Sakar eiganda fasteignafélags um að reyna að kaupa greiða Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2023 09:12 Sigtún á nýja miðbæinn á Selfossi. Félagið keypti einnig Landsbankahúsið sem sést ofarlega á miðri myndinni. Vísir/Egill Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg sakar forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hefur eftir Tómasi Ellert Tómassyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins, að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ segir Tómas við Heimildina í dag. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Með fréttinni fylgir mynd sem Tómas tók af Leó við skjá sem sýnir glæru þar sem á stendur meðal annars: „Kosningabarátta skipulögð s.s. skoðanakönnun, fjölmiðlaumfjöllun, ráðgjöf og kostnaður. Sv. Árborg fellur frá kaupum“. Tómas birti mynd af glæruskjánum með grein sem birtist á Vísi í ágúst þar sem hann gagnrýndi launahækkanir æðstu stjórnenda sveitarfélagsins. Hann skýrði ekki hvað myndin sýndi eða tengsl hennar við efni greinarinnar. Glæran sem Tómas birti mynd af í skoðanagrein á Vísi í ágúst.Tómas Ellert Leó hafnaði því við Heimildina að hann hefði reynt að múta Tómasi. Hann hafi aldrei gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsir. Fram kemur í frétt Heimildarinnar að sveitarstjórnin hafi verið búin að hætta við að kaupa Landsbankahúsið daginn sem þeir Tómas og Leó funduðu en ákvöðunin hafi ekki verið gerð opinber. Leó fullyrti að hann hefði vitað af því á þessum tímapunkti. Tómas sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í morgun. Hann sagði Heimildinni að hann kysi að segja frá tilboði Leós nú til þess að vekja athygli á því hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni í íslenskum stjórnmálum. Árborg Stjórnsýsla Miðflokkurinn Landsbankinn Fasteignamarkaður Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Heimildin hefur eftir Tómasi Ellert Tómassyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins, að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ segir Tómas við Heimildina í dag. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Með fréttinni fylgir mynd sem Tómas tók af Leó við skjá sem sýnir glæru þar sem á stendur meðal annars: „Kosningabarátta skipulögð s.s. skoðanakönnun, fjölmiðlaumfjöllun, ráðgjöf og kostnaður. Sv. Árborg fellur frá kaupum“. Tómas birti mynd af glæruskjánum með grein sem birtist á Vísi í ágúst þar sem hann gagnrýndi launahækkanir æðstu stjórnenda sveitarfélagsins. Hann skýrði ekki hvað myndin sýndi eða tengsl hennar við efni greinarinnar. Glæran sem Tómas birti mynd af í skoðanagrein á Vísi í ágúst.Tómas Ellert Leó hafnaði því við Heimildina að hann hefði reynt að múta Tómasi. Hann hafi aldrei gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsir. Fram kemur í frétt Heimildarinnar að sveitarstjórnin hafi verið búin að hætta við að kaupa Landsbankahúsið daginn sem þeir Tómas og Leó funduðu en ákvöðunin hafi ekki verið gerð opinber. Leó fullyrti að hann hefði vitað af því á þessum tímapunkti. Tómas sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í morgun. Hann sagði Heimildinni að hann kysi að segja frá tilboði Leós nú til þess að vekja athygli á því hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni í íslenskum stjórnmálum.
Árborg Stjórnsýsla Miðflokkurinn Landsbankinn Fasteignamarkaður Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira