Svínsnýra með fulla virkni eftir mánuð í heiladauðum manni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2023 10:16 Svínsnýrað var grætt í Miller 14. júlí síðastliðinn. AP/Shelby Lum Svínsnýra sem var grætt í heiladauðan mann fyrir meira en mánuði síðan virkar enn og stefnt er að því að fylgjast með þróun mála í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Sérfræðingur segir nýrað starfa jafnvel enn betur en nýra úr manneskju. Tilraunum þar sem líffæri úr svínum eru grædd í menn hefur fjölgað síðustu misseri og þykja hafa gefið góða raun. Bylting varð þegar vísindamenn hófu að notast við líffæri úr erfðabreyttum grísum til að draga úr líkunum á höfnun. Að sögn Dr. Robert Montgomery, forstjóra Langon líffæraígræðslustofnunar New York University, hóf svínsnýrað umsvifalaust að framleiða þvag um leið og það var grætt í hinn 57 ára Maurice „Mo“ Miller. Greint var frá því í fyrra að svínshjarta hefði verið grætt í mann sem stóð frammi fyrir dauðanum. Hann lifði í tvo mánuði eftir aðgerðina. Þá var greint frá því í vikunni að tvö nýru hefðu virkað í heiladauðum einstakling í viku, í tilraun sem var gerð við University of Alabama í Birmingham. Í því tilviki var ákveðið fyrirfram að um sjö daga tilraun yrði að ræða en eitt af álitamálunum sem upp hafa komið í tengslum við rannsóknirnar á ígræðslu dýralíffæra í menn er hversu mikið á að leggja á fjölskyldur þeirra sem líffærin eru grædd í, sem bíða þess að getað grafið ástvininn og syrgt eftir að hann hefur verið formlega úrskurðaður látinn. „Ég átti erfitt með þetta,“ segir Mary Miller-Duffy, systir Mo, í samtali við AP. Þetta hefði hins vegar verið eitthvað sem bróðir hennar hefði viljað. „Hann mun komast í læknisfræðibækurnar og lifa að eilífu,“ segir hún. Dr. Muhammad Mohiuddin við University of Maryland segir ekki ljóst hvort líkami lifandi einstaklings muni bregðast við líffæragjöfinni á sama hátt og líkami einstaklings sem hefur verið úrskurðaður heiladauður. Tilraunirnar séu hins vegar ákveðin aðlögun fyrir almenning, til að venjast tilhugsuninni um líffæraígræðslur úr dýrum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Dýraheilbrigði Líffæragjöf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tilraunum þar sem líffæri úr svínum eru grædd í menn hefur fjölgað síðustu misseri og þykja hafa gefið góða raun. Bylting varð þegar vísindamenn hófu að notast við líffæri úr erfðabreyttum grísum til að draga úr líkunum á höfnun. Að sögn Dr. Robert Montgomery, forstjóra Langon líffæraígræðslustofnunar New York University, hóf svínsnýrað umsvifalaust að framleiða þvag um leið og það var grætt í hinn 57 ára Maurice „Mo“ Miller. Greint var frá því í fyrra að svínshjarta hefði verið grætt í mann sem stóð frammi fyrir dauðanum. Hann lifði í tvo mánuði eftir aðgerðina. Þá var greint frá því í vikunni að tvö nýru hefðu virkað í heiladauðum einstakling í viku, í tilraun sem var gerð við University of Alabama í Birmingham. Í því tilviki var ákveðið fyrirfram að um sjö daga tilraun yrði að ræða en eitt af álitamálunum sem upp hafa komið í tengslum við rannsóknirnar á ígræðslu dýralíffæra í menn er hversu mikið á að leggja á fjölskyldur þeirra sem líffærin eru grædd í, sem bíða þess að getað grafið ástvininn og syrgt eftir að hann hefur verið formlega úrskurðaður látinn. „Ég átti erfitt með þetta,“ segir Mary Miller-Duffy, systir Mo, í samtali við AP. Þetta hefði hins vegar verið eitthvað sem bróðir hennar hefði viljað. „Hann mun komast í læknisfræðibækurnar og lifa að eilífu,“ segir hún. Dr. Muhammad Mohiuddin við University of Maryland segir ekki ljóst hvort líkami lifandi einstaklings muni bregðast við líffæragjöfinni á sama hátt og líkami einstaklings sem hefur verið úrskurðaður heiladauður. Tilraunirnar séu hins vegar ákveðin aðlögun fyrir almenning, til að venjast tilhugsuninni um líffæraígræðslur úr dýrum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Dýraheilbrigði Líffæragjöf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira