Er núverandi ríkisstjórn að fífla þig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 13. ágúst 2023 09:01 Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninganna haustið 2017 hefur nú lifað í sex ár. Í upphafi var hún sögð sett á til að koma á pólitískum stöðugleika. Hinn pólitíski óstöðugleiki á þeim tíma sem hún var mynduð umhverfðist um það að tiltölulega nýstofnaður þingflokkur Bjartrar framtíðar sætti sig ekki við að þáverandi dómsmálaráðherra og þáverandi forsætisráðherra héldu upplýsingum leyndum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Þáverandi, félags- og jafnréttismálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórninni, sagði ekkert tilefni hafa verið til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa. Sá ráðherra hafði á sínum snærum réttindi barna. Til upprifjunar fyrir lesendur að þá snerust stjórnarslitin árið 2017 um barnaníðsmál og uppreisn æru barnaníðinga. Nýstofnaði þingflokkurinn sem tók þátt í stjórnarsamstarfinu stóð ekki í lappirnar að mati þeirra sem eldri og yngri voru. Og því fór sem fór. Stjórnin sprakk. Ríkisstjórn stóla, bílstjóra og matarboða „Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fjallar um sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Í honum birtast leiðarstef um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða“. Svo segir stjórnarsáttmálinn frá 2021. Stjórnarsáttmálinn frá 2017 sagði það sama nema að hann var með hvítan bakgrunn, 2021 sáttmálinn var með fjólubláan bakgrunn. Kæru íslendingar, það er verið að hafa ykkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin sem nú er við völd er ekki að gæta að hagsmunum þínum. Þessi ríkisstjórn snýst um stóla, bílstjóra og að halda rándýr matarboð á þinn kostnað. Ekkert annað. Jú, nema kannski „að ef þú ert ekki að misnota aðstöðu þína, að þá ertu að misnota aðstöðu þína“. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninganna haustið 2017 hefur nú lifað í sex ár. Í upphafi var hún sögð sett á til að koma á pólitískum stöðugleika. Hinn pólitíski óstöðugleiki á þeim tíma sem hún var mynduð umhverfðist um það að tiltölulega nýstofnaður þingflokkur Bjartrar framtíðar sætti sig ekki við að þáverandi dómsmálaráðherra og þáverandi forsætisráðherra héldu upplýsingum leyndum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Þáverandi, félags- og jafnréttismálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórninni, sagði ekkert tilefni hafa verið til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa. Sá ráðherra hafði á sínum snærum réttindi barna. Til upprifjunar fyrir lesendur að þá snerust stjórnarslitin árið 2017 um barnaníðsmál og uppreisn æru barnaníðinga. Nýstofnaði þingflokkurinn sem tók þátt í stjórnarsamstarfinu stóð ekki í lappirnar að mati þeirra sem eldri og yngri voru. Og því fór sem fór. Stjórnin sprakk. Ríkisstjórn stóla, bílstjóra og matarboða „Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fjallar um sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Í honum birtast leiðarstef um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða“. Svo segir stjórnarsáttmálinn frá 2021. Stjórnarsáttmálinn frá 2017 sagði það sama nema að hann var með hvítan bakgrunn, 2021 sáttmálinn var með fjólubláan bakgrunn. Kæru íslendingar, það er verið að hafa ykkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin sem nú er við völd er ekki að gæta að hagsmunum þínum. Þessi ríkisstjórn snýst um stóla, bílstjóra og að halda rándýr matarboð á þinn kostnað. Ekkert annað. Jú, nema kannski „að ef þú ert ekki að misnota aðstöðu þína, að þá ertu að misnota aðstöðu þína“. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í í Svf. Árborg.
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar