Ótrúlegur árekstur á leið í keppni á HM dró dilk á eftir sér Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Andrew Hudson átti greinilega í vandræðum með hægra auga sitt í hlaupinu í gærkvöldi. Vísir/Getty Andrew Hudson, spretthlaupari frá Jamaíka, lenti heldur betur illa í því þegar að tvær skutlur, sem notaðar eru til þess að ferja keppendur á HM í frjálsum íþróttum frá upphitunarsvæði leikanna yfir á leikvanginn sjálfan, skullu saman. Í einni skutlunni mátti finna téðan Hudson ásamt keppinautum hans í 200 metra spretthlaupi, þar á meðal heimsmeistarann frá Bandaríkjunum Noah Lyles, en í myndskeiði sem hægt er að finna á samfélagsmiðlum má sjá aðra skutluna aka inn í hliðina á hinni. Not what you want to see before a race...Jamaica's Andrew Hudson was left with glass in his eye after two buggies crashed #WorldAthleticsChamps #BBCAthletics pic.twitter.com/asXjqdI02r— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Hudson var sá sem fór hvað verst út úr þessum árekstri en hann fékk glerbrot í augað. Greint er frá raunum hans á BBC en Hudson hélt ótrauður áfram, tók þátt í 200 metra spretthlaupinu og endaði í 5.sæti. „Það fór glerbrot í hægra augað mitt og ég sé allt í móðu í hvert skipti sem ég opna það auga,“ sagði Hudson sem fékk lækni til þess að líta á augað fyrir hlaupið. „Hann reyndi að ná því út og á meðan var mótstjórn að spyrja mig hvort ég ætlaði mér að hlaupa eða ekki. Ég lagði það mikið á mig til þess að komast á þennan stað að ég hugsaði með mér að ég skyldi allavegana láta á þetta reyna.“ Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Hudson í frjálsum íþróttum. „Þetta er því heldur betur eftirminnilegt mót. Ég kannski labba bara frá upphitunarsvæðinu yfir á leikvanginn næst,“ sagði Hudson sem glataði í það minnsta ekki húmornum í þessum árektri. En í fullri alvöru er Alþjóða frjálsíþróttasambandið með atvikið til skoðunar en auk Hudsons þurfti einn sjálfboðaliði að fá meðhöndlun frá lækni. Hudson, sem náði ekki að tryggja sig í úrslitahlaupið með frammistöðu sinni í gær, mótmælti niðurstöðunni í ljósi árekstursins. Mótmæli hans báru árangur því hann hefur nú fengið sæti í úrslitahlaupinu. Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Sjá meira
Í einni skutlunni mátti finna téðan Hudson ásamt keppinautum hans í 200 metra spretthlaupi, þar á meðal heimsmeistarann frá Bandaríkjunum Noah Lyles, en í myndskeiði sem hægt er að finna á samfélagsmiðlum má sjá aðra skutluna aka inn í hliðina á hinni. Not what you want to see before a race...Jamaica's Andrew Hudson was left with glass in his eye after two buggies crashed #WorldAthleticsChamps #BBCAthletics pic.twitter.com/asXjqdI02r— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Hudson var sá sem fór hvað verst út úr þessum árekstri en hann fékk glerbrot í augað. Greint er frá raunum hans á BBC en Hudson hélt ótrauður áfram, tók þátt í 200 metra spretthlaupinu og endaði í 5.sæti. „Það fór glerbrot í hægra augað mitt og ég sé allt í móðu í hvert skipti sem ég opna það auga,“ sagði Hudson sem fékk lækni til þess að líta á augað fyrir hlaupið. „Hann reyndi að ná því út og á meðan var mótstjórn að spyrja mig hvort ég ætlaði mér að hlaupa eða ekki. Ég lagði það mikið á mig til þess að komast á þennan stað að ég hugsaði með mér að ég skyldi allavegana láta á þetta reyna.“ Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Hudson í frjálsum íþróttum. „Þetta er því heldur betur eftirminnilegt mót. Ég kannski labba bara frá upphitunarsvæðinu yfir á leikvanginn næst,“ sagði Hudson sem glataði í það minnsta ekki húmornum í þessum árektri. En í fullri alvöru er Alþjóða frjálsíþróttasambandið með atvikið til skoðunar en auk Hudsons þurfti einn sjálfboðaliði að fá meðhöndlun frá lækni. Hudson, sem náði ekki að tryggja sig í úrslitahlaupið með frammistöðu sinni í gær, mótmælti niðurstöðunni í ljósi árekstursins. Mótmæli hans báru árangur því hann hefur nú fengið sæti í úrslitahlaupinu.
Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Sjá meira