að vakna og hafa til einhvers að hverfa og hitta fólk, vini sína og samstarfsfélaga.Fyrir mér er þetta það mikilvægasta í lífinu, að hafa vinnu og hafa eitthvert að fara.“ Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Í gær birtist viðtal á Vísi þar sem rætt var við Atla Má Haraldsson, fatlaðan mann sem starfaði hjá Vinnustofunni Ás í tæpan áratug en hætti þar í byrjun árs. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús en þar starfa um 240 manns. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða 4.197 krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir málið flókið. „Þetta var frétt sem við höfum verið að bíða eftir því launamál fatlaðra eru alltaf í brennidepli. Þetta er málefni sem þarf náttúrulega að taka miklu dýpra heldur en verið er að gera núna,“ segir Halldóra. „Við erum með þjónustusamninga við sveitarfélögin, við erum sjálfseignarstofnun og við erum náttúrulega bara háð þeim þjónustusamningum. Þessir þjónustusamningar eru ekkert að bjóða upp á að það sé hægt að greiða laun til einstaklinga sem eru með fötlun.“ Þær tekjur sem koma inn fyrir handverk og þau verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki eru notaðar til að greiða starfsfólki laun. „Ég er hérna með 160 manns sem ég þarf að deila nokkrum milljónum með yfir árið. Þannig að þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki. Draumurinn er að allir væru á launum samkvæmt kjarasamningi en þá er þetta spurning um hver ætlar að borga það.“ Hluti starfsmanna á kjarasamningsbundnum launum Hluti starfsmanna er á kjarasamningsbundnum launum og greiða í stéttarfélag. Það er til dæmis hópur sem starfar á saumastofunni sem framleiðir vörur sem seldar eru fyrirtækjum og býr til nægar tekjur svo hægt sé að borga slík laun. Fjölbreytt starfsemi fer fram í Ás vinnustofu.Vísir/Arnar Ingibjörg segist skilja gagnrýnina sem málið hefur hlotið en óskar þess þó að fólk myndi kynna sér málið betur. „Þetta er bara miklu stærra samhengi. Þó þau kannski vilji hætta þá er bara mikið batterí í kring. Þau kannski búa einhvers staðar sem kallar á einhverja mönnun. Þetta að koma í vinnu og hafa eitthvað fyrir stafni er bara svo mikilvægt fyrir okkur. Að vakna á morgnanna, að hafa rútínu.“ Hvort sem það er einstaklingur eins og ég, forstöðumaður hér eða einstaklingur með skerta starfsgetu. „Það er jafn mikilvægt fyrir okkur bæði að vakna og hafa til einhvers að hverfa og hitta fólk, vini sína og samstarfsfélaga.Fyrir mér er þetta það mikilvægasta í lífinu, að hafa vinnu og hafa eitthvert að fara.“
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira