Sjónhverfing á íslenskum leigumarkaði í boði Samtaka iðnaðarins María Pétursdóttir og Kjartan Þór Ingason skrifa 31. ágúst 2023 12:32 Sjónhverfing er gamalt form af töfrabrögðum sem skemmtikraftar um víða veröld beita til að vekja upp hrifningu fólks. Brellan felur í sér að athygli áhorfenda er beint að ákveðnum miðpunkti svo heildarmyndin fari fram hjá þeim. Á Húsnæðisþingi 2023 sem fram fór í gær flutti aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) feikna góða sjónhverfingu þar sem hann sýndi áhorfendum tölfræðigögn um viðhorf leigjenda á húsnæðismarkaði. Þar tók hann fram að um 21% íbúa er á leigumarkaði, af þeim vilji aðeins 10% leigja en um 72% séu þar af illri nauðsyn. Niðurstaða SI var því sú að áherslur um aukna innspýtingu í stofnframlög og uppbyggingu félagslegs húsnæðis fari gegn þörfum og vilja fólksins. Draga ætti úr vægi leiguíbúða með aðkomu hins opinbera og setja aukinn kraft í íbúðir á séreignamarkaði. Við fyrstu sýn virðist kannski sem SI sé með allt á hreinu enda byggir niðurstaða þeirra á tölfræðigögnum Hagstofu Íslands. Hver er þá vandinn? SI forðast ekki einungis að ræða heildarmynd íslenska leigumarkaðarins, t.a.m. formgerð hans og aðstæður, heldur draga samtökin ályktanir sem stangast á við ýmsar staðreyndir málsins. Íslenskur leigumarkaður er mjög frábrugðinn leigumörkuðum flestra OECD ríkja í ljósi þess að meirihluti leigjenda hér á landi leigir af einstaklingum á almennum markaði en ekki af hinu opinbera, almennum leigufélögum eða leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sú staðreynd vegur þungt þegar horft er til séreinkenna íslenska leigumarkaðarins sem einkennist af fjölda skammtíma leigusamninga, skorti á fyrirsjáanleika um þróun leiguverðs með tilheyrandi regluleysi og óstöðugleika á leigumarkaði. Það er því ekkert skrítið að um 72% leigjenda kjósi sér ekki slíkt óöryggi. Það styður hins vegar ekki þá niðurstöðu að best sé að setja aukinn kraft í uppbyggingu séreignarhúsnæðis og veikja leigumarkaðinn enn frekar. Rétt niðurstaða er fyrir hið opinbera að beita sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild sveitarfélaga og leigufélaga, bæði almennra og óhagnaðardrifinna á íbúðamarkaði. Stór hluti fatlaðs fólks er á leigumarkaði. Samkvæmt rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks sem unnin Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök á síðasta ári kemur fram að 56% þeirra búa í eigin húsnæði en 44% eru á leigumarkaði eða öðrum búsetuúrræðum. Við það má bæta að rúmlega þriðjungur svarenda með 75% örorkumat sem sóttu um greiðslumat til kaupa á húsnæði fékk synjun. Þetta er mun hærra hlutfall en við sjáum meðal ófatlaðra á Íslandi. Fjölbreytt framboð af aðgengilegu húsnæði á viðráðanlegu verði, bæði á leigumarkaði sem og séreignamarkaði er grundvallarþáttur í búsetuöryggi jaðarsettra hópa. Því er brýnt að skapa fjölbreyttan, heilbrigðan og öruggan leigumarkað sem er raunverulegur valkostur á íslenskum húsnæðismarkaði. Á Húsnæðisþingi voru mörg erindi flutt um stöðu og framtíð húsnæðismála, eingöngu af fulltrúum stjórnvalda og peningaaflanna. Raddir neytenda, þ.e. fólks á leigumarkaði, öryrkja og fátækra, fólks sem mun aldrei geta keypt sér íbúð í núverandi kerfi, heyrðust ekki. Hér hefði verið kjörið tækifæri að nýta Húsnæðisþingið sem umræðuvettvang um þarfir og vilja fólks á leigumarkaði með fulltrúum fólks á leigumarkaði. Við þurfum Húsnæðisþing þar sem almenningur, og þá sérstaklega þeir sem höllustum fæti standa, geta tekið virkt samtal með áhrifafólki á húsnæðismarkaði. Fræðsla og yfirferð um stöðu húsnæðismála er góðra gjalda verð, en við náum aldrei að skilja heildarmyndina og gera viðeigandi úrbætur ef við tökum ekki samtalið við fólkið sem býr í húsunum, hlustum á ábendingar þess og bregðumst við þeim. María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Leigumarkaður Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Sjónhverfing er gamalt form af töfrabrögðum sem skemmtikraftar um víða veröld beita til að vekja upp hrifningu fólks. Brellan felur í sér að athygli áhorfenda er beint að ákveðnum miðpunkti svo heildarmyndin fari fram hjá þeim. Á Húsnæðisþingi 2023 sem fram fór í gær flutti aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) feikna góða sjónhverfingu þar sem hann sýndi áhorfendum tölfræðigögn um viðhorf leigjenda á húsnæðismarkaði. Þar tók hann fram að um 21% íbúa er á leigumarkaði, af þeim vilji aðeins 10% leigja en um 72% séu þar af illri nauðsyn. Niðurstaða SI var því sú að áherslur um aukna innspýtingu í stofnframlög og uppbyggingu félagslegs húsnæðis fari gegn þörfum og vilja fólksins. Draga ætti úr vægi leiguíbúða með aðkomu hins opinbera og setja aukinn kraft í íbúðir á séreignamarkaði. Við fyrstu sýn virðist kannski sem SI sé með allt á hreinu enda byggir niðurstaða þeirra á tölfræðigögnum Hagstofu Íslands. Hver er þá vandinn? SI forðast ekki einungis að ræða heildarmynd íslenska leigumarkaðarins, t.a.m. formgerð hans og aðstæður, heldur draga samtökin ályktanir sem stangast á við ýmsar staðreyndir málsins. Íslenskur leigumarkaður er mjög frábrugðinn leigumörkuðum flestra OECD ríkja í ljósi þess að meirihluti leigjenda hér á landi leigir af einstaklingum á almennum markaði en ekki af hinu opinbera, almennum leigufélögum eða leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sú staðreynd vegur þungt þegar horft er til séreinkenna íslenska leigumarkaðarins sem einkennist af fjölda skammtíma leigusamninga, skorti á fyrirsjáanleika um þróun leiguverðs með tilheyrandi regluleysi og óstöðugleika á leigumarkaði. Það er því ekkert skrítið að um 72% leigjenda kjósi sér ekki slíkt óöryggi. Það styður hins vegar ekki þá niðurstöðu að best sé að setja aukinn kraft í uppbyggingu séreignarhúsnæðis og veikja leigumarkaðinn enn frekar. Rétt niðurstaða er fyrir hið opinbera að beita sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild sveitarfélaga og leigufélaga, bæði almennra og óhagnaðardrifinna á íbúðamarkaði. Stór hluti fatlaðs fólks er á leigumarkaði. Samkvæmt rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks sem unnin Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök á síðasta ári kemur fram að 56% þeirra búa í eigin húsnæði en 44% eru á leigumarkaði eða öðrum búsetuúrræðum. Við það má bæta að rúmlega þriðjungur svarenda með 75% örorkumat sem sóttu um greiðslumat til kaupa á húsnæði fékk synjun. Þetta er mun hærra hlutfall en við sjáum meðal ófatlaðra á Íslandi. Fjölbreytt framboð af aðgengilegu húsnæði á viðráðanlegu verði, bæði á leigumarkaði sem og séreignamarkaði er grundvallarþáttur í búsetuöryggi jaðarsettra hópa. Því er brýnt að skapa fjölbreyttan, heilbrigðan og öruggan leigumarkað sem er raunverulegur valkostur á íslenskum húsnæðismarkaði. Á Húsnæðisþingi voru mörg erindi flutt um stöðu og framtíð húsnæðismála, eingöngu af fulltrúum stjórnvalda og peningaaflanna. Raddir neytenda, þ.e. fólks á leigumarkaði, öryrkja og fátækra, fólks sem mun aldrei geta keypt sér íbúð í núverandi kerfi, heyrðust ekki. Hér hefði verið kjörið tækifæri að nýta Húsnæðisþingið sem umræðuvettvang um þarfir og vilja fólks á leigumarkaði með fulltrúum fólks á leigumarkaði. Við þurfum Húsnæðisþing þar sem almenningur, og þá sérstaklega þeir sem höllustum fæti standa, geta tekið virkt samtal með áhrifafólki á húsnæðismarkaði. Fræðsla og yfirferð um stöðu húsnæðismála er góðra gjalda verð, en við náum aldrei að skilja heildarmyndina og gera viðeigandi úrbætur ef við tökum ekki samtalið við fólkið sem býr í húsunum, hlustum á ábendingar þess og bregðumst við þeim. María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar