„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. september 2023 12:09 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. Vísir/Egill Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina Sautján ára piltur og móðir hans stigu fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær og gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt. Drengurinn, sem er dökkur á hörund, fór ásamt vini sínum á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ og voru þeir ný mættir að sögn drengsins þegar hópur lögreglumanna veittist að honum á harkalegan hátt. Lögreglan hafi gengið á hann og spurt hvort hann væri með efni eða vopn á sér, beint honum upp að vegg og látið hund leita á honum. Á meðan hafi vinur hans sem er hvítur staðið afskiptalaus fyrir aftan. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp og sérstaklega í tengslum við Ljósanótt sem að öðru leyti tókst mjög vel. Þetta er kannski svartur blettur á Ljósanóttinni. Mér þykir þetta leitt og sorglegt að viðkomandi skyldi þurfa lenda í þessu og fjölskylda hans og bara sýni þeim fullan stuðning,“ segir Kjartan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í fréttum okkar í gær að málið væri litið alvarlegum augum og að vinnubrögð lögreglu yrðu rannsökuð. Málið hefur vakið upp mikil viðbrögð og segja margir það ekki einsdæmi á Suðurnesjum. Kjartan segist ekki hafa heyrt um mörg sambærileg dæmi. „Með því er ég ekki að segja að þau hafi ekki átt sér stað en ég hef ekki fengið upplýsingar eða kvartanir sjálfur beint vegna þess nei.“ Hann bíði nú niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu vegna málsins og vonar að mál að þessu tagi endurtaki sig ekki. Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Ljósanótt Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sautján ára piltur og móðir hans stigu fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær og gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt. Drengurinn, sem er dökkur á hörund, fór ásamt vini sínum á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ og voru þeir ný mættir að sögn drengsins þegar hópur lögreglumanna veittist að honum á harkalegan hátt. Lögreglan hafi gengið á hann og spurt hvort hann væri með efni eða vopn á sér, beint honum upp að vegg og látið hund leita á honum. Á meðan hafi vinur hans sem er hvítur staðið afskiptalaus fyrir aftan. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp og sérstaklega í tengslum við Ljósanótt sem að öðru leyti tókst mjög vel. Þetta er kannski svartur blettur á Ljósanóttinni. Mér þykir þetta leitt og sorglegt að viðkomandi skyldi þurfa lenda í þessu og fjölskylda hans og bara sýni þeim fullan stuðning,“ segir Kjartan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í fréttum okkar í gær að málið væri litið alvarlegum augum og að vinnubrögð lögreglu yrðu rannsökuð. Málið hefur vakið upp mikil viðbrögð og segja margir það ekki einsdæmi á Suðurnesjum. Kjartan segist ekki hafa heyrt um mörg sambærileg dæmi. „Með því er ég ekki að segja að þau hafi ekki átt sér stað en ég hef ekki fengið upplýsingar eða kvartanir sjálfur beint vegna þess nei.“ Hann bíði nú niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu vegna málsins og vonar að mál að þessu tagi endurtaki sig ekki.
Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Ljósanótt Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03