Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2023 12:31 Slökkvilið Borgarbyggðar fagnar 100 ára afmæli í dag, 14. október. Í liðinu er flottur hópur fólks, karlar og konur, sem brenna fyrir starf sitt. Aðsend Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur. Í Borgarbyggð eru fjórar slökkviliðsstöðvar eða í Reykholti, Bifröst, Hvanneyri og Borgarnesi þar sem höfuðstöðvarnar eru. Það eru merk tímamót í sögu slökkviliðsins þegar aldarafmæli verður fagnað. Heiðar Örn Jónsson er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar. „Já, þetta eru heldur betur mikil tímamót og þess vegna erum við að fagna því enda hefur mikið gerst á þessum 100 árum. Við erum svolítið að súmmera það, sem hefur verið að gerast og hvað við erum að gera í dag og svona á þessum tímamótum. Það hefur mikið breyst, bæði í búnaði og þekkingu og menntun og þjálfun og við erum að sýna okkar fólki hvar við stöndum í dag,“ segir Heiðar Örn. Dagskrá dagsins hefst klukkan 14:00 á eftir í Hjálmakletti og stendur til klukkan 16:00. Boðið verður upp á söngatriði, ávörp, nokkrir slökkviliðsmenn verða heiðraðir, 20 nýliðar verða útskrifaðir úr námi slökkviliðsmanna og að sjálfsögðu verður kaffið og veitingarnar á sínum stað. Þá fer líka fram formlega afhending á nýjum tankbíl til slökkviliðsins í Reykholti. En hvað eru útköll Slökkviliðs Borgarbyggðar mörg á ári að meðaltali? „Við erum með svona á milli 50 og 60 hreyfingar á dælubíl á ári í mis stórum verkefnum. Okkar helstu verkefni í dag eru tengd umferðinni,“ segir Heiðar Örn. Allir eru velkomnir í afmælisveislu dagsins í Borgarnesi á milli klukkan 14:00 og 16:00.Aðsend Og slökkviliðsstjórinn lofar glæsilegum hátíðarhöldum í Borgarnesi í dag. „Já og endilega að koma til okkar ef þið eruð hérna í Borgarnesi og við verðum með allan okkar bílaflota til sýnis, svo eins og ég segi, við erum að útskrifa 20 slökkviliðsmenn og hér verða kökur og kaffi. Þeir, sem vilja gleðjast með okkur eru velkomnir,“ segir Heiðar Örn. Útköll slökkviliðsins eru á milli 50 og 60 á ári.Aðsend Borgarbyggð Slökkvilið Tímamót Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Í Borgarbyggð eru fjórar slökkviliðsstöðvar eða í Reykholti, Bifröst, Hvanneyri og Borgarnesi þar sem höfuðstöðvarnar eru. Það eru merk tímamót í sögu slökkviliðsins þegar aldarafmæli verður fagnað. Heiðar Örn Jónsson er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar. „Já, þetta eru heldur betur mikil tímamót og þess vegna erum við að fagna því enda hefur mikið gerst á þessum 100 árum. Við erum svolítið að súmmera það, sem hefur verið að gerast og hvað við erum að gera í dag og svona á þessum tímamótum. Það hefur mikið breyst, bæði í búnaði og þekkingu og menntun og þjálfun og við erum að sýna okkar fólki hvar við stöndum í dag,“ segir Heiðar Örn. Dagskrá dagsins hefst klukkan 14:00 á eftir í Hjálmakletti og stendur til klukkan 16:00. Boðið verður upp á söngatriði, ávörp, nokkrir slökkviliðsmenn verða heiðraðir, 20 nýliðar verða útskrifaðir úr námi slökkviliðsmanna og að sjálfsögðu verður kaffið og veitingarnar á sínum stað. Þá fer líka fram formlega afhending á nýjum tankbíl til slökkviliðsins í Reykholti. En hvað eru útköll Slökkviliðs Borgarbyggðar mörg á ári að meðaltali? „Við erum með svona á milli 50 og 60 hreyfingar á dælubíl á ári í mis stórum verkefnum. Okkar helstu verkefni í dag eru tengd umferðinni,“ segir Heiðar Örn. Allir eru velkomnir í afmælisveislu dagsins í Borgarnesi á milli klukkan 14:00 og 16:00.Aðsend Og slökkviliðsstjórinn lofar glæsilegum hátíðarhöldum í Borgarnesi í dag. „Já og endilega að koma til okkar ef þið eruð hérna í Borgarnesi og við verðum með allan okkar bílaflota til sýnis, svo eins og ég segi, við erum að útskrifa 20 slökkviliðsmenn og hér verða kökur og kaffi. Þeir, sem vilja gleðjast með okkur eru velkomnir,“ segir Heiðar Örn. Útköll slökkviliðsins eru á milli 50 og 60 á ári.Aðsend
Borgarbyggð Slökkvilið Tímamót Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira