„Hef ekki upplifað þessar aðstæður áður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 18:23 Óskar Hrafn var stoltur af sínu liði eftir leikinn í Norður-Makedóníu. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist vera stoltur af Breiðabliksliðinu sem vann 1-0 sigur á Struga á útivelli í dag. Breiðablik er í góðri stöðu til að vera fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég met úrslitin sem mjög gott veganesti. Við vitum það auðvitað að það eru 90 mínútur eftir af þessu einvígi. Þessi úrslit hjálpa okkur ekkert nema við spilum vel á Kópavogsvelli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við fréttastofu Vísis eftir leik í dag. „Ég er ánægðastur með að karakterinn í liðinu var frábær, menn lögðu allt sem þeir áttu í leikinn. Menn brugðust við erfiðum aðstæðum í síðari hálfleik en fyrri hálfleikur var ekki sérstaklega vel spilaður hjá okkur,“ bætti Óskar Hrafn við en mikið bætti í vindinn í síðari hálfleik og gekk leikmönnum illa að ná að spila boltanum almennilega sín á milli. „Stundum er það þannig þegar þú ert á erfiðum útivelli í Evrópu þá er það ekki alltaf frammistaðan sem skiptir öllu. Ég var gríðarlega ánægður með karakterinn, dugnaðinn og þrautseigjuna sem liðið sýndi.“ Óskar Hrafn sagði að snögg breyting á aðstæðum hefðu komið hans mönnum aðeins á óvart í síðari hálfleik. „Það kom aðeins í bakið á okkur í hálfleik því það snerist hressilega. Við vissum að þetta væri gott lið, væri gott í fótbolta og með sterka einstaklinga. Við vissum líka að þeir yrðu fljótir að pirra sig ef hlutirnir gengu ekki. Ég hefði viljað að við hefðum haldið aðeins betur í boltann en í seinni hálfleik var það hálf ómögulegt.“ „Ég er stoltur af þeim“ Liðin mætast í síðari leik einvígisins á Kópavogsvelli í kvöld. Þar fær Breiðablik möguleika á því að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég held að þetta verði allt annar leikur. Ég held að þessi leikur hafi bara átt sitt líf og Blikaliðið þurfti að gera hluti sem það hefur ekkert endilega verið þekkt fyrir. Að fara langt, vinna annan bolta og reyna að djölfast meira en að spila fótbolta. Á Kópavogsvelli þurfum við að mæta þeim hærra og halda betur í boltann. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því.“ „Við vitum það líka að þetta er gott lið. Við þurfum að spila vel til að fara áfram og við þurfum að spila vel á Kópavogsvelli til að þetta veganesti nýtist okkur.“ Hann sagði að hann hefði ekki upplifað áður þær aðstæður sem voru í Struga í dag. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið.“ „Ég er stoltur af þeim og þakklátur fyrir að þeir stóðust þessa prófraun sem þeir voru settir í sem var að búa til gott veganesti fyrir seinni leikinn.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
„Ég met úrslitin sem mjög gott veganesti. Við vitum það auðvitað að það eru 90 mínútur eftir af þessu einvígi. Þessi úrslit hjálpa okkur ekkert nema við spilum vel á Kópavogsvelli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við fréttastofu Vísis eftir leik í dag. „Ég er ánægðastur með að karakterinn í liðinu var frábær, menn lögðu allt sem þeir áttu í leikinn. Menn brugðust við erfiðum aðstæðum í síðari hálfleik en fyrri hálfleikur var ekki sérstaklega vel spilaður hjá okkur,“ bætti Óskar Hrafn við en mikið bætti í vindinn í síðari hálfleik og gekk leikmönnum illa að ná að spila boltanum almennilega sín á milli. „Stundum er það þannig þegar þú ert á erfiðum útivelli í Evrópu þá er það ekki alltaf frammistaðan sem skiptir öllu. Ég var gríðarlega ánægður með karakterinn, dugnaðinn og þrautseigjuna sem liðið sýndi.“ Óskar Hrafn sagði að snögg breyting á aðstæðum hefðu komið hans mönnum aðeins á óvart í síðari hálfleik. „Það kom aðeins í bakið á okkur í hálfleik því það snerist hressilega. Við vissum að þetta væri gott lið, væri gott í fótbolta og með sterka einstaklinga. Við vissum líka að þeir yrðu fljótir að pirra sig ef hlutirnir gengu ekki. Ég hefði viljað að við hefðum haldið aðeins betur í boltann en í seinni hálfleik var það hálf ómögulegt.“ „Ég er stoltur af þeim“ Liðin mætast í síðari leik einvígisins á Kópavogsvelli í kvöld. Þar fær Breiðablik möguleika á því að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég held að þetta verði allt annar leikur. Ég held að þessi leikur hafi bara átt sitt líf og Blikaliðið þurfti að gera hluti sem það hefur ekkert endilega verið þekkt fyrir. Að fara langt, vinna annan bolta og reyna að djölfast meira en að spila fótbolta. Á Kópavogsvelli þurfum við að mæta þeim hærra og halda betur í boltann. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því.“ „Við vitum það líka að þetta er gott lið. Við þurfum að spila vel til að fara áfram og við þurfum að spila vel á Kópavogsvelli til að þetta veganesti nýtist okkur.“ Hann sagði að hann hefði ekki upplifað áður þær aðstæður sem voru í Struga í dag. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið.“ „Ég er stoltur af þeim og þakklátur fyrir að þeir stóðust þessa prófraun sem þeir voru settir í sem var að búa til gott veganesti fyrir seinni leikinn.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira