Grímur viðurkennir mistök lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 18:09 Grímur Grímsson segir þó að niðurstaða málsins sé óbreytt. Vísir/Arnar Yfirlögregluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið. Elimar Hauksson, lögmaður mannsins, sem er ákærður í málinu hefur haldið því fram að vinnubrögð lögreglu séu ámælisverð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði sig um málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Hann segist ekki ætla að taka svo djúpt í árinni að vinnubrögð lögreglu hafi verið ámælisverð. Hins vegar hafi verið mistök að finna ekki hnífinn og að lögreglan verði að gangast við því. Elimar gagnrýnir jafnframt að blóðferlarannsókn hafi ekki farið fram á vettvang. Grímur er ósammála þeirri gagnrýni. „Ég er ekki alveg sammála honum í því. Það er nú þannig að annar tveggja tæknideildarmanna sem fóru þarna um er sérfræðingur í blóðferlum. Og þarna fór fram rannsókn á því blóði sem var á vettvangi. Það er ekkert þannig að í öllum svona málum séu einhverjir blóðferlar til að rannsaka,“ segir Grímur, sem tekur fram að sérstök skýrsla um blóðferla hefði engu breytt varðandi rannsókn málsins. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki“ Grímur segist ekki vita til þess að morðvopn hafi ekki fundist við rannsókn máls, en komið í ljós síðar á Íslandi. „Í langflestum tilfellum þá bara gengur þetta ofboðslega vel. En ég bara ítreka það að við viðurkennum þarna hafi orðið mistök og við göngumst við því.“ Þá tekur hann fram að málið sé upplýst. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki,“ bætir hann við. Grímur segir ekki ástæðu til að skoða verklag tæknideildarinnar heldur hvetur hann frekar lögreglu til að fylgja vel því verklagi sem er til staðar. Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Elimar Hauksson, lögmaður mannsins, sem er ákærður í málinu hefur haldið því fram að vinnubrögð lögreglu séu ámælisverð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði sig um málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Hann segist ekki ætla að taka svo djúpt í árinni að vinnubrögð lögreglu hafi verið ámælisverð. Hins vegar hafi verið mistök að finna ekki hnífinn og að lögreglan verði að gangast við því. Elimar gagnrýnir jafnframt að blóðferlarannsókn hafi ekki farið fram á vettvang. Grímur er ósammála þeirri gagnrýni. „Ég er ekki alveg sammála honum í því. Það er nú þannig að annar tveggja tæknideildarmanna sem fóru þarna um er sérfræðingur í blóðferlum. Og þarna fór fram rannsókn á því blóði sem var á vettvangi. Það er ekkert þannig að í öllum svona málum séu einhverjir blóðferlar til að rannsaka,“ segir Grímur, sem tekur fram að sérstök skýrsla um blóðferla hefði engu breytt varðandi rannsókn málsins. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki“ Grímur segist ekki vita til þess að morðvopn hafi ekki fundist við rannsókn máls, en komið í ljós síðar á Íslandi. „Í langflestum tilfellum þá bara gengur þetta ofboðslega vel. En ég bara ítreka það að við viðurkennum þarna hafi orðið mistök og við göngumst við því.“ Þá tekur hann fram að málið sé upplýst. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki,“ bætir hann við. Grímur segir ekki ástæðu til að skoða verklag tæknideildarinnar heldur hvetur hann frekar lögreglu til að fylgja vel því verklagi sem er til staðar.
Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira