Heimila þungunarrof 11 ára stúlku sem var nauðgað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. september 2023 19:31 Frá Lima, höfuðborg Perú. GettyImages Ellefu ára stúlku í Perú hefur verið heimilað að undirgangast þungunarrof, en stjúpfaðir hennar hafði um langt skeið beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kaþólska kirkjan beitti sér gegn því að stúlkan fengi þungunarrof. Fórnarlamb nauðgunar Unga stúlkan komst að því í sumar að hún bæri barn undir belti. Stjúpfaðir hennar hafði nauðgað henni reglulega frá því hún fór að hafa á klæðum og hafði barnið reynt að segja móður sinni frá ofbeldinu, án árangurs, enda var móðirin einnig beitt margvíslegu ofbeldi af hálfu föðurins. Þegar í ljós kom að stúlkan var ólétt var móðurinni hins vegar nóg boðið og kærði eiginmann sinn. Lögreglan handtók föðurinn Lucas allsnarlega, en dómarinn í málinu leysti hann úr haldi og sagði að ekki væru nægar ástæður til að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Læknar og kirkjan vildu að stúlkan fæddi barnið Um mánuði eftir að stúlkan kærði nauðgara sinn, ákváðu læknar sjúkrahússins í heimabyggð stúlkunnar að henni bæri að halda meðgöngu áfram, henni stafaði ekki hætta af meðgöngunni og því væri þungunarrof ekki heimilt. Engu að síður hefur verið sýnt fram á að meðganga ungra stúlkna undir 15 ára aldri er þeim allt að þrisvar sinnum hættulegri en meðganga kvenna sem náð hafa tvítugsaldri. Um svipað leyti sendi kirkjuþing Perú frá sér ályktun þar sem því var hafnað að stúlkan gæti ekki gengið með barnið. Hvert mannslíf væri heilagt og það væri einungis á valdi Guðs að ákvarða um líf eða dauða. Þar að auki, bættu guðsmennirnir við, í öllum þungunum sem til kæmu vegna nauðgunar væru þrjár persónur, nauðgarinn, fórnarlambið og einn sakleysingi. Þar af leiðandi væri ekki hægt að réttlæta þungunarrof og dauða til að auka vellíðan annarrar persónu. Prestarnir höfðu sömuleiðis áhyggjur af því að Perú væri smám saman að opna fyrir ákveðna dauðamenningu. Þingmenn íhaldsmanna tóku undir skoðanir Prestastefnunnar og talsmaður þeirra sagði að hún þyrfti að lifa með þessari ákvörðun og það væri ekki á stúlkuna leggjandi. Mannréttindahreyfingar skárust í leikinn Það var ekki fyrr en fjöldi mannréttindahreyfinga fóru að vekja athygli á málinu að læknaráð í Lima, höfuðborg Perú, samþykkti að stúlkan fengi að undirgangast þungunarrof og var hún þá gengin 18 vikur. Málið hefur samtímis vakið mikla athygli á stöðu mála í Peru, en talið er að 1.100 stúlkubörn undir 15 ára aldri eignist barn á ári hverju í Perú. Einum og hálfum mánuði eftir að nauðgaranum var sleppt úr haldi var á ný gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það kann þó að vera til lítils, þar sem hann virðist vera týndur og tröllum gefinn. Perú Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Fórnarlamb nauðgunar Unga stúlkan komst að því í sumar að hún bæri barn undir belti. Stjúpfaðir hennar hafði nauðgað henni reglulega frá því hún fór að hafa á klæðum og hafði barnið reynt að segja móður sinni frá ofbeldinu, án árangurs, enda var móðirin einnig beitt margvíslegu ofbeldi af hálfu föðurins. Þegar í ljós kom að stúlkan var ólétt var móðurinni hins vegar nóg boðið og kærði eiginmann sinn. Lögreglan handtók föðurinn Lucas allsnarlega, en dómarinn í málinu leysti hann úr haldi og sagði að ekki væru nægar ástæður til að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Læknar og kirkjan vildu að stúlkan fæddi barnið Um mánuði eftir að stúlkan kærði nauðgara sinn, ákváðu læknar sjúkrahússins í heimabyggð stúlkunnar að henni bæri að halda meðgöngu áfram, henni stafaði ekki hætta af meðgöngunni og því væri þungunarrof ekki heimilt. Engu að síður hefur verið sýnt fram á að meðganga ungra stúlkna undir 15 ára aldri er þeim allt að þrisvar sinnum hættulegri en meðganga kvenna sem náð hafa tvítugsaldri. Um svipað leyti sendi kirkjuþing Perú frá sér ályktun þar sem því var hafnað að stúlkan gæti ekki gengið með barnið. Hvert mannslíf væri heilagt og það væri einungis á valdi Guðs að ákvarða um líf eða dauða. Þar að auki, bættu guðsmennirnir við, í öllum þungunum sem til kæmu vegna nauðgunar væru þrjár persónur, nauðgarinn, fórnarlambið og einn sakleysingi. Þar af leiðandi væri ekki hægt að réttlæta þungunarrof og dauða til að auka vellíðan annarrar persónu. Prestarnir höfðu sömuleiðis áhyggjur af því að Perú væri smám saman að opna fyrir ákveðna dauðamenningu. Þingmenn íhaldsmanna tóku undir skoðanir Prestastefnunnar og talsmaður þeirra sagði að hún þyrfti að lifa með þessari ákvörðun og það væri ekki á stúlkuna leggjandi. Mannréttindahreyfingar skárust í leikinn Það var ekki fyrr en fjöldi mannréttindahreyfinga fóru að vekja athygli á málinu að læknaráð í Lima, höfuðborg Perú, samþykkti að stúlkan fengi að undirgangast þungunarrof og var hún þá gengin 18 vikur. Málið hefur samtímis vakið mikla athygli á stöðu mála í Peru, en talið er að 1.100 stúlkubörn undir 15 ára aldri eignist barn á ári hverju í Perú. Einum og hálfum mánuði eftir að nauðgaranum var sleppt úr haldi var á ný gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það kann þó að vera til lítils, þar sem hann virðist vera týndur og tröllum gefinn.
Perú Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira