„Vissi strax hvað hafði gerst“ Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2023 08:47 Ingólfur Davíð Sigurðsson segist brenna fyrir að opna umræðu um unga karlmenn sem enda annað hvort látnir eða festast í fangelsum eftir að hafa verið hafnað af skólakerfinu. Ingólfur Davíð Sigurðsson þurfti að fara í gegnum þá lífsreynslu að jarða son sinn eftir of stóran skammt af lyfjum. Ingólfur, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist brenna fyrir að opna umræðu um unga karlmenn sem enda annað hvort látnir eða festast í fangelsum eftir að hafa verið hafnað af skólakerfinu. „Ég er sjálfur þessi strákur og hefði svo auðveldlega getað endað í fangelsi eða dauður. Með ADHD og ofvirkni og passaði ekki í skólakerfið. Svo kem ég úr aðstæðum þar sem var mikið af áföllum. En þegar ég var að alast upp var ekkert talað um þessa hluti. Maður var bara stimplaður heimskur og óþekkur. Maður átti í raun ekki séns að passa inn í kerfið eins og það var sett upp og það var ekkert gert til að koma til móts við mann. Ég var stór og sterkur miðað við aldur og endaði oft í fangaklefum og var stöðugt í vandræðum. En innst inni langaði mig aldrei að vera þessi gaur og fór snemma að leita að leiðum til að finna einhverja lausn,” segir Ingólfur, sem hefur verið edrú í nítján ár og segir sambland af áhugamálum, 12 spora vinnu, bæn, hugleiðslu og fleiri hlutum hafa hjálpað sér að ná jafnvægi. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum að neðan. Innra samtal Ingólfur segir að eftir að hann hafi farið að ná meira jafnvægi hafi hann getað spáð í því hvers vegna hann hafi alltaf verið svona sem barn, unglingur og ungur maður. „Ég hef alltaf glímt við mikinn athyglisbrest og ég er alltaf að glíma við þetta samtal innra með mér hvort að ég sé heimskingi. Svo er ég líka lesblindur og skrifblindur og þegar skólakerfið hefur sagt við þig í áraraðir að þú sért vitleysingur ferðu smám saman að trúa því sjálfur. Svo tekur maður þetta með sér inn í fullorðinsárin og reynir einhvern vegin að bíta bara á jaxlinn og halda áfram.” Sá snemma í hvað stefndi Ingólfur segist snemma hafa séð stefna í vandamál hjá syni sínum, en hann hafi allt fram undir það síðasta trúað því að á endanum myndi hann finna sig. „Hann var rosalega ofvirkur og með mikinn athyglisbrest og hömlulaus. Ég sá sjálfan mig mjög mikið í honum og kallaði hann Úlfar minn oft klónið mitt. Hann gekkst upp í að vera þessi gaur sem væri með stæla, væri að lemja frá sér og vera með stelpum. Þar var hans sjálfsvirðing. En ég trúði því samt alltaf að þetta yrði allt í lagi. Ekki síst af því að hann ólst upp á heimili þar sem var ekki alkohólismi og miðaði við minn uppvöxt. En hann fór mjög snemma að leitast við að komast í breytt ástand og passaði alls ekki inn í skólakerfið. Þrátt fyrir að ég trúi því að allir séu að reyna sitt besta, þá erum við ekki að ná utan um þessa einstaklinga. Við vitum að Litla-Hraun er uppfullt af karlmönnum sem hafa ekki passað inn í skólakerfið og eru með ofvirkni og athyglisbrest. Ég dansaði sjálfur á þessari línu og ef ég hefði ekki verið góður í íþróttum hefði ég verið með þeim í fangelsi. Þetta er svo þunn lína og við verðum að skoða hvort við getum ekki gert betur.” Ingólfur Davíð Sigurðsson segist snemma hafa séð stefna í vandamál hjá syni sínum.Aðsend Vantar úrræði Ingólfur segir að það vanti úrræði í kerfið fyrir yngri einstaklinga sem eru búnir að mála sig út í horn: „Ég veit að það eru allir að gera sitt besta og ég vil ekki festast í því að ráðast á kerfið, en við getum samt gert betur. Þegar strákurinn minn var búinn að mála sig út í horn alls staðar fór hann í rándýrt úrræði þar sem hann fékk útborgað frá félagsmálastofnun á hverjum föstudegi. Hann fór alltaf beint með peningana frá hinu opinbera og keypti sér eiturlyf. Ég vildi ekki að hann væri að fá þennan pening, en gat ekkert gert. Hann átti rétt á að fá þessa peninga og ég gat ekki gert neitt til að breyta því. Strákurinn minn hefði átt að vera í unglingafangelsi, en það er ekki í boði á Íslandi. Þannig að í staðinn var hann í úrræði þar sem hið opinbera lét hann hafa pening fyrir eiturlyfjum á hverjum föstudegi.” Enginn millivegur Ingólfur segir að eftir því sem árin hafi liðið hafi hann byrjað að átta sig á því að annað hvort myndi strákurinn hans finna botninn algjörlega og ná að spyrna sér upp, eða hann myndi láta lífið. Það væri enginn millivegur. „Það hljómar kannski brútal, en ég var að vonast til að kerfið myndi hætta að hjálpa honum að halda lífsstílnum gangandi. Ef hann hefði þurft að fara á götuna veit ég að hann hefði ekki höndlað það í tvo daga og þá hefði hann þurft að finna botninn. Í sumum tilfellum erum við að taka á alvarlegum málum eins og þau séu einhver búðingamál,” segir Ingólfur. Beið alla nóttina Ingólfur lýsir því í þættinum hvernig hafi verið að fá fréttirnar af því að strákurinn hans væri farinn. „Ég hafði verið alla nóttina að bíða eftir ref sem ég var að ljósmynda og það gekk vel. En þegar ég gekk út af vinnustofunni minni mætti ég lögreglu og presti. Ég vissi strax hvað hefði gerst. Á þessu augnabliki hvarf spenna sem hafði verið í mér í fjögur, fimm ár, af því að ég vissi einhvern vegin að þetta gæti gerst. Þarna var komin niðurstaða. En svo kemur sorgin, reiðin, sjálfsásakanirnar og allt hitt og þegar ég horfi til baka er það guðs mildi að maður hafi ekki misst vitið. Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera allt í einu í þeirri stöðu að hafa misst barnið sitt á þennan hátt. Svo bætast ofan á þetta spurningar um vinnubrögð spítalans. Þegar hann deyr var búið að fara með hann upp á spítala og dæla upp úr honum, en hann vildi ekki vera áfram á spítalanum og honum var leyft að fara. Svo bara dó hann. Ég skil ekki hvernig þú getur „overdósað“ og svo ertu bara sendur heim. En ég hef meðvitað ákveðið að festast ekki í því að skoða verkferla spítalans, einfaldlega af því að ég þarf að gera mitt besta til að halda geðheilsu. Það var í raun bara ísköld ákvörðun að ákveða að festast ekki í slag við kerfið,” segir Ingólfur. „Strákurinn minn kemur aldrei til baka og sárið innra með mér grær líklega aldrei. En verkefnið mitt er að læra af þessu og nota þessa reynslu til gagns fyrir aðra. Hluti af því að lifa svona lagað af er að finna tilganginn í reynslunni. Þegar maður samþykkir raunveruleikann eins og hann er byrja hlutirnir hægt og rólega að skána. Nú eru liðin tvö og hálft ár og ég á alltaf betri og betri daga. Það koma dagar þar sem maður missir sig í ráðaleysi, en leiðin til baka er alltaf að finna þakklætið, tala við guð og finna tilganginn.” Hægt er að nálgast viðtalið við Ingólf og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Ingólfur, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist brenna fyrir að opna umræðu um unga karlmenn sem enda annað hvort látnir eða festast í fangelsum eftir að hafa verið hafnað af skólakerfinu. „Ég er sjálfur þessi strákur og hefði svo auðveldlega getað endað í fangelsi eða dauður. Með ADHD og ofvirkni og passaði ekki í skólakerfið. Svo kem ég úr aðstæðum þar sem var mikið af áföllum. En þegar ég var að alast upp var ekkert talað um þessa hluti. Maður var bara stimplaður heimskur og óþekkur. Maður átti í raun ekki séns að passa inn í kerfið eins og það var sett upp og það var ekkert gert til að koma til móts við mann. Ég var stór og sterkur miðað við aldur og endaði oft í fangaklefum og var stöðugt í vandræðum. En innst inni langaði mig aldrei að vera þessi gaur og fór snemma að leita að leiðum til að finna einhverja lausn,” segir Ingólfur, sem hefur verið edrú í nítján ár og segir sambland af áhugamálum, 12 spora vinnu, bæn, hugleiðslu og fleiri hlutum hafa hjálpað sér að ná jafnvægi. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum að neðan. Innra samtal Ingólfur segir að eftir að hann hafi farið að ná meira jafnvægi hafi hann getað spáð í því hvers vegna hann hafi alltaf verið svona sem barn, unglingur og ungur maður. „Ég hef alltaf glímt við mikinn athyglisbrest og ég er alltaf að glíma við þetta samtal innra með mér hvort að ég sé heimskingi. Svo er ég líka lesblindur og skrifblindur og þegar skólakerfið hefur sagt við þig í áraraðir að þú sért vitleysingur ferðu smám saman að trúa því sjálfur. Svo tekur maður þetta með sér inn í fullorðinsárin og reynir einhvern vegin að bíta bara á jaxlinn og halda áfram.” Sá snemma í hvað stefndi Ingólfur segist snemma hafa séð stefna í vandamál hjá syni sínum, en hann hafi allt fram undir það síðasta trúað því að á endanum myndi hann finna sig. „Hann var rosalega ofvirkur og með mikinn athyglisbrest og hömlulaus. Ég sá sjálfan mig mjög mikið í honum og kallaði hann Úlfar minn oft klónið mitt. Hann gekkst upp í að vera þessi gaur sem væri með stæla, væri að lemja frá sér og vera með stelpum. Þar var hans sjálfsvirðing. En ég trúði því samt alltaf að þetta yrði allt í lagi. Ekki síst af því að hann ólst upp á heimili þar sem var ekki alkohólismi og miðaði við minn uppvöxt. En hann fór mjög snemma að leitast við að komast í breytt ástand og passaði alls ekki inn í skólakerfið. Þrátt fyrir að ég trúi því að allir séu að reyna sitt besta, þá erum við ekki að ná utan um þessa einstaklinga. Við vitum að Litla-Hraun er uppfullt af karlmönnum sem hafa ekki passað inn í skólakerfið og eru með ofvirkni og athyglisbrest. Ég dansaði sjálfur á þessari línu og ef ég hefði ekki verið góður í íþróttum hefði ég verið með þeim í fangelsi. Þetta er svo þunn lína og við verðum að skoða hvort við getum ekki gert betur.” Ingólfur Davíð Sigurðsson segist snemma hafa séð stefna í vandamál hjá syni sínum.Aðsend Vantar úrræði Ingólfur segir að það vanti úrræði í kerfið fyrir yngri einstaklinga sem eru búnir að mála sig út í horn: „Ég veit að það eru allir að gera sitt besta og ég vil ekki festast í því að ráðast á kerfið, en við getum samt gert betur. Þegar strákurinn minn var búinn að mála sig út í horn alls staðar fór hann í rándýrt úrræði þar sem hann fékk útborgað frá félagsmálastofnun á hverjum föstudegi. Hann fór alltaf beint með peningana frá hinu opinbera og keypti sér eiturlyf. Ég vildi ekki að hann væri að fá þennan pening, en gat ekkert gert. Hann átti rétt á að fá þessa peninga og ég gat ekki gert neitt til að breyta því. Strákurinn minn hefði átt að vera í unglingafangelsi, en það er ekki í boði á Íslandi. Þannig að í staðinn var hann í úrræði þar sem hið opinbera lét hann hafa pening fyrir eiturlyfjum á hverjum föstudegi.” Enginn millivegur Ingólfur segir að eftir því sem árin hafi liðið hafi hann byrjað að átta sig á því að annað hvort myndi strákurinn hans finna botninn algjörlega og ná að spyrna sér upp, eða hann myndi láta lífið. Það væri enginn millivegur. „Það hljómar kannski brútal, en ég var að vonast til að kerfið myndi hætta að hjálpa honum að halda lífsstílnum gangandi. Ef hann hefði þurft að fara á götuna veit ég að hann hefði ekki höndlað það í tvo daga og þá hefði hann þurft að finna botninn. Í sumum tilfellum erum við að taka á alvarlegum málum eins og þau séu einhver búðingamál,” segir Ingólfur. Beið alla nóttina Ingólfur lýsir því í þættinum hvernig hafi verið að fá fréttirnar af því að strákurinn hans væri farinn. „Ég hafði verið alla nóttina að bíða eftir ref sem ég var að ljósmynda og það gekk vel. En þegar ég gekk út af vinnustofunni minni mætti ég lögreglu og presti. Ég vissi strax hvað hefði gerst. Á þessu augnabliki hvarf spenna sem hafði verið í mér í fjögur, fimm ár, af því að ég vissi einhvern vegin að þetta gæti gerst. Þarna var komin niðurstaða. En svo kemur sorgin, reiðin, sjálfsásakanirnar og allt hitt og þegar ég horfi til baka er það guðs mildi að maður hafi ekki misst vitið. Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera allt í einu í þeirri stöðu að hafa misst barnið sitt á þennan hátt. Svo bætast ofan á þetta spurningar um vinnubrögð spítalans. Þegar hann deyr var búið að fara með hann upp á spítala og dæla upp úr honum, en hann vildi ekki vera áfram á spítalanum og honum var leyft að fara. Svo bara dó hann. Ég skil ekki hvernig þú getur „overdósað“ og svo ertu bara sendur heim. En ég hef meðvitað ákveðið að festast ekki í því að skoða verkferla spítalans, einfaldlega af því að ég þarf að gera mitt besta til að halda geðheilsu. Það var í raun bara ísköld ákvörðun að ákveða að festast ekki í slag við kerfið,” segir Ingólfur. „Strákurinn minn kemur aldrei til baka og sárið innra með mér grær líklega aldrei. En verkefnið mitt er að læra af þessu og nota þessa reynslu til gagns fyrir aðra. Hluti af því að lifa svona lagað af er að finna tilganginn í reynslunni. Þegar maður samþykkir raunveruleikann eins og hann er byrja hlutirnir hægt og rólega að skána. Nú eru liðin tvö og hálft ár og ég á alltaf betri og betri daga. Það koma dagar þar sem maður missir sig í ráðaleysi, en leiðin til baka er alltaf að finna þakklætið, tala við guð og finna tilganginn.” Hægt er að nálgast viðtalið við Ingólf og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira