Eigandi Bournemouth ætlar að stofna nýtt félag í áströlsku úrvalsdeildinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. október 2023 07:01 Bill Foley fer fyrir hópi fjárfesta Bill Foley, eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Bournemouth, hefur tryggt forkaupsrétt á nýju félagi í Auckland, fjölmennustu borg Nýja-Sjálands. Meðal hluthafa í fjárfestingahópnum sem Bill Foley leiðir er kvikmyndastjarnan Michael B. Jordan og Ryan fjölskyldan, sem á minnihluta í Chicago Bears í NFL deildinni. Foley er meðeigandi og framkvæmdastjóri Black Knight Football Group, hópi fjárfesta sem keypti Bournemouth síðastliðinn desember og fjárfesti í franska félaginu Lorient. Ástralska úrvalsdeildin tilkynnti áætlanir fyrr á þessu ári um að bæta tveimur nýjum liðum við deildina, einu í Auckland og öðru í Canberra, höfuðborg Ástralíu. Bæði lið myndu hefja keppni í úrvalsdeild karla og kvenna á næsta tímabili. Foley og félagar í fjárfestingahópnum hafa verið í leit að nýjum tækifærum og liðum til að eignast, þau hafa meðal annars skoðað sig um í Belgíu, Brasilíu og Skotlandi. Bill Foley er vel kunnugur Nýja-Sjálandi en hann rekur þar hótel og veitingastaði auk þess að halda úti sex vínekrum. Tilkoma þessara tveggja nýju liða mun breyta áströlsku úrvalsdeildinni úr 12 liða í 14 liða deild og félagið sem stofnað verður í Auckland verður annað tveggja Ný-Sjálenskra liða deildarinnar. Þegar gengið var frá kaupunum á Lorient sagði Foley félagið vera kjörið tækifæri til þess að þróa leikmenn og selja þá áfram. Markmiðið væri að halda úti nokkrum félögum um allan heim sem gætu á endanum veitt Bournemouth liðsstyrk. Enski boltinn Ástralía Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira
Foley er meðeigandi og framkvæmdastjóri Black Knight Football Group, hópi fjárfesta sem keypti Bournemouth síðastliðinn desember og fjárfesti í franska félaginu Lorient. Ástralska úrvalsdeildin tilkynnti áætlanir fyrr á þessu ári um að bæta tveimur nýjum liðum við deildina, einu í Auckland og öðru í Canberra, höfuðborg Ástralíu. Bæði lið myndu hefja keppni í úrvalsdeild karla og kvenna á næsta tímabili. Foley og félagar í fjárfestingahópnum hafa verið í leit að nýjum tækifærum og liðum til að eignast, þau hafa meðal annars skoðað sig um í Belgíu, Brasilíu og Skotlandi. Bill Foley er vel kunnugur Nýja-Sjálandi en hann rekur þar hótel og veitingastaði auk þess að halda úti sex vínekrum. Tilkoma þessara tveggja nýju liða mun breyta áströlsku úrvalsdeildinni úr 12 liða í 14 liða deild og félagið sem stofnað verður í Auckland verður annað tveggja Ný-Sjálenskra liða deildarinnar. Þegar gengið var frá kaupunum á Lorient sagði Foley félagið vera kjörið tækifæri til þess að þróa leikmenn og selja þá áfram. Markmiðið væri að halda úti nokkrum félögum um allan heim sem gætu á endanum veitt Bournemouth liðsstyrk.
Enski boltinn Ástralía Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira