Sögulegur sigur strákanna hans Guðmundar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2023 17:00 Guðmundur Guðmundsson hefur gert góða hluti með Fredericia í Danmörku. vísir/vilhelm Danska handboltaliðið Fredericia, sem Guðmundur Guðmundsson stýrir, vann sögulegan sigur á meisturum GOG, 33-37, í Gudme í gær. Þetta var fyrsti sigur Fredericia á GOG á útivelli í tuttugu ár. Með sigrinum komust strákarnir hans Guðmundar upp í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Fredericia hefur náð í ellefu stig í fyrstu átta umferðunum og er fimm stigum á eftir toppliði Álaborgar. „Það var dásamlegt að fara héðan með tvö stig. Við sendum skýr skilaboð að við viljum blanda okkur í toppbaráttuna í vetur,“ sagði Kasper Young, leikmaður Fredericia, við TV 2 eftir leikinn í Gudmehallen. Fredericia byrjaði leikinn betur og komst í 5-11 en staðan í hálfleik var jöfn, 17-17. Í seinni hálfleik voru gestirnir svo sterkari og lönduðu fjögurra marka sigri, 33-37. Einar Þorsteinn Ólafsson lék með Fredericia í gær. Guðmundur tók við Fredericia fyrir síðasta tímabil. Þar komst liðið í undanúrslit um danska meistaratitilinn en tapaði fyrir Álaborg í oddaleik. „Fyrir mig er þetta mjög skemmtilegt, að finna þetta fornfræga félag vera að koma til baka. Það er ofboðslega skemmtilegt en hefur tekið 43 ár. Þetta er langur tími en ég er stoltur af því að vera þátttakandi í því að vera vekja risann. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni,“ sagði Guðmundur um árangur síðasta tímabils í samtali við Vísi. Næsti leikur Fredericia er gegn Kolding á miðvikudaginn kemur. Strákarnir hans Guðmundar hafa unnið þrjá leiki í röð í dönsku úrvalsdeildinni. Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira
Þetta var fyrsti sigur Fredericia á GOG á útivelli í tuttugu ár. Með sigrinum komust strákarnir hans Guðmundar upp í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Fredericia hefur náð í ellefu stig í fyrstu átta umferðunum og er fimm stigum á eftir toppliði Álaborgar. „Það var dásamlegt að fara héðan með tvö stig. Við sendum skýr skilaboð að við viljum blanda okkur í toppbaráttuna í vetur,“ sagði Kasper Young, leikmaður Fredericia, við TV 2 eftir leikinn í Gudmehallen. Fredericia byrjaði leikinn betur og komst í 5-11 en staðan í hálfleik var jöfn, 17-17. Í seinni hálfleik voru gestirnir svo sterkari og lönduðu fjögurra marka sigri, 33-37. Einar Þorsteinn Ólafsson lék með Fredericia í gær. Guðmundur tók við Fredericia fyrir síðasta tímabil. Þar komst liðið í undanúrslit um danska meistaratitilinn en tapaði fyrir Álaborg í oddaleik. „Fyrir mig er þetta mjög skemmtilegt, að finna þetta fornfræga félag vera að koma til baka. Það er ofboðslega skemmtilegt en hefur tekið 43 ár. Þetta er langur tími en ég er stoltur af því að vera þátttakandi í því að vera vekja risann. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni,“ sagði Guðmundur um árangur síðasta tímabils í samtali við Vísi. Næsti leikur Fredericia er gegn Kolding á miðvikudaginn kemur. Strákarnir hans Guðmundar hafa unnið þrjá leiki í röð í dönsku úrvalsdeildinni.
Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira