Sumarið geggjað hjá Íslandsmeistaranum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2023 12:22 Sigurjón Ernir Sturluson fagnaði sigri í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Sigurjón Ernir Sturluson kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Hann segist hafa þurft að hafa mikið fyrir hlutunum. „Ég er bara ótrúlega sáttur og þetta kom á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að Arnar Pétursson var ekki í ár, takk fyrir það,“ sagði Sigurjón léttur að loknu hlaupinu. „Ég hef þrisvar sinnum verið annar Íslendinga á eftir honum. En það var mikil samkeppni í dag þannig að þetta var ekki gefins.“ Eins og áður segir kom Sigurjón fyrstur Íslendinga í mark, en hann varð fjórði í heildina. Silviu Stoica varð fyrstur, Ernest Kibet Tarus annar og Bart Geldof þriðji. Sigur Sigurjóns á Íslandsmeistaramótinu var þó ekki beint öruggur því samkvæmt óstaðfestum tímum á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins var hann aðeins þremur sekúndum á undan Grétari Erni Guðmundssyni sem hafnaði í öðru sæti. „Ég, Grétar og Andrea [Kolbeinsdóttir] fyrlgdumst að í Laugarveginum og nú var Jörundur Fímann [Jónasson] líka með okkur og frábært að hafa hann með svona framan af. En svo vorum það ég og Grétar eftir kannski 30 kílómetra sem rúlluðum saman. Grétar var á undan mér þegar við vorum komnir 39 þannig ég hélt að ég myndi missa hann, en svo rétt náði ég að draga í hann og pressaði vel á undan honum. Ég svona tók sálina hans eins og það er kallað og náði að pressa í gegn.“ Hefur alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum En hvaðan kemur krafturinn til að pressa á móthlaupara sína þegar menn eru búnir að hlaupa í kringum 40 kílómetra? „Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og ég fer ekkert létt með það. Í dag bara vissi ég að ég þyrfti að hafa fyrir hlutunum og ég gerði það.“ Þá segist hann vera heldur slæmur í skrokknum eftir átökin, en það muni þó jafna sig. „Núna er ég bara hálf lamaður. Adrenalínið er hátt uppi og ég ætla að henda mér í niðurskokkið, eins erfitt og skemmtilegt og það er, en það er nauðsynlegt. Svo eru bara rólegir dagar núna á næstunni.“ „Það er búið að ganga vel í sumar og ég er búinn að keppa mjög mikið þannig þetta var sandkornið sem fyllti mælinn í geggjuðu sumri,“ sagði Sigurjón, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má svo sjá Sigurjón og Andreu Kolbeinsdóttur sem sigraði kvennaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega sáttur og þetta kom á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að Arnar Pétursson var ekki í ár, takk fyrir það,“ sagði Sigurjón léttur að loknu hlaupinu. „Ég hef þrisvar sinnum verið annar Íslendinga á eftir honum. En það var mikil samkeppni í dag þannig að þetta var ekki gefins.“ Eins og áður segir kom Sigurjón fyrstur Íslendinga í mark, en hann varð fjórði í heildina. Silviu Stoica varð fyrstur, Ernest Kibet Tarus annar og Bart Geldof þriðji. Sigur Sigurjóns á Íslandsmeistaramótinu var þó ekki beint öruggur því samkvæmt óstaðfestum tímum á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins var hann aðeins þremur sekúndum á undan Grétari Erni Guðmundssyni sem hafnaði í öðru sæti. „Ég, Grétar og Andrea [Kolbeinsdóttir] fyrlgdumst að í Laugarveginum og nú var Jörundur Fímann [Jónasson] líka með okkur og frábært að hafa hann með svona framan af. En svo vorum það ég og Grétar eftir kannski 30 kílómetra sem rúlluðum saman. Grétar var á undan mér þegar við vorum komnir 39 þannig ég hélt að ég myndi missa hann, en svo rétt náði ég að draga í hann og pressaði vel á undan honum. Ég svona tók sálina hans eins og það er kallað og náði að pressa í gegn.“ Hefur alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum En hvaðan kemur krafturinn til að pressa á móthlaupara sína þegar menn eru búnir að hlaupa í kringum 40 kílómetra? „Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og ég fer ekkert létt með það. Í dag bara vissi ég að ég þyrfti að hafa fyrir hlutunum og ég gerði það.“ Þá segist hann vera heldur slæmur í skrokknum eftir átökin, en það muni þó jafna sig. „Núna er ég bara hálf lamaður. Adrenalínið er hátt uppi og ég ætla að henda mér í niðurskokkið, eins erfitt og skemmtilegt og það er, en það er nauðsynlegt. Svo eru bara rólegir dagar núna á næstunni.“ „Það er búið að ganga vel í sumar og ég er búinn að keppa mjög mikið þannig þetta var sandkornið sem fyllti mælinn í geggjuðu sumri,“ sagði Sigurjón, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má svo sjá Sigurjón og Andreu Kolbeinsdóttur sem sigraði kvennaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira