Evrópska liðið hafi fengið að blómstra í fjarveru LIV-kylfingana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. október 2023 23:31 Rory McIlroy segir að aðrir kylfingar hafi fengið að njóta sín nú þegar LIV-kylfingarnir voru ekki með. Vísir/Getty Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, segir að evrópska liðið hafi fengið að blómstra í Ryder-bikarnum í golfi sem fram fór um síðustu helgi í fjarveri stórra persónuleika sem færðu sig yfir á hina umdeildu LIV-mótaröð. Evrópska liðið fagnaði fræknum sigri gegn því bandaríska í Ryder-bikarnum sem fram fór í Róm um liðna helgi, þrátt fyrir að hafa verið án þeirra Sergio Garcia, Lee Westwood og Ian Poulter, sem allir hafa verið lykilmenn í evrópska liðinu undanfarin ár. Garcia er sá kylfingur sem hefur fengið flest stig í Ryder-bikarnum fyrir evrópska liðið á ferlinum, eða 28 og hálft. Þá hefur Westwood nælt í 24 stig og Poulter fékk viðurnefnið „The Postman“ vegna þess að hann skilaði alltaf sínu. Garcia, Westwood og Poulter fengu hins vegar ekki sæti í evrópska liðinu eftir að þeir sögðu skilið við Evrópumótaröðina, DP World Tour, og færðu sig yfir á hina umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. „Það er nýtt tímabil framundan og það lítur bara ansi vel út,“ sagði McIlroy fyrr í dag. „Það að hafa ekki þessa stóru persónuleika í liðinu leyfði öðrum að fá tækifæri til að blómstra og skína. Viktor Hovland, Jon Rahm og ég.“ „Þeir hafa átt ótrúlegan feril í Ryder-bikarnum en þeir tóku sína ákvörðun. Þeir náðu samt að gera ótrúlega mikið og þð getur enginn tekið af þeim það sem þeir gerðu fyrir evrópska liðið.“ Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Evrópska liðið fagnaði fræknum sigri gegn því bandaríska í Ryder-bikarnum sem fram fór í Róm um liðna helgi, þrátt fyrir að hafa verið án þeirra Sergio Garcia, Lee Westwood og Ian Poulter, sem allir hafa verið lykilmenn í evrópska liðinu undanfarin ár. Garcia er sá kylfingur sem hefur fengið flest stig í Ryder-bikarnum fyrir evrópska liðið á ferlinum, eða 28 og hálft. Þá hefur Westwood nælt í 24 stig og Poulter fékk viðurnefnið „The Postman“ vegna þess að hann skilaði alltaf sínu. Garcia, Westwood og Poulter fengu hins vegar ekki sæti í evrópska liðinu eftir að þeir sögðu skilið við Evrópumótaröðina, DP World Tour, og færðu sig yfir á hina umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. „Það er nýtt tímabil framundan og það lítur bara ansi vel út,“ sagði McIlroy fyrr í dag. „Það að hafa ekki þessa stóru persónuleika í liðinu leyfði öðrum að fá tækifæri til að blómstra og skína. Viktor Hovland, Jon Rahm og ég.“ „Þeir hafa átt ótrúlegan feril í Ryder-bikarnum en þeir tóku sína ákvörðun. Þeir náðu samt að gera ótrúlega mikið og þð getur enginn tekið af þeim það sem þeir gerðu fyrir evrópska liðið.“
Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira