Sveik fjármuni út úr IKEA með því að skipta út strikamerkinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2023 07:00 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem IKEA verður fyrir barðinu á strikamerkjasvindli. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik gagnvart húsgagnavöruversluninni IKEA. Tjón verslunarinnar hljóðaði upp á rúmlega 62 þúsund krónur. Dómurinn féll fyrr í þessum mánuði, en konan var ákærð í lok ágúst. Ákæran á hendur henni var í átta liðum. Fyrstu sjö liðirnir sneru allir að þjófnaði konunnar á munum úr verslun IKEA. Meðal þess sem konunni var gefið að sök að hafa stolið voru sængurverasett, borðbúnaður og veggljós. Í áttunda ákærulið voru konunni gefin að sök, auk þjófnaðar, fjársvik með því að hafa blekkt starfsmann á afgreiðslukassa. Hún hafi svikið út Underlig svampdýnu að verðmæti 7.600 króna með því að koma fyrir strikamerki af Lindöja sólhlífartjaldi að verðmæti 2.500 króna. Þannig hafi hún svikið 5.100 krónur út úr versluninni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu, eftir að sækjandi og ákærða höfðu tjáð sig um lagaatriði málsins og ákvörðun refsingar. Konan krafðist vægustu refsingar. Við ákvörðun refsingar konunnar var litið til þess að hún hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, ungs aldurs hennar, skýlausrar játningar hennar hjá lögreglu og fyrir dómi, auk þess að hún hafi sýnt mikla iðrun á þinfestingardegi. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða er nú sakfelld fyrir [átta] þjófnaðarbrot og [eitt] fjársvikabrot sem öll voru framin á tímabilinu 5. mars - 3. apríl 2022,“ segir í dómnum. Tjón verslunarinnar vegna brotanna nam 62.045 krónum. Að öllu þessu virtu var refsing konunnar ákveðin 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Ekki fyrsta strikamerkismálið í IKEA Athæfi konunnar í áttunda ákæruliðnum, að skipta strikamerki vöru út fyrir strikamerki ódýrari vöru, minnir að einhverju leyti á verknaðaraðferð þeirra sem sakfelld voru í IKEA-málunum svokölluðu, fyrir tæpum áratug. Þar hafði fólkið keypt vörur, skipt strikamerkjum þeirra út fyrir strikamerki af dýrari vörum, og skilað vörunum. Þannig fékk fólkið endurgreitt meira en því bar, og hafði þannig fé af IKEA með sviksamlegum hætti. Fjármunirnir sem voru undir í þeim málum voru þó talsvert meiri, en í frétt Stöðvar 2 um málin árið 2014 sagði Þórarinn Ævarsson, þáverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að tjón verslunarinnar væri nálægt tíu milljónum króna. Dómsmál Garðabær IKEA Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Dómurinn féll fyrr í þessum mánuði, en konan var ákærð í lok ágúst. Ákæran á hendur henni var í átta liðum. Fyrstu sjö liðirnir sneru allir að þjófnaði konunnar á munum úr verslun IKEA. Meðal þess sem konunni var gefið að sök að hafa stolið voru sængurverasett, borðbúnaður og veggljós. Í áttunda ákærulið voru konunni gefin að sök, auk þjófnaðar, fjársvik með því að hafa blekkt starfsmann á afgreiðslukassa. Hún hafi svikið út Underlig svampdýnu að verðmæti 7.600 króna með því að koma fyrir strikamerki af Lindöja sólhlífartjaldi að verðmæti 2.500 króna. Þannig hafi hún svikið 5.100 krónur út úr versluninni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu, eftir að sækjandi og ákærða höfðu tjáð sig um lagaatriði málsins og ákvörðun refsingar. Konan krafðist vægustu refsingar. Við ákvörðun refsingar konunnar var litið til þess að hún hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, ungs aldurs hennar, skýlausrar játningar hennar hjá lögreglu og fyrir dómi, auk þess að hún hafi sýnt mikla iðrun á þinfestingardegi. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða er nú sakfelld fyrir [átta] þjófnaðarbrot og [eitt] fjársvikabrot sem öll voru framin á tímabilinu 5. mars - 3. apríl 2022,“ segir í dómnum. Tjón verslunarinnar vegna brotanna nam 62.045 krónum. Að öllu þessu virtu var refsing konunnar ákveðin 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Ekki fyrsta strikamerkismálið í IKEA Athæfi konunnar í áttunda ákæruliðnum, að skipta strikamerki vöru út fyrir strikamerki ódýrari vöru, minnir að einhverju leyti á verknaðaraðferð þeirra sem sakfelld voru í IKEA-málunum svokölluðu, fyrir tæpum áratug. Þar hafði fólkið keypt vörur, skipt strikamerkjum þeirra út fyrir strikamerki af dýrari vörum, og skilað vörunum. Þannig fékk fólkið endurgreitt meira en því bar, og hafði þannig fé af IKEA með sviksamlegum hætti. Fjármunirnir sem voru undir í þeim málum voru þó talsvert meiri, en í frétt Stöðvar 2 um málin árið 2014 sagði Þórarinn Ævarsson, þáverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að tjón verslunarinnar væri nálægt tíu milljónum króna.
Dómsmál Garðabær IKEA Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira