Hin stórkostlegu tíðindi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2023 15:30 Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins. Meirihluti Norðmanna hefur þannig verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í rúm 18 ár. Þá er vægast sagt ólíklegt að ríkisstjórn hlynnt inngöngu í Evrópusambandið taki við völdum í landinu. Formaður þingflokks Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, gerði að því skóna í pistli í Morgunblaðinu á dögunum að eitthvað væri að fara að gerast í þessum efnum í Noregi þar sem landsfundur Hægriflokksins hefði ályktað á þá leið að ganga ætti í Evrópusambandið og að hið sama ætti við um Verkamannaflokkinn. Hin stórkostlegu tíðindi eru þó ekki meiri en svo að bæði Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa í áratugi kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið án þess að af henni hafi orðið. Hvað Umhverfisflokkinn varðar, sem Hanna Katrín nefndi einnig, hefur hann þrjá þingmenn á norska Stórþinginu af 169. Meirihluti flokkanna á móti inngöngu í ESB Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sem eru tveir stærstu flokkar Noregs, hafa aldrei getað myndað ríkisstjórn vegna málefnaágreinings þrátt fyrir að hafa báðir stutt inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina og fyrir vikið þurft að starfa með flokkum í ríkisstjórn andvígum inngöngu í sambandið. Hins vegar inniheldur stefnuskrá Verkamannaflokksins ekki lengur afdráttarlausan stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Þess í stað segir þar aðeins að flokkurinn sé hlynntur nánu pólitísku samstarfi við önnur Evrópuríki og hafi stutt inngöngu í þeim þjóðaratkvæðum sem fram hafi farið um málið. Fram kemur síðan í framhaldi af þeim orðum í stefnuskránni að innan Verkmannaflokksins sé rými fyrir ólíkar skoðanir á málinu og að innganga í Evrópusambandið verði ekki sett á dagskrá nema fjallað hafi verið um málið á nýjum landsfundi. Megináherzlan er þess í stað á aðild Noregs að EES-samningnum. Fimm af þeim níu stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á norska Stórþinginu eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið, þrír eru hlynntir því og Verkamannaflokkurinn tekur sem fyrr segir ekki afdráttarlausa afstöðu. Ríkisstjórnin hafnar inngöngu og þá er enginn þingmeirihluti fyrir málinu. Hverjir eiga að framkvæma stefnu Viðreisnar? Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið í Noregi er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af þarlendum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Rétt eins og hér á landi. Til þess þarf jú samþykki þingsins og framkvæmd af hálfu stjórnvalda. Hanna Katrín kallar hins vegar eftir því í pistli sínum að núverandi ríkisstjórn Íslands, sem samanstendur af flokkum sem allir eru andvígir því að gengið verði í Evrópusambandið, beiti sér fyrir því að skref verði tekin í átt að inngöngu. Þvert á það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir síðustu þingkosningar. Forystumenn Viðreisnar vilja gjarnan meina að hávær krafa sé uppi um það hér á landi að gengið verði í Evrópusambandið. Á sama tíma mælist fylgi flokksins, sem einn leggur áherzlu á málið og var auk þess beinlínis stofnaður í kringum það, innan við 10%. Nú síðast 7%. Minna en í síðustu kosningum. Vitanlega er meira en sjálfsagt og eðlilegt að umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu um það hvort rétt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er hins vegar eðli málsins samkvæmt alfarið á ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og flokka sem hlynntir eru því markmiði að vinna að því en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Noregur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins. Meirihluti Norðmanna hefur þannig verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í rúm 18 ár. Þá er vægast sagt ólíklegt að ríkisstjórn hlynnt inngöngu í Evrópusambandið taki við völdum í landinu. Formaður þingflokks Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, gerði að því skóna í pistli í Morgunblaðinu á dögunum að eitthvað væri að fara að gerast í þessum efnum í Noregi þar sem landsfundur Hægriflokksins hefði ályktað á þá leið að ganga ætti í Evrópusambandið og að hið sama ætti við um Verkamannaflokkinn. Hin stórkostlegu tíðindi eru þó ekki meiri en svo að bæði Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa í áratugi kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið án þess að af henni hafi orðið. Hvað Umhverfisflokkinn varðar, sem Hanna Katrín nefndi einnig, hefur hann þrjá þingmenn á norska Stórþinginu af 169. Meirihluti flokkanna á móti inngöngu í ESB Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sem eru tveir stærstu flokkar Noregs, hafa aldrei getað myndað ríkisstjórn vegna málefnaágreinings þrátt fyrir að hafa báðir stutt inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina og fyrir vikið þurft að starfa með flokkum í ríkisstjórn andvígum inngöngu í sambandið. Hins vegar inniheldur stefnuskrá Verkamannaflokksins ekki lengur afdráttarlausan stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Þess í stað segir þar aðeins að flokkurinn sé hlynntur nánu pólitísku samstarfi við önnur Evrópuríki og hafi stutt inngöngu í þeim þjóðaratkvæðum sem fram hafi farið um málið. Fram kemur síðan í framhaldi af þeim orðum í stefnuskránni að innan Verkmannaflokksins sé rými fyrir ólíkar skoðanir á málinu og að innganga í Evrópusambandið verði ekki sett á dagskrá nema fjallað hafi verið um málið á nýjum landsfundi. Megináherzlan er þess í stað á aðild Noregs að EES-samningnum. Fimm af þeim níu stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á norska Stórþinginu eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið, þrír eru hlynntir því og Verkamannaflokkurinn tekur sem fyrr segir ekki afdráttarlausa afstöðu. Ríkisstjórnin hafnar inngöngu og þá er enginn þingmeirihluti fyrir málinu. Hverjir eiga að framkvæma stefnu Viðreisnar? Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið í Noregi er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af þarlendum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Rétt eins og hér á landi. Til þess þarf jú samþykki þingsins og framkvæmd af hálfu stjórnvalda. Hanna Katrín kallar hins vegar eftir því í pistli sínum að núverandi ríkisstjórn Íslands, sem samanstendur af flokkum sem allir eru andvígir því að gengið verði í Evrópusambandið, beiti sér fyrir því að skref verði tekin í átt að inngöngu. Þvert á það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir síðustu þingkosningar. Forystumenn Viðreisnar vilja gjarnan meina að hávær krafa sé uppi um það hér á landi að gengið verði í Evrópusambandið. Á sama tíma mælist fylgi flokksins, sem einn leggur áherzlu á málið og var auk þess beinlínis stofnaður í kringum það, innan við 10%. Nú síðast 7%. Minna en í síðustu kosningum. Vitanlega er meira en sjálfsagt og eðlilegt að umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu um það hvort rétt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er hins vegar eðli málsins samkvæmt alfarið á ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og flokka sem hlynntir eru því markmiði að vinna að því en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun