Símafrí í september Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir skrifa 3. september 2023 08:00 Árið er 2016 og við erum stödd í fermingarveislu. Fermingarbarnið brosir breitt við kökuborðið og húsið er þétt setið gestum. Ömmur ræða hvað börnin hafa stækkað, afar segja sögur úr veiði síðasta sumars, og vinir og ættingjar gúffa í sig veitingar í háum kliðnum sem myndast við skjall og hlátur. Það er hins vegar þögn í unglingaherberginu. Þar sitja nokkrar hræður límdar við símaskjáinn. Allir mættir - en samt ekki á staðnum. Við ferðumst til dagsins í dag og sjáum að staðan í unglingaherberginu hefur víða dreift sér og jafnvel margfaldast. Sumarbústaðarferðir, matarboð og kósýkvöld fela oft í sér nýja tegund samveru við eitthvað, eða einhvern, sem er annars staðar. Dýnamík breytist þegar hluti hóps hverfur á braut í skjáinn, en er samt með manni í sófanum, og hvatinn til að sogast inn í „skroll“ virðist toga fastar í fólk. Á sama tíma er vinnan hjá mörgum mætt í símann sem og óþrjótandi upplýsingapóstar úr skólum og áhugamálum sem bæta við andlega fjarveru og hafa áhrif gæðastundir heimila og hópa. Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd. Í gegnum símann höfum við aðgengi að hafsjó upplýsinga á ljóshraða og getum deilt hugmyndum og skoðunum. Svo er síminn tryggur þjónn þegar kemur að því að rata um borgir og bæi, versla vörur á hagstæðu verði og finna næsta „best reitaða“ skyndibitann. Já snjallsíminn einfaldar lífið og er oftast með okkur í liði, en viljum við hafa hann í fyrsta sæti alltaf þegar kemur að tíma okkar og samveru? Tekur hann stundum of mikið pláss? Við fengum þessum spurningum svarað í Þjóðarpúls Gallup nú í sumar þar sem sjá má hvað fólki almennt finnst. Niðurstöðurnar sýna að helmingur landsmanna telur sig verja of miklum tíma í síma, eða öðrum snjalltækjum, og myndi gjarnan vilja draga úr notkun sinni. Hlutfallið fer upp í 65% þegar horft er til aldurshópsins 30-60 ára. En er okkur sama hversu mikið fólkið, sem við verjum tíma með, notar tækin? Niðurstöður benda einmitt til að svo sé alls ekki en helmingur landsmanna á aldrinum 30-60 ára finnst maki sinn vera of mikið í símanum/snjalltækjum og vill að makinn dragi úr notkun sinni. Þá telja 80% foreldra barna á aldrinum 10-14 ára barnið verja of miklum tíma í síma/snjalltækjum og myndu vilja minnka notkunina. Við sjáum á þessum háu tölum að umræðurnar undanfarið um síma og skóla teygja anga sína víðar. Það gefur færi á að hugsa betur fyrir haustið hvernig við högum samvist við tækin í amstri hversdagsins og gæðastundum helganna. Eru matmálstímar símafríir, sunnudagsbrönsinn eða spilakvöldið? Litlar breytingar sem þessar velta oft þungu hlassi. Sem sérstakt áhugafólk um skemmtilega og skapandi samveru skorum við á landann að nýta upphaf haustsins með okkur til að skapa góðar venjur varðandi símanotkun, alveg eins og við setjum okkur gjarnan markmið í hreyfingu, leik og starfi. Tökum meðvituð símafrí í september og njótum samveru og samtala sem best. Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Halla Hrund Logadóttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Árið er 2016 og við erum stödd í fermingarveislu. Fermingarbarnið brosir breitt við kökuborðið og húsið er þétt setið gestum. Ömmur ræða hvað börnin hafa stækkað, afar segja sögur úr veiði síðasta sumars, og vinir og ættingjar gúffa í sig veitingar í háum kliðnum sem myndast við skjall og hlátur. Það er hins vegar þögn í unglingaherberginu. Þar sitja nokkrar hræður límdar við símaskjáinn. Allir mættir - en samt ekki á staðnum. Við ferðumst til dagsins í dag og sjáum að staðan í unglingaherberginu hefur víða dreift sér og jafnvel margfaldast. Sumarbústaðarferðir, matarboð og kósýkvöld fela oft í sér nýja tegund samveru við eitthvað, eða einhvern, sem er annars staðar. Dýnamík breytist þegar hluti hóps hverfur á braut í skjáinn, en er samt með manni í sófanum, og hvatinn til að sogast inn í „skroll“ virðist toga fastar í fólk. Á sama tíma er vinnan hjá mörgum mætt í símann sem og óþrjótandi upplýsingapóstar úr skólum og áhugamálum sem bæta við andlega fjarveru og hafa áhrif gæðastundir heimila og hópa. Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd. Í gegnum símann höfum við aðgengi að hafsjó upplýsinga á ljóshraða og getum deilt hugmyndum og skoðunum. Svo er síminn tryggur þjónn þegar kemur að því að rata um borgir og bæi, versla vörur á hagstæðu verði og finna næsta „best reitaða“ skyndibitann. Já snjallsíminn einfaldar lífið og er oftast með okkur í liði, en viljum við hafa hann í fyrsta sæti alltaf þegar kemur að tíma okkar og samveru? Tekur hann stundum of mikið pláss? Við fengum þessum spurningum svarað í Þjóðarpúls Gallup nú í sumar þar sem sjá má hvað fólki almennt finnst. Niðurstöðurnar sýna að helmingur landsmanna telur sig verja of miklum tíma í síma, eða öðrum snjalltækjum, og myndi gjarnan vilja draga úr notkun sinni. Hlutfallið fer upp í 65% þegar horft er til aldurshópsins 30-60 ára. En er okkur sama hversu mikið fólkið, sem við verjum tíma með, notar tækin? Niðurstöður benda einmitt til að svo sé alls ekki en helmingur landsmanna á aldrinum 30-60 ára finnst maki sinn vera of mikið í símanum/snjalltækjum og vill að makinn dragi úr notkun sinni. Þá telja 80% foreldra barna á aldrinum 10-14 ára barnið verja of miklum tíma í síma/snjalltækjum og myndu vilja minnka notkunina. Við sjáum á þessum háu tölum að umræðurnar undanfarið um síma og skóla teygja anga sína víðar. Það gefur færi á að hugsa betur fyrir haustið hvernig við högum samvist við tækin í amstri hversdagsins og gæðastundum helganna. Eru matmálstímar símafríir, sunnudagsbrönsinn eða spilakvöldið? Litlar breytingar sem þessar velta oft þungu hlassi. Sem sérstakt áhugafólk um skemmtilega og skapandi samveru skorum við á landann að nýta upphaf haustsins með okkur til að skapa góðar venjur varðandi símanotkun, alveg eins og við setjum okkur gjarnan markmið í hreyfingu, leik og starfi. Tökum meðvituð símafrí í september og njótum samveru og samtala sem best. Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar