Segir gert lítið úr landsliðinu og afreksmönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 09:13 Egill Blöndal er einn besti glímukappi landsins, margfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari. Hann var ekki valinn í a-landsliðið að þessu sinni. Aðsend Margfaldur Íslandsmeistari í Júdó sem er jafnframt sá besti á landinu í dag samkvæmt punktalista var ekki valinn í a-landsliðið og fær því ekki möguleika á að fara á næstu Ólympíuleika. Hann segist vonsvikinn og Júdósambandið gera lítið úr landsliðinu og afreksmönnum með því að velja ekki þá bestu. Nýverið valdi landsliðsþjálfari í a-landslið í Júdó og urðu fyrir valinu tveir ungir menn, sem hvorugur er ofarlega á punktalista Júdósambands Íslands. Listinn segir til um afrek hvers keppanda, hversu margar glímur hann hefur unnið á tímabilinu og svo framvegis. Júdódeild UMFS sendi Júdósambandinu í byrjun septembermánaðar fyrirspurn vegna valsins en iðulega hafa bestu Júdókappar landsins hverju sinni verið valdir í liðið - það er að segja, þeir sem eru efst á punktalistanum. Svör Júdósambands Íslands voru á þá vegu að keppendurnir tveir sem urðu fyrir valinu séu ungir og efnilegir, sýni mikinn áhuga og æfi mikið og verið sé að undirbúa þá fyrir Ólympíuleikana 2028. Ekki nóg með að vera í a-landsliði heldur fá tvímenningarnir styrk til að sækja alþjóðleg stórmót. Til þess að eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana sem fara fram á næsta ári þurfa afreksmenn í Júdó að fara á alþjóðleg mót, til að vinna sér inn stigin sem þarf. Þar að auki hafa Evrópulönd möguleika á að komast á svokallaðan Wildcard lista á Ólympíuleikana, sem eykur líkur á að komast á leikana töluvert. Aðrir Júdóglímukappar geta sótt stórmótin en þurfa hins vegar að kosta ferðirnar sjálfir, sem getur reynst dýrt, sérstaklega þegar mót fara fram í fjarlægum löndum. Þar má nefna mót helgarinnar sem fór fram í Aserbaídsjan. Borgað milljónir í æfinga- og keppnisferðir „Þetta kom manni bara svolítið á óvart. Það hefur tíðkast að senda þá sem eru efstir á punktalista og eru kannski með mestu afrekssöguna. Aldur hefur ekki skipt máli í fullorðinsflokknum,“ segir Egill Blöndal, Júdókappi. „Það er gert lítið úr landsliðinu og afreksmönnum með því að velja ekki þá bestu.“ Egill segir ábyrgðina liggja hjá landsliðsþjálfaranum, sem velur í liðið, og framkvæmdastjóra Júdósambandsins, sem hefur umráð yfir styrkveitingum. „Ég sé ekki fram á að vinna aftur með þessum landsliðsþjálfara eða framkvæmdastjóra. Maður þarf að treysta landsliðsþjálfaranum og virða hann og ég geri það ekki lengur eftir þetta.“ Egill er einn mesti afreksíþróttamaður Íslands í greininni. Hann er margfaldur Íslandsmeistari, varð Norðurlandameistari í fullorðinsflokki á þessu ári og vann til verðlauna á Smáþjóðaleikunum sömuleiðis. „Ég er nýorðinn 27 ára, þetta er ekki búið hjá mér. Þormóður, sem var margfaldur Ólympíufari, hann var kominn yfir þrítugt þegar hann fór síðast á leikana. Nú er mér sagt, eftir að ég er búinn að ferðast um allan heim, hef búið í Japan og París og borgað margar milljónir í keppnis- og æfingaferðir, að það eigi að hætta að styrkja mig. Þegar ég var á aldri þessara stráka sem voru valdir í liðið þá var ég að keppa mikið erlendis en borgaði oft sjálfur, þrátt fyrir að vera bestur á landinu á þeim aldri,“ segir Egill. Enginn séns á Ólympíuleikunum án fjárstuðnings Hann segist enga möguleika hafa á að komast á þau stórmót sem a-landsliðið fer á, án þess að fá við það fjárstuðning. „Það er ekki fræðilegur. Þetta er svo mikið og á afskekktum stöðum. Þetta eru mörg hundruð þúsund og þetta er eiginlega ekki hægt af einhverju viti. Við vorum tveir að reyna þetta fyrir síðustu Ólympíuleika, ég og Sveinbjörn Iura, og þetta er mjög mikið hark,“ segir Egill. Egill, sem er fyrir miðju, hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hann er einn fremsti Júdóglímukappi landsins.Aðsend „Það hefur aldrei verið þannig í minni keppnissögu að sambandið ætli ekki að styrkja mig neitt. Þeir hafa alltaf viljað koma aðeins til móts við mann þó það hafi ekki verið mikið í gegnum tíðina. Núna vilja þeir ekkert með mig hafa, sem er mjög skrítið því ég er hæstur á landinu á punktastöðunni, varð Norðurlandameistari í fullorðinsflokki á þessu ári og var einn af tveimur Íslendingum sem vann medalíu á Smáþjóðaleikunum á árinu. Samt sleit ég krossband og var í aðgerð síðasta nóvember. Og ég er samt ofar en allir hinir og margir fyrir ofan þessa tvo sem voru valdir í a-landsliðið.“ Heldurðu, ef þú kæmist á þessi stórmót, að þú ættir möguleika á að komast á Ólympíuleikana? „Þetta er alltaf svolítið longshot en ég ætti allavega meiri séns en hinir, eða ég tel það. En þá þyrfti ég líka að sækja hart í þessi mót. Ég var ofar á heimslista en nokkrir sem fóru á Ólympíuleikana á þessu Wildcard-i árið 2016. Ég var númer 93 eða 87 í heiminum og ef ég myndi ná því aftur og jafnvel aðeins ofar þá væri ég mjög líklegur að komast,“ segir Egill. „Manni er bara hent til hliðar“ Hann segir mjög leiðinlegt að fylgjast með Júdósambandinu hundsa þá kandídata sem ættu möguleika á að komast á næstu Ólympíuleika og þess í stað stökkva strax í næstu kynslóð. „Maður er bara vonsvikinn því það er Júdósambandið sem á að vera að styrkja mann og standa við bakið á manni. Þetta er mjög leiðinlegt því ég er nýkominn úr krossbandsslitum, byrjaði samt eiginlega allt of fljótt að keppa bara til að reyna að koma mér hátt á punktalista og vinna Íslandsmótið,“ segir Egill. Egill segir enga möguleika fyrir sig að komast á Ólympíuleikana nema með fjárstuðningi.Aðsend „Ég hefði eiginlega ekki átt að byrja að keppa fyrr en í september. Þannig að maður er búinn að fórna miklu fyrir þetta og þetta endar svona. Manni er bara hent til hliðar. Svo er bara sagt við mann að maður sé of gamall en núna er ég á besta aldri.“ Þrátt fyrir þetta slær hann ekki út af borðinu að reyna fyrir sér fyrir Ólympíuleikana 2028. Þá verður Egill 32 ára gamall. „Það fer bara eftir því hvernig líkaminn heldur sér. Ég hef alltaf æft jafn mikið og það var ekki á planinu að hætta.“ Hann segir landsliðsþjálfarann hafa sagt sér, þegar hann spurði út í valið, að nú sé komið að yngri iðkendum að fá að prófa að fara á stórmótin af því að hann og aðrir séu búnir að prófa það. „Ég var þá líka bara bestur á landinu, það var enginn annar í boði. Ég var alltaf bara bestur og þegar þú ert bestur ferðu á sterkustu mótin í a-landsliði.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðbrögðum frá Júdósambandinu en ekki borist svör. Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir „Óheppilegir hagsmunaárekstrar“ við val styrkþega og afreksfólk sniðgengið Mikil ólga er innan júdósamfélagsins vegna nýlegs vals í verkefni, sem greiðir fyrir tvo keppendur að komast á alþjóðleg mót. Sonur gjaldkera Júdósambands Íslands er einn tveggja sem var valinn, þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra glímukappa sem eru efstir á stigalista. 26. september 2023 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins Sjá meira
Nýverið valdi landsliðsþjálfari í a-landslið í Júdó og urðu fyrir valinu tveir ungir menn, sem hvorugur er ofarlega á punktalista Júdósambands Íslands. Listinn segir til um afrek hvers keppanda, hversu margar glímur hann hefur unnið á tímabilinu og svo framvegis. Júdódeild UMFS sendi Júdósambandinu í byrjun septembermánaðar fyrirspurn vegna valsins en iðulega hafa bestu Júdókappar landsins hverju sinni verið valdir í liðið - það er að segja, þeir sem eru efst á punktalistanum. Svör Júdósambands Íslands voru á þá vegu að keppendurnir tveir sem urðu fyrir valinu séu ungir og efnilegir, sýni mikinn áhuga og æfi mikið og verið sé að undirbúa þá fyrir Ólympíuleikana 2028. Ekki nóg með að vera í a-landsliði heldur fá tvímenningarnir styrk til að sækja alþjóðleg stórmót. Til þess að eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana sem fara fram á næsta ári þurfa afreksmenn í Júdó að fara á alþjóðleg mót, til að vinna sér inn stigin sem þarf. Þar að auki hafa Evrópulönd möguleika á að komast á svokallaðan Wildcard lista á Ólympíuleikana, sem eykur líkur á að komast á leikana töluvert. Aðrir Júdóglímukappar geta sótt stórmótin en þurfa hins vegar að kosta ferðirnar sjálfir, sem getur reynst dýrt, sérstaklega þegar mót fara fram í fjarlægum löndum. Þar má nefna mót helgarinnar sem fór fram í Aserbaídsjan. Borgað milljónir í æfinga- og keppnisferðir „Þetta kom manni bara svolítið á óvart. Það hefur tíðkast að senda þá sem eru efstir á punktalista og eru kannski með mestu afrekssöguna. Aldur hefur ekki skipt máli í fullorðinsflokknum,“ segir Egill Blöndal, Júdókappi. „Það er gert lítið úr landsliðinu og afreksmönnum með því að velja ekki þá bestu.“ Egill segir ábyrgðina liggja hjá landsliðsþjálfaranum, sem velur í liðið, og framkvæmdastjóra Júdósambandsins, sem hefur umráð yfir styrkveitingum. „Ég sé ekki fram á að vinna aftur með þessum landsliðsþjálfara eða framkvæmdastjóra. Maður þarf að treysta landsliðsþjálfaranum og virða hann og ég geri það ekki lengur eftir þetta.“ Egill er einn mesti afreksíþróttamaður Íslands í greininni. Hann er margfaldur Íslandsmeistari, varð Norðurlandameistari í fullorðinsflokki á þessu ári og vann til verðlauna á Smáþjóðaleikunum sömuleiðis. „Ég er nýorðinn 27 ára, þetta er ekki búið hjá mér. Þormóður, sem var margfaldur Ólympíufari, hann var kominn yfir þrítugt þegar hann fór síðast á leikana. Nú er mér sagt, eftir að ég er búinn að ferðast um allan heim, hef búið í Japan og París og borgað margar milljónir í keppnis- og æfingaferðir, að það eigi að hætta að styrkja mig. Þegar ég var á aldri þessara stráka sem voru valdir í liðið þá var ég að keppa mikið erlendis en borgaði oft sjálfur, þrátt fyrir að vera bestur á landinu á þeim aldri,“ segir Egill. Enginn séns á Ólympíuleikunum án fjárstuðnings Hann segist enga möguleika hafa á að komast á þau stórmót sem a-landsliðið fer á, án þess að fá við það fjárstuðning. „Það er ekki fræðilegur. Þetta er svo mikið og á afskekktum stöðum. Þetta eru mörg hundruð þúsund og þetta er eiginlega ekki hægt af einhverju viti. Við vorum tveir að reyna þetta fyrir síðustu Ólympíuleika, ég og Sveinbjörn Iura, og þetta er mjög mikið hark,“ segir Egill. Egill, sem er fyrir miðju, hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hann er einn fremsti Júdóglímukappi landsins.Aðsend „Það hefur aldrei verið þannig í minni keppnissögu að sambandið ætli ekki að styrkja mig neitt. Þeir hafa alltaf viljað koma aðeins til móts við mann þó það hafi ekki verið mikið í gegnum tíðina. Núna vilja þeir ekkert með mig hafa, sem er mjög skrítið því ég er hæstur á landinu á punktastöðunni, varð Norðurlandameistari í fullorðinsflokki á þessu ári og var einn af tveimur Íslendingum sem vann medalíu á Smáþjóðaleikunum á árinu. Samt sleit ég krossband og var í aðgerð síðasta nóvember. Og ég er samt ofar en allir hinir og margir fyrir ofan þessa tvo sem voru valdir í a-landsliðið.“ Heldurðu, ef þú kæmist á þessi stórmót, að þú ættir möguleika á að komast á Ólympíuleikana? „Þetta er alltaf svolítið longshot en ég ætti allavega meiri séns en hinir, eða ég tel það. En þá þyrfti ég líka að sækja hart í þessi mót. Ég var ofar á heimslista en nokkrir sem fóru á Ólympíuleikana á þessu Wildcard-i árið 2016. Ég var númer 93 eða 87 í heiminum og ef ég myndi ná því aftur og jafnvel aðeins ofar þá væri ég mjög líklegur að komast,“ segir Egill. „Manni er bara hent til hliðar“ Hann segir mjög leiðinlegt að fylgjast með Júdósambandinu hundsa þá kandídata sem ættu möguleika á að komast á næstu Ólympíuleika og þess í stað stökkva strax í næstu kynslóð. „Maður er bara vonsvikinn því það er Júdósambandið sem á að vera að styrkja mann og standa við bakið á manni. Þetta er mjög leiðinlegt því ég er nýkominn úr krossbandsslitum, byrjaði samt eiginlega allt of fljótt að keppa bara til að reyna að koma mér hátt á punktalista og vinna Íslandsmótið,“ segir Egill. Egill segir enga möguleika fyrir sig að komast á Ólympíuleikana nema með fjárstuðningi.Aðsend „Ég hefði eiginlega ekki átt að byrja að keppa fyrr en í september. Þannig að maður er búinn að fórna miklu fyrir þetta og þetta endar svona. Manni er bara hent til hliðar. Svo er bara sagt við mann að maður sé of gamall en núna er ég á besta aldri.“ Þrátt fyrir þetta slær hann ekki út af borðinu að reyna fyrir sér fyrir Ólympíuleikana 2028. Þá verður Egill 32 ára gamall. „Það fer bara eftir því hvernig líkaminn heldur sér. Ég hef alltaf æft jafn mikið og það var ekki á planinu að hætta.“ Hann segir landsliðsþjálfarann hafa sagt sér, þegar hann spurði út í valið, að nú sé komið að yngri iðkendum að fá að prófa að fara á stórmótin af því að hann og aðrir séu búnir að prófa það. „Ég var þá líka bara bestur á landinu, það var enginn annar í boði. Ég var alltaf bara bestur og þegar þú ert bestur ferðu á sterkustu mótin í a-landsliði.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðbrögðum frá Júdósambandinu en ekki borist svör.
Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir „Óheppilegir hagsmunaárekstrar“ við val styrkþega og afreksfólk sniðgengið Mikil ólga er innan júdósamfélagsins vegna nýlegs vals í verkefni, sem greiðir fyrir tvo keppendur að komast á alþjóðleg mót. Sonur gjaldkera Júdósambands Íslands er einn tveggja sem var valinn, þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra glímukappa sem eru efstir á stigalista. 26. september 2023 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins Sjá meira
„Óheppilegir hagsmunaárekstrar“ við val styrkþega og afreksfólk sniðgengið Mikil ólga er innan júdósamfélagsins vegna nýlegs vals í verkefni, sem greiðir fyrir tvo keppendur að komast á alþjóðleg mót. Sonur gjaldkera Júdósambands Íslands er einn tveggja sem var valinn, þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra glímukappa sem eru efstir á stigalista. 26. september 2023 09:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti