Jöfn barátta á toppnum á Urriðavelli Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 16:07 Andri Þór Björnsson lék frábærlega fyrstu níu holurnar á Íslandsmótinu í dag. mynd/golf.is Stór hópur kylfinga hefur nú lokið eða er langt kominn með fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi, á Urriðavelli. Baráttan er jöfn á toppnum. Andri Þór Björnsson og Hákon Örn Magnússon, báðir úr GR, eru efstir þegar þetta er skrifað á -4 höggum, eftir 17 og 16 holur. Andri fékk heila fimm fugla á fyrri níu holunum en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir á seinni hlutanum. Af þeim sem komnir eru í hús er Jóhannes Guðmundsson efstur á -3 höggum. Hann fékk sjö fugla á hringnum en einnig tvöfaldan skolla og tvo skolla. Guðmundur Rúnar Hallg´rimsson og Logi Sigurðsson luku deginum á -2 höggum, líkt og atvinnumaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið fyrstu 15 holurnar á. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Kristján Þór Einarsson, er hins vegar í 35. sæti á +3 höggum eftir 15 holur, eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á fimmtándu holunni. Hjá konunum er engin búin með fyrsta hring en toppbaráttan jöfn og spennandi. Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa leikið best eða á -1 höggi, eftir 15 holur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á pari eftir sama holufjölda, eftir að hafa fengið þrjá skolla á fyrri níu holunum en svo fugla á 11., 14. og 15. holu. Stöðuna á mótinu má finna hér. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Andri Þór Björnsson og Hákon Örn Magnússon, báðir úr GR, eru efstir þegar þetta er skrifað á -4 höggum, eftir 17 og 16 holur. Andri fékk heila fimm fugla á fyrri níu holunum en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir á seinni hlutanum. Af þeim sem komnir eru í hús er Jóhannes Guðmundsson efstur á -3 höggum. Hann fékk sjö fugla á hringnum en einnig tvöfaldan skolla og tvo skolla. Guðmundur Rúnar Hallg´rimsson og Logi Sigurðsson luku deginum á -2 höggum, líkt og atvinnumaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið fyrstu 15 holurnar á. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Kristján Þór Einarsson, er hins vegar í 35. sæti á +3 höggum eftir 15 holur, eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á fimmtándu holunni. Hjá konunum er engin búin með fyrsta hring en toppbaráttan jöfn og spennandi. Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa leikið best eða á -1 höggi, eftir 15 holur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á pari eftir sama holufjölda, eftir að hafa fengið þrjá skolla á fyrri níu holunum en svo fugla á 11., 14. og 15. holu. Stöðuna á mótinu má finna hér.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira