Var látinn þegar náðist til hans Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2023 08:17 Gangnamaður sem slasaðist í Eyjafirði í gær var látinn þegar björgunarsveitarfólk komst að honum hátt í hlíðum Hagárdals, inn í Eyjafirði. Erfiðlega gekk að komast til mannsins og var ekki hægt að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna sviptivinda. Þegar fólkið náði til mannsins tók við flókin björgunaraðgerð þar sem færa þurfti manninn um fimm hundruð metra niður mjög bratta hlíð og flytja hann tæplega þrjá kílómetra niður dalinn. Sjá einnig: Slasaður í brattri hlíð og þyrlan komst ekki að Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra lauk aðgerðum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Útkallið barst upprunalega klukkan þrjú. Eins og við greindum frá í gær þá voru viðbragðsaðilar í Eyjafirði kallaðir út um kl. 15:00 vegna aðila sem hafði verið í smalamennsku innarlega í Eyjafirði og slasast. Var þetta hátt upp í hlíðum Hagárdals að norðanverðu. Mjög erfiðlega gekk að komast til mannsins og þá var ekki hægt að notast við þyrlu LHG, sem kominn var norður, vegna misvinda í dalnum og mikils uppstreymis. Þegar viðbragðsaðilar komust til hans var hann látinn. Tók þá við flókin fjallabjörgunaraðgerð þar sem færa þurfti manninn niður eina 500 metra í mjög brattri hlíð og bera hann síðan tæplega 3 km niður dalinn að flutningstæki sem þar var. Þegar á leið verkefnið var óskað liðsinnis björgunarsveita úr Skagafirði og Þingeyjarsýslu og mættu hópar frá þeim og lögðu verkefninu liðsinni sitt. Aðgerðum í Hagárdal lauk um upp úr kl. 23:00 í gærkveldi. Þökkum við öllum viðbragðsaðilum sem komu að verkefni þessu, sem var mjög krefjandi, kærlega fyrir þeirra aðstoð. Um tildrög atviksins er ekki frekar vitað og er rannsókn í höndum lögreglu. Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þegar fólkið náði til mannsins tók við flókin björgunaraðgerð þar sem færa þurfti manninn um fimm hundruð metra niður mjög bratta hlíð og flytja hann tæplega þrjá kílómetra niður dalinn. Sjá einnig: Slasaður í brattri hlíð og þyrlan komst ekki að Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra lauk aðgerðum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Útkallið barst upprunalega klukkan þrjú. Eins og við greindum frá í gær þá voru viðbragðsaðilar í Eyjafirði kallaðir út um kl. 15:00 vegna aðila sem hafði verið í smalamennsku innarlega í Eyjafirði og slasast. Var þetta hátt upp í hlíðum Hagárdals að norðanverðu. Mjög erfiðlega gekk að komast til mannsins og þá var ekki hægt að notast við þyrlu LHG, sem kominn var norður, vegna misvinda í dalnum og mikils uppstreymis. Þegar viðbragðsaðilar komust til hans var hann látinn. Tók þá við flókin fjallabjörgunaraðgerð þar sem færa þurfti manninn niður eina 500 metra í mjög brattri hlíð og bera hann síðan tæplega 3 km niður dalinn að flutningstæki sem þar var. Þegar á leið verkefnið var óskað liðsinnis björgunarsveita úr Skagafirði og Þingeyjarsýslu og mættu hópar frá þeim og lögðu verkefninu liðsinni sitt. Aðgerðum í Hagárdal lauk um upp úr kl. 23:00 í gærkveldi. Þökkum við öllum viðbragðsaðilum sem komu að verkefni þessu, sem var mjög krefjandi, kærlega fyrir þeirra aðstoð. Um tildrög atviksins er ekki frekar vitað og er rannsókn í höndum lögreglu.
Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira