Umboðsmaður segir heimildir til framsals löggæsluverkefna of rúmar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2023 06:49 Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Umboðsmaður Alþingis hefur sent forseta Alþingis ábendingu þess efnis að orðalag í lögreglulögum um heimildir ríkislögreglustjóra til að fela erlendum ríkisborgurum framkvæmd löggæsluverkefna á Íslandi sé of rúmt. Ábendingunni var komið á framfæri í kjölfar svara frá dómsmálaráðuneytinu vegna fyrirspurna umboðsmanns um erlenda lögreglumenn sem hingað komu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í maí. Í tilkynningu á vef umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins hafi mátt ráða að það teldi orðalag greinar í lögreglulögum sem heimilar framsal verkefna til erlendra aðila ekki of víðtækt en að tekið yrði til athugunar hvort tilefni væri til að setja nánari reglur um samstarf lögreglu við erlend löggæsluyfirvöld og alþjóðastofnanir. „Ekkert kom þó nánar fram um markmið eða efni slíkra reglna né hvort tekið yrði tillit til sjónarmiða í fyrirspurnarbréfi umboðsmanns. Þá er ljóst að ráðuneytið lítur svo á að það hafi verið fyllilega í samræmi við heimildir ríkislögreglustjóra að fela erlendu lögreglumönnunum umrædd verkefni,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður bendir á að heimild ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar sé hins vegar ekki ótakmörkuð. Lögregluvald heyri til kjarna framkvæmdavaldsins og því þurfi að gera ríkari kröfur en ella til framsals slíkra heimilda. „Í ljósi túlkunar ráðuneytisins á ákvæðinu hefur umboðsmaður því sent forseta Alþingis ábendingu þar að lútandi. Orðalag ákvæðisins sé of rúmt og til þess fallið að valda misskilningi um markmið þess og önnur atriði sem við eigi. Samkvæmt lögskýringargögnum hafi verið gert ráð fyrir því að heimild ríkislögreglustjóra, að þessu leyti, kynni að verða nánar afmörkuð með frekari reglum dómsmálaráðherra. Svör ráðuneytisins gæfu ekki tilefni til að ætla að með slíkum reglum, ef þær yrðu settar, yrði sérstaklega tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem umboðsmaður hefði komið á framfæri við það.“ Lögreglan Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Ábendingunni var komið á framfæri í kjölfar svara frá dómsmálaráðuneytinu vegna fyrirspurna umboðsmanns um erlenda lögreglumenn sem hingað komu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í maí. Í tilkynningu á vef umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins hafi mátt ráða að það teldi orðalag greinar í lögreglulögum sem heimilar framsal verkefna til erlendra aðila ekki of víðtækt en að tekið yrði til athugunar hvort tilefni væri til að setja nánari reglur um samstarf lögreglu við erlend löggæsluyfirvöld og alþjóðastofnanir. „Ekkert kom þó nánar fram um markmið eða efni slíkra reglna né hvort tekið yrði tillit til sjónarmiða í fyrirspurnarbréfi umboðsmanns. Þá er ljóst að ráðuneytið lítur svo á að það hafi verið fyllilega í samræmi við heimildir ríkislögreglustjóra að fela erlendu lögreglumönnunum umrædd verkefni,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður bendir á að heimild ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar sé hins vegar ekki ótakmörkuð. Lögregluvald heyri til kjarna framkvæmdavaldsins og því þurfi að gera ríkari kröfur en ella til framsals slíkra heimilda. „Í ljósi túlkunar ráðuneytisins á ákvæðinu hefur umboðsmaður því sent forseta Alþingis ábendingu þar að lútandi. Orðalag ákvæðisins sé of rúmt og til þess fallið að valda misskilningi um markmið þess og önnur atriði sem við eigi. Samkvæmt lögskýringargögnum hafi verið gert ráð fyrir því að heimild ríkislögreglustjóra, að þessu leyti, kynni að verða nánar afmörkuð með frekari reglum dómsmálaráðherra. Svör ráðuneytisins gæfu ekki tilefni til að ætla að með slíkum reglum, ef þær yrðu settar, yrði sérstaklega tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem umboðsmaður hefði komið á framfæri við það.“
Lögreglan Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira