Betri tíð í samgöngumálum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. október 2023 13:01 Þau sem fylgst hafa með umræðum um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin og áratugina hafa orðið vitni af stöðugum ágreiningi milli ríkis og sveitarfélaga og þá sérstaklega á milli ríkis og Reykjavíkurborgar. Ég ætla hér í þessum greinarstúf að beina athygli að samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega að samgöngusáttmálanum sem undirritaður var af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2019. Fyrir undirritun samgöngusáttmálans hafði ríkt algjör stöðnun í samgöngum hér á þessu fjölmennasta svæði landsins og afleiðingarnar voru augljósar; sífellt þyngri umferð, meiri tafir og meiri mengun. Almennt séð þá tel ég að það séu ekki ýkja margir sem gera sér grein fyrir því afreki sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vann með því að ná þessum samningi í gegn á sínum tíma. Þar er mikilvægast að sveitarfélögin er nú sameinuð í sinni framtíðarsýn þegar kemur að samgöngumálum. Því miður er umræðan um samgöngusáttmálann ekki á þeim stað sem hún þarf að vera. Umræðan snýst eingöngu um fjármagn en ekki stóru myndina og þá miklu framtíðarsýn sem hann samgöngusáttmálinn staðfestir. Það er nú þannig að ekkert gert án fjármuna um leið og tæknin þróast á ógnarhraða. Að því sögðu er að sjálfsögðu eðlilegt og nauðsynlegt að allar áætlanir, hvort sem um er að ræða kostnaðar- eða framkvæmdaáætlanir, séu stöðugt til skoðunar með það að markmiði að fjármunir séu vel nýttir og að við séum að styðjast við bestu tækni. Viðræðuhópur hefur verið skipaður fulltrúum ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að rýna í áætlanir sáttmálans með það fyrir augum að uppfæra forsendur hans og undirbúning á viðauka við hann. Samvinna skilar betri árangri Samgöngusáttmálinn sem skrifað var undir árið 2019 markaði tímamót að mörgu leyti. Með sáttmálanum sameinuðust ríki og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um framtíðarsýn og markmið fyrir samgöngur á svæðinu. Sú leið var ekki einföld, eða niðurstaðan auðsótt, enda ólík sjónarmið uppi milli sveitarfélaga. En með þessu samtali ráðherrans við sveitarfélögin og Vegagerðina var ísinn brotinn og við íbúar á höfuðborgarsvæðinu öllu erum farin að sjá fram á betri tíð í samgöngum. Mikilvægar framkvæmdir hafa nú þegar klárast, svo sem á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, Suðurlandsvegi milli Vesturlandsvegar og Hádegismóa og á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Þá hafa einnig verið lagðir rúmlega 13 km af hjólastígum. Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að stórfelldri uppbyggingu innviða fyrir alla ferðamáta. Tímabærar framkvæmdir á stofnvegum þar sem umsvifamest er lagning stórra umferðaræða í stokka, munu greiða fyrir umferð, draga úr umhverfisáhrifum og skapa mannvænni byggð í grennd við umferðaræðar. Þróun hágæðaalmenningssamgangna ásamt nýju stofnleiðakerfi hjólreiða er svo lykilþáttur í þróun svæðisins í átt að sjálfbærara borgarsamfélagi. Aukin hlutdeild almenningssamgangna í ferðamátavali á svæðinu mun greiða fyrir umferð og halda aftur af aukningu umferðartafa á svæðinu. Sjálfbærara samfélag er mikilvægur þáttur í að auka lífsgæði og efla samkeppnishæfni svæðisins, en höfuðborgarsvæðið er í samkeppni um mannauð við stórborgir í nágrannalöndum. Niðurstaðan er fjölbreyttar samgöngur þar sem stofnbrautir verða byggðar upp, göngu- og hjólastígar lagðir og innviðir alvöru almenningssamgangna verða að veruleika. Allt styður þetta við heilbrigðara samfélag, styttir ferðatíma á svæðinu, minnkar mengun og eykur allt umferðaröryggi. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Samgöngur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þau sem fylgst hafa með umræðum um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin og áratugina hafa orðið vitni af stöðugum ágreiningi milli ríkis og sveitarfélaga og þá sérstaklega á milli ríkis og Reykjavíkurborgar. Ég ætla hér í þessum greinarstúf að beina athygli að samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega að samgöngusáttmálanum sem undirritaður var af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2019. Fyrir undirritun samgöngusáttmálans hafði ríkt algjör stöðnun í samgöngum hér á þessu fjölmennasta svæði landsins og afleiðingarnar voru augljósar; sífellt þyngri umferð, meiri tafir og meiri mengun. Almennt séð þá tel ég að það séu ekki ýkja margir sem gera sér grein fyrir því afreki sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vann með því að ná þessum samningi í gegn á sínum tíma. Þar er mikilvægast að sveitarfélögin er nú sameinuð í sinni framtíðarsýn þegar kemur að samgöngumálum. Því miður er umræðan um samgöngusáttmálann ekki á þeim stað sem hún þarf að vera. Umræðan snýst eingöngu um fjármagn en ekki stóru myndina og þá miklu framtíðarsýn sem hann samgöngusáttmálinn staðfestir. Það er nú þannig að ekkert gert án fjármuna um leið og tæknin þróast á ógnarhraða. Að því sögðu er að sjálfsögðu eðlilegt og nauðsynlegt að allar áætlanir, hvort sem um er að ræða kostnaðar- eða framkvæmdaáætlanir, séu stöðugt til skoðunar með það að markmiði að fjármunir séu vel nýttir og að við séum að styðjast við bestu tækni. Viðræðuhópur hefur verið skipaður fulltrúum ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að rýna í áætlanir sáttmálans með það fyrir augum að uppfæra forsendur hans og undirbúning á viðauka við hann. Samvinna skilar betri árangri Samgöngusáttmálinn sem skrifað var undir árið 2019 markaði tímamót að mörgu leyti. Með sáttmálanum sameinuðust ríki og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um framtíðarsýn og markmið fyrir samgöngur á svæðinu. Sú leið var ekki einföld, eða niðurstaðan auðsótt, enda ólík sjónarmið uppi milli sveitarfélaga. En með þessu samtali ráðherrans við sveitarfélögin og Vegagerðina var ísinn brotinn og við íbúar á höfuðborgarsvæðinu öllu erum farin að sjá fram á betri tíð í samgöngum. Mikilvægar framkvæmdir hafa nú þegar klárast, svo sem á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, Suðurlandsvegi milli Vesturlandsvegar og Hádegismóa og á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Þá hafa einnig verið lagðir rúmlega 13 km af hjólastígum. Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að stórfelldri uppbyggingu innviða fyrir alla ferðamáta. Tímabærar framkvæmdir á stofnvegum þar sem umsvifamest er lagning stórra umferðaræða í stokka, munu greiða fyrir umferð, draga úr umhverfisáhrifum og skapa mannvænni byggð í grennd við umferðaræðar. Þróun hágæðaalmenningssamgangna ásamt nýju stofnleiðakerfi hjólreiða er svo lykilþáttur í þróun svæðisins í átt að sjálfbærara borgarsamfélagi. Aukin hlutdeild almenningssamgangna í ferðamátavali á svæðinu mun greiða fyrir umferð og halda aftur af aukningu umferðartafa á svæðinu. Sjálfbærara samfélag er mikilvægur þáttur í að auka lífsgæði og efla samkeppnishæfni svæðisins, en höfuðborgarsvæðið er í samkeppni um mannauð við stórborgir í nágrannalöndum. Niðurstaðan er fjölbreyttar samgöngur þar sem stofnbrautir verða byggðar upp, göngu- og hjólastígar lagðir og innviðir alvöru almenningssamgangna verða að veruleika. Allt styður þetta við heilbrigðara samfélag, styttir ferðatíma á svæðinu, minnkar mengun og eykur allt umferðaröryggi. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar