Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 10:15 Carlos Galera vakti athygli á stórhættulegu athæfi kvennanna inn á hópnum „Stupid things people do in Iceland“. Carlos Mondragón Galera Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðustu sex ár. Ferðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir sterkum hafstraumum og fréttir berast reglulega af stórhættulegum uppátækjum. Í gær birti Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company myndir á Facebook hópnum „Stupid things people do in Iceland“, eða „heimskulegir hlutir sem fólk gerir á Íslandi“. Á myndunum sést hópur fólks í flæðamálinu með kraftmiklar öldur rétt fyrir aftan sig. Ein úr hópnum er eldri kona með göngugrind. Eins og sést voru aðstæður í Reynisfjöru hættulegar í gær eins og oft áður.Carlos Mondragón Galera Segir upplýsingamiðlun of flókna Þórarinn Böðvar Leifsson, leiðsögumaður, segir í samtali við Vísi að viðvörunarkerfi á svæðinu sé ekki að virka sem skyldi og að ferðamenn geri sér margir hverjir ekki grein fyrir hættunni. Þetta upplýsingakerfi er ekki að virka á neinn hátt. Ég hef mjög oft séð það, upplýsingamiðlun er of flókin. Það er alltaf gult ljós sama hvernig aðstæður eru. Hann segist oft hafa verið á svæðinu með hóp fólks sem skilur ekki leiðbeiningarnar því þær eru ekki á tungumáli sem þau skilji og nefnir til dæmis að engar leiðbeiningar séu á frönsku. Okkar að leysa þessi mál Þórarinn er ekki hneykslaður á athæfi ferðamannana í gær. „Við getum ekki gengið út frá því að fólk sé hálfvitar, við lifum á þessu fólki. Það þarf að passa fordóma gagnvart fólki til dæmis frá Asíu sem kemur úr allt öðru umhverfi. Það er okkar að leysa þessi mál.“ Lausnina telur Þórarinn felast í að ráða verði á staðinn. „Ég vill bara hafa einn brjálaðan vörð á vakt, skil ekki af hverju við getum ekki fjárfest í einum baywatch. Mér finnst til skammar að við tímum ekki að ráða tvo verði á sólarhring miðað við alla peningana sem við fáum frá þessu fólki.“ Í samtali við Dv segist Carlos hafa gefist upp á því að reyna að aðvara fólk. Það hunsi viðvaranir hans og segi honum að skipta sér ekki af. Þórarinn segist skilja Carlos vel. „Ég hef ekki fengið dónaleg viðbrögð. En ég skil hann vel þegar hann talar um þessa uppgjöf. Það er ákveðin þreyta og uppgjöf hjá leiðsögumönnum. Ég vill að við geru kröfu um vöktun. Mér finnst við skulda fólki það.“ Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Eldri borgarar Slysavarnir Tengdar fréttir Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðustu sex ár. Ferðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir sterkum hafstraumum og fréttir berast reglulega af stórhættulegum uppátækjum. Í gær birti Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company myndir á Facebook hópnum „Stupid things people do in Iceland“, eða „heimskulegir hlutir sem fólk gerir á Íslandi“. Á myndunum sést hópur fólks í flæðamálinu með kraftmiklar öldur rétt fyrir aftan sig. Ein úr hópnum er eldri kona með göngugrind. Eins og sést voru aðstæður í Reynisfjöru hættulegar í gær eins og oft áður.Carlos Mondragón Galera Segir upplýsingamiðlun of flókna Þórarinn Böðvar Leifsson, leiðsögumaður, segir í samtali við Vísi að viðvörunarkerfi á svæðinu sé ekki að virka sem skyldi og að ferðamenn geri sér margir hverjir ekki grein fyrir hættunni. Þetta upplýsingakerfi er ekki að virka á neinn hátt. Ég hef mjög oft séð það, upplýsingamiðlun er of flókin. Það er alltaf gult ljós sama hvernig aðstæður eru. Hann segist oft hafa verið á svæðinu með hóp fólks sem skilur ekki leiðbeiningarnar því þær eru ekki á tungumáli sem þau skilji og nefnir til dæmis að engar leiðbeiningar séu á frönsku. Okkar að leysa þessi mál Þórarinn er ekki hneykslaður á athæfi ferðamannana í gær. „Við getum ekki gengið út frá því að fólk sé hálfvitar, við lifum á þessu fólki. Það þarf að passa fordóma gagnvart fólki til dæmis frá Asíu sem kemur úr allt öðru umhverfi. Það er okkar að leysa þessi mál.“ Lausnina telur Þórarinn felast í að ráða verði á staðinn. „Ég vill bara hafa einn brjálaðan vörð á vakt, skil ekki af hverju við getum ekki fjárfest í einum baywatch. Mér finnst til skammar að við tímum ekki að ráða tvo verði á sólarhring miðað við alla peningana sem við fáum frá þessu fólki.“ Í samtali við Dv segist Carlos hafa gefist upp á því að reyna að aðvara fólk. Það hunsi viðvaranir hans og segi honum að skipta sér ekki af. Þórarinn segist skilja Carlos vel. „Ég hef ekki fengið dónaleg viðbrögð. En ég skil hann vel þegar hann talar um þessa uppgjöf. Það er ákveðin þreyta og uppgjöf hjá leiðsögumönnum. Ég vill að við geru kröfu um vöktun. Mér finnst við skulda fólki það.“
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Eldri borgarar Slysavarnir Tengdar fréttir Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00