Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2023 08:05 Lík flutt úr húsarústum í Jebaliya-flóttamannabúðunum. AP/Ramez Mahmoud Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. Ali Barakeh, einn af leiðtogum samtakanna sem dvelur í útlegð í Beirút, sagði í samtali við Associated Press að það hefði komið Hamas-liðum á óvart hversu langt þeir náðu inn í Ísrael. Markmiðið hefði verið að sækja eitthvað fram og taka gísla en her Ísraelsmanna hefði reynst „pappírstígur“. Eldflaugabirgðir Hamas myndu endast lengi. Loftárásir Ísraels á Gaza eru sagðar hafa eyðilagt um það bil 790 íbúðabyggingar og valdið skemmdum á 5.330 til viðbótar. Skemmdir á innviðum hafa valdið því að um 400.000 eru án hreins vatns. Ísraelsmenn segjast hafa náð stjórn á landamörkunum að Gaza og að engar „innrásir“ hafi átt sér stað frá því í gær. Unnið er að því að koma fyrir jarðsprengjum þar sem farið var í gegnum öryggisgirðingar. Herinn gerði árás á yfir 200 skotmörk í nótt, í Rimal og Khan Yunis. Þá hefur verið greint frá því að hundruð hermanna sem voru við störf erlendis hafi verið sóttir til að taka þátt í átökunum heima við. Áætlað er að gíslar í haldi Hamas séu á bilinu 100 til 150 talsins. Þeirra á meðal er einhver fjöldi erlendra ríkisborgara. Ástralir segja að minnsta kosti þrjá ástralska ríkisborgara hafa verið tekna. Yfir 900 Ísraelsmenn hafa látist frá því að Hama lét til skarar skríða á laugardag og yfir 680 Palestínumenn eru taldir látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ali Barakeh, einn af leiðtogum samtakanna sem dvelur í útlegð í Beirút, sagði í samtali við Associated Press að það hefði komið Hamas-liðum á óvart hversu langt þeir náðu inn í Ísrael. Markmiðið hefði verið að sækja eitthvað fram og taka gísla en her Ísraelsmanna hefði reynst „pappírstígur“. Eldflaugabirgðir Hamas myndu endast lengi. Loftárásir Ísraels á Gaza eru sagðar hafa eyðilagt um það bil 790 íbúðabyggingar og valdið skemmdum á 5.330 til viðbótar. Skemmdir á innviðum hafa valdið því að um 400.000 eru án hreins vatns. Ísraelsmenn segjast hafa náð stjórn á landamörkunum að Gaza og að engar „innrásir“ hafi átt sér stað frá því í gær. Unnið er að því að koma fyrir jarðsprengjum þar sem farið var í gegnum öryggisgirðingar. Herinn gerði árás á yfir 200 skotmörk í nótt, í Rimal og Khan Yunis. Þá hefur verið greint frá því að hundruð hermanna sem voru við störf erlendis hafi verið sóttir til að taka þátt í átökunum heima við. Áætlað er að gíslar í haldi Hamas séu á bilinu 100 til 150 talsins. Þeirra á meðal er einhver fjöldi erlendra ríkisborgara. Ástralir segja að minnsta kosti þrjá ástralska ríkisborgara hafa verið tekna. Yfir 900 Ísraelsmenn hafa látist frá því að Hama lét til skarar skríða á laugardag og yfir 680 Palestínumenn eru taldir látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira