„Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. september 2023 10:00 Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, býr um 200 km frá landamærum Rússlands en segir eitthvað heimilislegt við það að í Eistlandi þekki allir alla og að þar minni margt á Ísland. Hér er Þórir að fara með Chinook þyrlu á Ämari herflugvellinum í Eistlandi. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjaraklukkan er stillt á hálf sjö en ég vakna eiginlega alltaf um sex leytið. Fyrstu mínúturnar reyni ég að ná viðbótarkríu en það hefur enn ekki gengið upp, eftir daglegar tilraunir síðustu áratugi, og á endanum viðurkenni ég ósigur og fer á fætur.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir eru í raun afkastamestu vinnustundirnar. Ég byrja að kanna hvað sé að gerast almennt í veröldinni þessar mínútur áður en vekjaraklukkan fer í gang og með morgunmatnum fer ég gjarnan yfir fréttir og greinar frá Eistlandi og löndunum í kring. Ég næ líka Morgunblaðinu, Vísi og RÚV til að detta ekki alveg úr sambandi við heimahagana. Hluti af mínu starfi er að vita um það helsta sem er að gerast hér á svæðinu, með áherslu á allt sem getur haft áhrif á hersveitir bandalagsins í Eistlandi. Tallinn, þar sem ég bý, er í um tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá rússnesku landamærunum þannig að allt sem gerist fyrir austan okkur getur haft töluverð áhrif hér. Ég þarf hins vegar að setja mig í sérstakar stellingar áður en ég lít á rússnesku miðlana og renni yfir áróðurinn og falsfréttirnar sem þar birtast.“ Er eitthvað sem þú ert vanur að gera í daglegu lífi sem annað fólk myndi telja frekar óvenjulegan vana? Ég hef frá því ég man eftir mér haft það sem má kannski kalla fréttagræðgi. Ég háma í mig fréttir og greinar eins og sykurfíkill sælgæti. Mér telst til að ég hafi ferðast til yfir hundrað landa, og átt heima í nokkrum þeirra, og hvar sem ég er þá leita ég í staðarmiðlana, á pappír á árum áður og nú á netinu. Mér telst til að ég lesi, eða að minnsta kosti renni yfir, um það bil eitt hundrað fréttir, iðulega fyrir klukkan tíu að morgni. Með helstu heimilisútgjöldum eru áskriftir að fleiri miðlum en mig langar að telja. Ég er áskrifandi að þremur eistneskum fjölmiðlum og hin dásamlega þýðingarvél Google opnar þá fyrir mér þannig að eistneski textinn birtist mér á ensku. Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu. Hér þekkja allir alla og ef ég nefni að ég hafi hitt einhvern þá er eins líklegt að viðmælandinn hafi verið með honum í skóla eða hann hafi unnið með systur hans. Mjög heimilislegt.“ Þórir viðurkennir að það sé ekkert endilega gott fyrir geðheilsuna að fylgjast með falsfréttum frá Rússlandi en það þarf hann þó að gera starfs síns vegna. Hér er Þórir á tónleikum til styrktar særðum hermönnum og fjölskyldum fallinna hermanna í Eistlandi. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég hef verið beðinn að skrifa grein um veru fjölþjóðasveita NATO hér í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi, sem komu hingað eftir upphaflegu innrás Rússa í Úkraínu 2014. Ég er að hugsa um að gera það með því ræða við ráðamenn hér sem tóku á móti fyrstu sveitunum fyrir um það bil sex árum, tala við hermenn sem eru í þessum sveitum nú og kynna mér störf almennra hermanna betur en ég hef gert hingað til. Þannig að framundan eru dagar á æfingasvæðum hersins í Tapa. Það er í raun merkilegt að á þessum árum hafa líklega um tólf þúsund NATO hermenn verið hér við æfingar á þessum tíma. Eftir hina andstyggilegu allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu 2022 þá hafa Eystrasaltsríkin og bandlagið allt, einsett sér að efla heraflann hér á landamærasvæðunum verulega í því skyni að koma í veg fyrir að rússneskir ráðamenn fari nokkurn tíma að renna hýru auga hér vestur yfir. Rúmlega þrjátíu árum eftir að Sovétríkin leystust í sundur og 80 árum eftir síðari heimsstyrjöld þá er landvinningastríð í Evrópu raunveruleiki og vestrænar þjóðir verða að búast til varnar til að koma í veg fyrir enn víðtækara stríð. Fyrir utan ýmis skrif þá reyni ég að fylgjast með þeirri upplýsingaóreiðu sem Rússar standa fyrir gagnvart NATO löndunum í Austur Evrópu og virðist hafa það helsta hlutverk að róta í hugum fólks með falsfréttum, misvísandi upplýsingum og stundum hreinu bulli. Sem ráðgjafi fjölþjóðasveitarinnar í Eistlandi um upplýsingamál þá er nauðsynlegt að fylgjast með fréttum rússneskra miðla þó að það sé ekki endilega gott fyrir geðheilsuna.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er svo óskipulagður að upplagi að ég hef neyðst til að skipuleggja mig. Ég er með dagatal á skrifborðinu sem sýnir yfirstandandi mánuð. Ef ég skrifaði ekki niður með stóru letri tímasetningar á fundum þá myndi ég að öllum líkindum missa af þeim. Síðan kann ég ágætlega að setja mér markmið og get orðið mjög ósáttur við sjálfan mig ef ég næ þeim ekki á tilsettum tíma.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Talandi um að ná markmiðum, þá hef ég stillt símann þannig að hann reynir að senda mig í svefn átta tímum áður en fuglahljóðið sem hann vekur mig með fer að heyrast. Það er klukkan hálf ellefu. En við Adda Steina, konan mín, höfum komið okkur upp þeirri hefð að horfa á sakamálaþætti á kvöldin og ég man ekki eftir að síminn hafi komið mér oft í háttinn á réttum tíma. Sem sýnir auðvitað að maðurinn hefur enn vald yfir vélunum hvað sem gervigreindinni líður.“ Kaffispjallið NATO Eistland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00 Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00 Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00 Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55 Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjaraklukkan er stillt á hálf sjö en ég vakna eiginlega alltaf um sex leytið. Fyrstu mínúturnar reyni ég að ná viðbótarkríu en það hefur enn ekki gengið upp, eftir daglegar tilraunir síðustu áratugi, og á endanum viðurkenni ég ósigur og fer á fætur.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir eru í raun afkastamestu vinnustundirnar. Ég byrja að kanna hvað sé að gerast almennt í veröldinni þessar mínútur áður en vekjaraklukkan fer í gang og með morgunmatnum fer ég gjarnan yfir fréttir og greinar frá Eistlandi og löndunum í kring. Ég næ líka Morgunblaðinu, Vísi og RÚV til að detta ekki alveg úr sambandi við heimahagana. Hluti af mínu starfi er að vita um það helsta sem er að gerast hér á svæðinu, með áherslu á allt sem getur haft áhrif á hersveitir bandalagsins í Eistlandi. Tallinn, þar sem ég bý, er í um tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá rússnesku landamærunum þannig að allt sem gerist fyrir austan okkur getur haft töluverð áhrif hér. Ég þarf hins vegar að setja mig í sérstakar stellingar áður en ég lít á rússnesku miðlana og renni yfir áróðurinn og falsfréttirnar sem þar birtast.“ Er eitthvað sem þú ert vanur að gera í daglegu lífi sem annað fólk myndi telja frekar óvenjulegan vana? Ég hef frá því ég man eftir mér haft það sem má kannski kalla fréttagræðgi. Ég háma í mig fréttir og greinar eins og sykurfíkill sælgæti. Mér telst til að ég hafi ferðast til yfir hundrað landa, og átt heima í nokkrum þeirra, og hvar sem ég er þá leita ég í staðarmiðlana, á pappír á árum áður og nú á netinu. Mér telst til að ég lesi, eða að minnsta kosti renni yfir, um það bil eitt hundrað fréttir, iðulega fyrir klukkan tíu að morgni. Með helstu heimilisútgjöldum eru áskriftir að fleiri miðlum en mig langar að telja. Ég er áskrifandi að þremur eistneskum fjölmiðlum og hin dásamlega þýðingarvél Google opnar þá fyrir mér þannig að eistneski textinn birtist mér á ensku. Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu. Hér þekkja allir alla og ef ég nefni að ég hafi hitt einhvern þá er eins líklegt að viðmælandinn hafi verið með honum í skóla eða hann hafi unnið með systur hans. Mjög heimilislegt.“ Þórir viðurkennir að það sé ekkert endilega gott fyrir geðheilsuna að fylgjast með falsfréttum frá Rússlandi en það þarf hann þó að gera starfs síns vegna. Hér er Þórir á tónleikum til styrktar særðum hermönnum og fjölskyldum fallinna hermanna í Eistlandi. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég hef verið beðinn að skrifa grein um veru fjölþjóðasveita NATO hér í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi, sem komu hingað eftir upphaflegu innrás Rússa í Úkraínu 2014. Ég er að hugsa um að gera það með því ræða við ráðamenn hér sem tóku á móti fyrstu sveitunum fyrir um það bil sex árum, tala við hermenn sem eru í þessum sveitum nú og kynna mér störf almennra hermanna betur en ég hef gert hingað til. Þannig að framundan eru dagar á æfingasvæðum hersins í Tapa. Það er í raun merkilegt að á þessum árum hafa líklega um tólf þúsund NATO hermenn verið hér við æfingar á þessum tíma. Eftir hina andstyggilegu allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu 2022 þá hafa Eystrasaltsríkin og bandlagið allt, einsett sér að efla heraflann hér á landamærasvæðunum verulega í því skyni að koma í veg fyrir að rússneskir ráðamenn fari nokkurn tíma að renna hýru auga hér vestur yfir. Rúmlega þrjátíu árum eftir að Sovétríkin leystust í sundur og 80 árum eftir síðari heimsstyrjöld þá er landvinningastríð í Evrópu raunveruleiki og vestrænar þjóðir verða að búast til varnar til að koma í veg fyrir enn víðtækara stríð. Fyrir utan ýmis skrif þá reyni ég að fylgjast með þeirri upplýsingaóreiðu sem Rússar standa fyrir gagnvart NATO löndunum í Austur Evrópu og virðist hafa það helsta hlutverk að róta í hugum fólks með falsfréttum, misvísandi upplýsingum og stundum hreinu bulli. Sem ráðgjafi fjölþjóðasveitarinnar í Eistlandi um upplýsingamál þá er nauðsynlegt að fylgjast með fréttum rússneskra miðla þó að það sé ekki endilega gott fyrir geðheilsuna.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er svo óskipulagður að upplagi að ég hef neyðst til að skipuleggja mig. Ég er með dagatal á skrifborðinu sem sýnir yfirstandandi mánuð. Ef ég skrifaði ekki niður með stóru letri tímasetningar á fundum þá myndi ég að öllum líkindum missa af þeim. Síðan kann ég ágætlega að setja mér markmið og get orðið mjög ósáttur við sjálfan mig ef ég næ þeim ekki á tilsettum tíma.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Talandi um að ná markmiðum, þá hef ég stillt símann þannig að hann reynir að senda mig í svefn átta tímum áður en fuglahljóðið sem hann vekur mig með fer að heyrast. Það er klukkan hálf ellefu. En við Adda Steina, konan mín, höfum komið okkur upp þeirri hefð að horfa á sakamálaþætti á kvöldin og ég man ekki eftir að síminn hafi komið mér oft í háttinn á réttum tíma. Sem sýnir auðvitað að maðurinn hefur enn vald yfir vélunum hvað sem gervigreindinni líður.“
Kaffispjallið NATO Eistland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00 Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00 Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00 Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55 Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00
Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00
Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00
Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55
Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00