Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen skrifar 31. ágúst 2023 13:30 Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið. Íþróttaiðkun getur þó verið kostnaðarsöm. Foreldrar og forráðamenn greiða æfingagjöld auk þess sem annar kostnaður fellur til líkt og kaup á viðeigandi búnaði, keppnis- og/eða æfingaferðir til að tryggja að börn þeirra eflist áfram í þeirri íþrótt sem það kýs. Af augljósum ástæðum hafa ríkið og sveitarfélög reynt að styrkja áframhaldandi iðkun barna og ungmenna, en kostnaður fjölskyldna er þó alltaf til staðar. Öll viljum við að börn og ungmenni geti stundað sína íþrótt eða tómstund óháð efnahag eða búsetu. Íþróttaferðir um landið Staðsetning íþróttamóta barna og ungmenna dreifist um allt land. Hlutfallslega eiga þau þó flest sér stað innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta á við um flestar íþróttir hvort sem um er að ræða fótbolta, handbolta, sund, körfubolta o.s.frv. Margar þessar íþróttaferðir kosta sitt, og aðstæður fjölskyldna eru mismunandi. Þá á það sérstaklega við um fjölskyldur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem ungmenni ferðast reglulega vegna íþróttaiðkunar sinnar. Þessi kostnaður vindur oft upp á sig og getur reynst íþyngjandi. Sem dæmi kostar keppnisferð ungrar stúlku frá Akureyri til Reykjavíkur um 30.000 kr. og geta ferðirnar verið allt að 5-7 yfir keppnistímabilið, jafnvel fleiri. Rannsóknir á íþróttastarfi víða um heim hafa sýnt að íslensk lið keppa sjaldnar miðað við það sem tíðkast í öðrum löndum. Til að tryggja samkeppnishæfni á alþjóðarskala er stefna sérsambandanna nú orðin sú að fjölga leikjum og lengja keppnistímabil í samræmi við það sem tíðkast erlendis. Þetta er ánægjuleg þróun og mun efla ungmennin okkar enn frekar í sinni iðkun. Hins vegar fylgir þessu gríðarlegur kostnaður en sem dæmi hafa KSÍ og HSÍ fjölgað leikjum um allt að sjö á hverju tímabili. Frekari útvíkkun Loftbrúarinnar Með tilkomu Loftbrúarinnar var fólki sem býr á landsbyggðinni gert kleift að sækja höfuðborgarsvæðið heim á lægri fluggjöldum en ella með veitingu 40% afsláttar af fargjaldi fyrir áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Með því bættist aðgengi landsbyggðar að miðlægri þjónustu í höfuðborginni til muna. En eru fleiri tækifæri falin í Loftbrúnni? Undirrituð vill sjá úrræðið útvíkkað frekar á þann veg að Loftbrúin verði nýtt til handa íþróttafólki til að lækka þann kostnað sem felst í íþróttaferðum barna og ungmenna sem skilar sér í lægri ferða- og keppniskostnaði barnsins, fjölskyldunni í hag, ásamt styttri ferðatíma og auknu öryggi iðkenda. Þannig stuðlum við að því að fleiri geti sótt slíkar ferðir og náð frekari árangri á sínu sviði. Styrkjum jákvæð áhrif Við í Framsókn höfum ávallt talað fyrir mikilvægi þess að íþrótta- og tómstundariðkun sé aðgengileg öllum börnum og ungmennum óháð búsetu, fjárhag eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, enda er hún mikilvægur þáttur í þroska og uppvexti þeirra. Með frekari útvíkkun Loftbrúar í þágu barna og ungmenna sem ferðast um landið til að keppa höldum við áfram að styðja við það frábæra starf sem á sér stað innan íþróttafélaganna okkar. Fjárfesting í íþróttastarfi barna og ungmenna er fjárfesting í forvörnum, heilsueflingu og félagslegum þroska þeirra. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Íþróttir barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið. Íþróttaiðkun getur þó verið kostnaðarsöm. Foreldrar og forráðamenn greiða æfingagjöld auk þess sem annar kostnaður fellur til líkt og kaup á viðeigandi búnaði, keppnis- og/eða æfingaferðir til að tryggja að börn þeirra eflist áfram í þeirri íþrótt sem það kýs. Af augljósum ástæðum hafa ríkið og sveitarfélög reynt að styrkja áframhaldandi iðkun barna og ungmenna, en kostnaður fjölskyldna er þó alltaf til staðar. Öll viljum við að börn og ungmenni geti stundað sína íþrótt eða tómstund óháð efnahag eða búsetu. Íþróttaferðir um landið Staðsetning íþróttamóta barna og ungmenna dreifist um allt land. Hlutfallslega eiga þau þó flest sér stað innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta á við um flestar íþróttir hvort sem um er að ræða fótbolta, handbolta, sund, körfubolta o.s.frv. Margar þessar íþróttaferðir kosta sitt, og aðstæður fjölskyldna eru mismunandi. Þá á það sérstaklega við um fjölskyldur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem ungmenni ferðast reglulega vegna íþróttaiðkunar sinnar. Þessi kostnaður vindur oft upp á sig og getur reynst íþyngjandi. Sem dæmi kostar keppnisferð ungrar stúlku frá Akureyri til Reykjavíkur um 30.000 kr. og geta ferðirnar verið allt að 5-7 yfir keppnistímabilið, jafnvel fleiri. Rannsóknir á íþróttastarfi víða um heim hafa sýnt að íslensk lið keppa sjaldnar miðað við það sem tíðkast í öðrum löndum. Til að tryggja samkeppnishæfni á alþjóðarskala er stefna sérsambandanna nú orðin sú að fjölga leikjum og lengja keppnistímabil í samræmi við það sem tíðkast erlendis. Þetta er ánægjuleg þróun og mun efla ungmennin okkar enn frekar í sinni iðkun. Hins vegar fylgir þessu gríðarlegur kostnaður en sem dæmi hafa KSÍ og HSÍ fjölgað leikjum um allt að sjö á hverju tímabili. Frekari útvíkkun Loftbrúarinnar Með tilkomu Loftbrúarinnar var fólki sem býr á landsbyggðinni gert kleift að sækja höfuðborgarsvæðið heim á lægri fluggjöldum en ella með veitingu 40% afsláttar af fargjaldi fyrir áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Með því bættist aðgengi landsbyggðar að miðlægri þjónustu í höfuðborginni til muna. En eru fleiri tækifæri falin í Loftbrúnni? Undirrituð vill sjá úrræðið útvíkkað frekar á þann veg að Loftbrúin verði nýtt til handa íþróttafólki til að lækka þann kostnað sem felst í íþróttaferðum barna og ungmenna sem skilar sér í lægri ferða- og keppniskostnaði barnsins, fjölskyldunni í hag, ásamt styttri ferðatíma og auknu öryggi iðkenda. Þannig stuðlum við að því að fleiri geti sótt slíkar ferðir og náð frekari árangri á sínu sviði. Styrkjum jákvæð áhrif Við í Framsókn höfum ávallt talað fyrir mikilvægi þess að íþrótta- og tómstundariðkun sé aðgengileg öllum börnum og ungmennum óháð búsetu, fjárhag eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, enda er hún mikilvægur þáttur í þroska og uppvexti þeirra. Með frekari útvíkkun Loftbrúar í þágu barna og ungmenna sem ferðast um landið til að keppa höldum við áfram að styðja við það frábæra starf sem á sér stað innan íþróttafélaganna okkar. Fjárfesting í íþróttastarfi barna og ungmenna er fjárfesting í forvörnum, heilsueflingu og félagslegum þroska þeirra. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar