Verður fyrsta lota Borgarlínunnar banabiti hennar eða loka áfangi? Hilmar Þór Björnsson skrifar 5. september 2023 13:00 Frá fyrstu tíð hef ég verið 100% sammála því að rétt sé að ráðast í lagningu Borgarlínunnar sem fyrst. Þegar AR2010-2030 var gefið út fagnaði ég því vegna þess að þar var Borgarlínan og samgönguásinn lykilatriði sem batt höfuðborgina saman í línulega heild. Ég sá fyrir mér að línan yrði austur og vestur á Nesinu frá Eiðistorgi, framhjá HÍ um Miðbæ Reykjavíkur og inn Suðurlandsbraut að Keldum, þar sem nýr Landspítain hefði átt að rísa. Þannig samgönguás með Borgarlínu sem væri studd með öflugu strætó- göngu- og hjólastígakerfi og væri viðurkenning í verki á þeirri þróun sem átt sér stað í borgarskipulaginu siðastliðna öld. Þetta er auðveld framkvæmd sem mundi strax þjóna miklum fjölda fólks væri sjálfbær og vistvæn og hefði getað verið komið í gagnið í dag. Í framhaldinu yrði svo höfuðborgarsvæðið bundið saman með sama hætti með öðrum áfanga Borgarlínunnar sem gengi frá Borgartúni um Kringlumýrarbraut og framhjá Kringlunni, Borgarsjúkrahúsinu, 1400 metra hjóla- eða göngutúr um fallegt svæði til HR, í gegnum miðbæ Kópavogs og Garðabæjar og alla leið suður í Hafnarfjörð. Þessir tveir áfangar mynda heildstæða lausn Borgarlínukerfis alls höfuðborgarsvæðisins sem gæti staðið ein og sér og líklega þyrfti ekki meiri BL í langan tíma. Samgönguás sem gengi frá Borgrtúni eftir Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg er líka í samræmi við sögulega þróun höfuðborgarsvæðisins til suðurs frá stríðsárum. Þessar línur væri hægt reka með hagkvæmum hætti með góðri tíðni, 100 % í sérrými án málamiðlanna og forgang á umferðaljósum og snjallvæðingu umferðaljósa almennt. Þarna yrði skýr og augljós munur á strætókerfinu og Borgarlínunni. Þessi lausn yrði líklega vel tekið og af borgurunum og hvati til áframhaldandi þróun kerfisins upp í Mosfellsveit og víðar þegar fram líða stundir og ef þörf verður á. Í núverandi áætlun er svo ruglingsleg og óskýr að fáir skilja hana og er óhemju dýr. Rekstrarkostnaður liggur ekki fyrir. Ekki eru skýr mörk milli strætó og Borgarlínu. Borgarlínan er að verulegum hluta ætlað að ganga í blandaðri umferð samkvæmt áætlunum. Þessi fyrsta lota er svo illa rökstudd að líklegt er að hún verði banabiti allrar áætlunarinar, haldi menn fram sem horfir. Þetta segi ég vegna þess að í fyrstu lotu er kostnaður hvað mestur og hann þjónar ekki nægjanlega mörgum og er ekki heildstæð, heldur ófullburða áfangi. Ekki er ólíklegt að fyrsta lota kosti jafnmikið eða meira en sú hugmynd sem ég mæli hér með. Gert er ráð fyrir að fyrsta lota Borgarlínu verði um óbyggt svæði undir Öskjuhlíð, yfir rándýra Fossvogsbrú og í gegn um þrönga íbúðargötu í fullbyggðu, rótgrónu íbúðarhverfi, Borgarholtsbraut, að Hamraborg. Ég átta mig ekki á af hverju maður vill kosta svona miklu til þess að koma fólki Í Hamraborg. Hvað er svona mikilvægt þar og af hverju á Hamraborg að vera endastöð? Ef áætlanir Aðalskipulags Reykjavíkur ganga eftir og þjónusta, verslun, menntun og atvinnutækifæri verði dreift um borgarhlutana og inn í ibúðahverfin þá munu öflugir hverfiskjarnar myndast. Flest verður í göngufæri og ferðum með einkabíl mun fækka verulega. Það veit engin hvað framtiðin ber í skauti sér og því er óabyrgt að byrja á plani sem engin veit hvað kostar að reka og hvorki eru fjármunir né almenn sannfæring eða sátt um. Það er líklegt að í framtíðinni verði kynntar nýjar lausnir eins og sjálfkeyrandi deilibílar með 10-15 manns sem safar með hjálpsnjallsíma, farþegum saman sem eru á svipaðri leið og skapar þá samgöngunet í stað línu. Það þarf að endurskoða Samgöngusáttmálann og gera á honum róttækar breytingar, Höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínunni og almenningssamgöngum til heilla. Höfundur er arkitekt FAÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Björnsson Samgöngur Seltjarnarnes Reykjavík Borgarlína Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Frá fyrstu tíð hef ég verið 100% sammála því að rétt sé að ráðast í lagningu Borgarlínunnar sem fyrst. Þegar AR2010-2030 var gefið út fagnaði ég því vegna þess að þar var Borgarlínan og samgönguásinn lykilatriði sem batt höfuðborgina saman í línulega heild. Ég sá fyrir mér að línan yrði austur og vestur á Nesinu frá Eiðistorgi, framhjá HÍ um Miðbæ Reykjavíkur og inn Suðurlandsbraut að Keldum, þar sem nýr Landspítain hefði átt að rísa. Þannig samgönguás með Borgarlínu sem væri studd með öflugu strætó- göngu- og hjólastígakerfi og væri viðurkenning í verki á þeirri þróun sem átt sér stað í borgarskipulaginu siðastliðna öld. Þetta er auðveld framkvæmd sem mundi strax þjóna miklum fjölda fólks væri sjálfbær og vistvæn og hefði getað verið komið í gagnið í dag. Í framhaldinu yrði svo höfuðborgarsvæðið bundið saman með sama hætti með öðrum áfanga Borgarlínunnar sem gengi frá Borgartúni um Kringlumýrarbraut og framhjá Kringlunni, Borgarsjúkrahúsinu, 1400 metra hjóla- eða göngutúr um fallegt svæði til HR, í gegnum miðbæ Kópavogs og Garðabæjar og alla leið suður í Hafnarfjörð. Þessir tveir áfangar mynda heildstæða lausn Borgarlínukerfis alls höfuðborgarsvæðisins sem gæti staðið ein og sér og líklega þyrfti ekki meiri BL í langan tíma. Samgönguás sem gengi frá Borgrtúni eftir Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg er líka í samræmi við sögulega þróun höfuðborgarsvæðisins til suðurs frá stríðsárum. Þessar línur væri hægt reka með hagkvæmum hætti með góðri tíðni, 100 % í sérrými án málamiðlanna og forgang á umferðaljósum og snjallvæðingu umferðaljósa almennt. Þarna yrði skýr og augljós munur á strætókerfinu og Borgarlínunni. Þessi lausn yrði líklega vel tekið og af borgurunum og hvati til áframhaldandi þróun kerfisins upp í Mosfellsveit og víðar þegar fram líða stundir og ef þörf verður á. Í núverandi áætlun er svo ruglingsleg og óskýr að fáir skilja hana og er óhemju dýr. Rekstrarkostnaður liggur ekki fyrir. Ekki eru skýr mörk milli strætó og Borgarlínu. Borgarlínan er að verulegum hluta ætlað að ganga í blandaðri umferð samkvæmt áætlunum. Þessi fyrsta lota er svo illa rökstudd að líklegt er að hún verði banabiti allrar áætlunarinar, haldi menn fram sem horfir. Þetta segi ég vegna þess að í fyrstu lotu er kostnaður hvað mestur og hann þjónar ekki nægjanlega mörgum og er ekki heildstæð, heldur ófullburða áfangi. Ekki er ólíklegt að fyrsta lota kosti jafnmikið eða meira en sú hugmynd sem ég mæli hér með. Gert er ráð fyrir að fyrsta lota Borgarlínu verði um óbyggt svæði undir Öskjuhlíð, yfir rándýra Fossvogsbrú og í gegn um þrönga íbúðargötu í fullbyggðu, rótgrónu íbúðarhverfi, Borgarholtsbraut, að Hamraborg. Ég átta mig ekki á af hverju maður vill kosta svona miklu til þess að koma fólki Í Hamraborg. Hvað er svona mikilvægt þar og af hverju á Hamraborg að vera endastöð? Ef áætlanir Aðalskipulags Reykjavíkur ganga eftir og þjónusta, verslun, menntun og atvinnutækifæri verði dreift um borgarhlutana og inn í ibúðahverfin þá munu öflugir hverfiskjarnar myndast. Flest verður í göngufæri og ferðum með einkabíl mun fækka verulega. Það veit engin hvað framtiðin ber í skauti sér og því er óabyrgt að byrja á plani sem engin veit hvað kostar að reka og hvorki eru fjármunir né almenn sannfæring eða sátt um. Það er líklegt að í framtíðinni verði kynntar nýjar lausnir eins og sjálfkeyrandi deilibílar með 10-15 manns sem safar með hjálpsnjallsíma, farþegum saman sem eru á svipaðri leið og skapar þá samgöngunet í stað línu. Það þarf að endurskoða Samgöngusáttmálann og gera á honum róttækar breytingar, Höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínunni og almenningssamgöngum til heilla. Höfundur er arkitekt FAÍ.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar