Skilur sársaukann og áföllin að baki neyslunni Lovísa Arnardóttir skrifar 23. október 2023 07:00 Halldóra Mogensen brennur fyrir málefnum tengdum afglæpavæðingu og skaðaminnkun. Margt hafi mótað þann áhuga. Vísir/Einar Halldóra Mogensen segist skilja vel áföllin og sársaukann sem keyrir marga vímuefnanotendur áfram. Sjálf hafi hún leitað í vímuefni sem ung manneskja. Það ferðalag hafi endað á erfiðum stað en hefur orðið til þess að fíkniefnalöggjöf og afglæpavæðing hefur verið þingkonunni afar hugleikin. Svo hugleikin að nú hefur hún í fimmta sinn mælt fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, mælti í vikunni í fimmta sinn fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu. Í því er, eins og áður, lagt til að ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni verði breytt á þann hátt að bann við vörslu neysluskammta vímuefna verði afnumið. „Fólk er að deyja og ég vildi halda Willum við efni, þess vegna lagði ég það aftur fram,“ segir Halldóra og á þá við Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Eins og stendur er starfshópur að vinna að stefnumótun á vegum heilbrigðisráðherra. Hópurinn var skipaður í fyrra og er markmið hans að skoða skaðaminnkandi úrræði, sem og afglæpavæðingu. Halldóra segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýn fyrir vinnu hópsins. „Hann er búinn að móta þetta öðruvísi en ráðherrar hafa áður gert. Kjarnahópurinn sem er að vinna þetta eru allt sérfræðingar í skaðaminnkun, okkar helstu sérfræðingar,“ segir Halldóra og að að hún telji það afar jákvætt að sérfræðingarnir stýri vinnunni en sæki svo þekkingu til annarra. Halldóra segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Fólk sé að deyja og það þurfi að bregðast við. Vísir/Einar „Ég leyfi mér að vera bjartsýn að niðurstaðan úr þessari vinnu verði góð. En svo er alltaf spurning hvað meirihlutinn er tilbúinn að samþykkja. En við höldum áfram að ýta og þrýsta á Willum og aðra innan ríkisstjórnarinnar.“ Halldóra hlaut nýverið verðlaun fyrir baráttu sína fyrir umbótum í vímuefnastefnu. Verðlaunin kallast Nordic Reform Award og voru afhent henni á ráðstefnu í Noregi nýlega. Í umsögn um Halldóru sagði að hún, og flokkur hennar, Píratar, hefðu séð til þess að vímuefnastefna væri til umræðu á vettvangi stjórnmála síðustu ár á Íslandi. „Þau voru að veita mér þessi verðlaun fyrir baráttu mína hérna heima fyrir afglæpavæðingu, aðallega fyrir vitundarvakningu. Það hefur verið svo ótrúlega mikil breyting á viðhorfi almennings í kjölfar umræðu á þingi og í fjölmiðlum,“ segir Halldóra. Halldóra við móttöku verðlaunanna. Spurð hvar við séum stödd í dag í þessari vegferð segir hún það augljóst að ekki sé vilji hjá ríkisstjórninni til hætta að refsa vímuefnanotendum og að styðja við afglæpavæðingu neysluskammta. Það sé einnig mótstaða innan lögreglu og læknastéttar sem hafi mikil áhrif. Halldóra segist þó skilja hik margra þingmanna þegar til dæmis hluti læknasamfélagsins hafi lýst yfir andstöðu við slíkar breytingar en gerir athugasemd við það og segir lækna og lögreglu enga sérfræðinga í þessu málefni. Bannstefnan fjármagni aðra glæpi Á sama tíma séum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar í þessum málum. Fyrrverandi leynilögreglumaður hafi, sem dæmi, haldið erindi á ráðstefnunni í Noregi þar sem hann talaði fyrir regluvæðingu og gegn núverandi bannstefnu. „Hann vann við það að ná öllum helstu mafíósunum og gengjum. Hann er ekkert að berjast fyrir afglæpavæðingu heldur bara fyrir því að regluvæða þetta allt,“ segir Halldóra. Með regluvæðingu á hún við að breyta markaðnum þannig að efnin séu seld á opinberum markaði, í sérbúðum eða jafnvel ávísað af læknum. Í erindi hans hafi komið fram að með bannstefnu sé verið að kynda undir glæpastarfsemi og auðsöfnun glæpasamtaka. „Peningar sem koma frá sölu vímuefna er banki fíkniefnagengja til að fjármagna aðra glæpastarfsemi,“ segir Halldóra. Undanfarin ár hafi þeim ríkjum fjölgað sem séu kölluð „narco-states“ þar sem lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir hafi verið teknar úr sambandi vegna gríðarlegs umfangs glæpagengja. Hún segir að þessi ríki megi finna í Suður-Ameríku, Mið-Ameríku og Afríku. „Við erum að fjármagna aukna glæpastarfsemi með vímuefnastefnunni okkar,“ segir hún. Það verði að líta á málið í þessu stóra samhengi þegar litið sé til löggjafarinnar. Spurð hvers vegna hún brenni fyrir þessum málefnum segir Halldóra margt spila inn í. Hún hafi alist upp í Bretlandi þar sem viðhorf til neyslu vímuefna séu önnur en hér á landi og það hafi haft mikil áhrif á hana. Viðhorf til marijúana hafi sem dæmi verið frjálslegri og við komu til Íslands hafi hún upplifað gríðarlegan hræðsluáróður. Það hefur ýmislegt verið reynt til að sporna við neyslu ungmenna á vímuefnum. „Ég ólst því ekki upp með þessa hræðilegu innrætingu að vímuefni væru bara dauði. Þegar ég var krakki og kom heim til Íslands voru auglýsingarnar alls staðar um fíkniefnadjöfulinn með rauðu augun,“ segir Halldóra og heldur áfram: „Það var þessi innræting að vímuefni myndu öll bara gera þig að fíkli eða drepa þig. Þú ættir að segja nei og ég man hvað mér fannst þetta asnalegt, og öllum krökkunum. Því við vissum að þetta var ekki rétt og búið að blása vímuefnin upp í svo miklum hræðsluáróðri.“ Fræðslan verði að vera raunhæf Hún telur miklu betra að fræða börn og ungmenni út frá raunveruleika sem að þau geti tengt við. „Annað sem hefur haft áhrif er að ég fór svo seinna og prófaði þetta allt saman. Í byrjun var þetta mjög skemmtilegt en endaði á mjög myrkum stað. Mér leið ekki vel,“ segir Halldóra. Fyrir hana hafi vímuefnin verið bjargráð. „Mér leið hræðilega þegar ég kom til Íslands. Fyrsta skóladaginn minn á Íslandi leið mér svo illa að ég ældi áður en ég fór. Ég var svo hrædd. Fyrir mig var þetta bara einhver pynting. Ég átti enga vini og leið hræðilega. Ég hætti í skóla 17 ára og ef ég hefði ekki hætt þá hefði ég líklega bara dáið,“ segir Halldóra alvarleg. Halldóra segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Fólk sé að deyja og það þurfi að bregðast við. Vísir/Einar Hún segir leitun sína í vímuefni hafa verið leit að tengslum. „Manni líður illa og langar að tilheyra og vera meðtekinn,“ segir hún. Hún hafi, í hópi fólks sem var að neyta vímuefna, fundið tengingu og samfélag sem hún tilheyrði. „Mér fannst ég í fyrsta skipti vera skemmtileg og naut lífsins. Það var rosalegt frelsi sem fylgdi þessu og ég gat tengst fólki sem var skemmtilegt og fannst ég skemmtileg,“ segir Halldóra. Það hafi verið það sem keyrði neysluna áfram. „Þessi vegferð endaði svo auðvitað bara í mikilli neyð. Mér var hætt að líða vel, eins og mér gerði í upphafi. Þá þarf að vera einhver útkomuleið og það sem bjargaði mér var góður stuðningur fjölskyldu og annarra náinna. Þau drógu mig til baka og það bjargaði mínu lífi.“ Halldóra segir að þessi tími hafi gefið henni innsýn sem hafi aukið skilning hennar á vandanum og uppruna hans. „Ég áttaði mig á sársaukanum og áföllunum sem var að keyra fólk áfram. Sama hvert var litið. Allt frá vinum mínum til hörðustu fíkniefnasala. Sem voru sumir orðnir hálfsiðblindir af neyslu. Því það er auðvitað ein afleiðing svona mikillar og harðrar neyslu. Maður byrjar að finna fyrir siðblindu. En á sama tíma sá ég viðkvæmni og sársauka hjá þeim. Þessi reynsluheimur mótar þannig skilning minn á þessu málefni. Ég sá að núverandi stefna var að auka vanda fólks og jafnvel hamla því að þau gætu hætt. Fólk upplifði að það væri ekki hægt, það væri engin útkomuleið og ekkert sem tæki við. Það hugsaði því bara „fokk it“ og hélt áfram.“ Skilur sársaukann og áföllin sem keyrir þau áfram Halldóra segist eiga í reglulegu samtali við notendur samhliða baráttu sinni og að staða þeirra sé enn mjög erfið „Á meðan þetta er ólöglegt og notendur eru glæpamenn veltur þetta ofboðslega mikið á því til dæmis hvaða lögreglumanni þú lendir á. Sumir kannski vilja hjálpa á meðan aðrir telja rétt að refsa. Lögreglunni ber auðvitað að fara eftir lögum og á meðan það á að refsa notendum og taka af þeim efnin, þá getur lögreglan lítið annað gert,“ segir Halldóra. Hún viti alveg til þess að það séu ekki allir lögreglumenn sammála þessari stefnu. Bregðast þurfi við þessu og að það hafi tekið of langan tíma. Í Noregi hafi réttarvörslukerfið tekið völdin af pólitíkinni vegna þess hve lengi hún hafi verið að bregðast við. Þar hafi verið tilbúin tillaga um nýja löggjöf um afglæpavæðingu neysluskammta en að ekki hafi tekist að klára málið fyrir þingkosningar þar árið 2021 Eftir þær hafi svo verið ákveðið að hætta við. Ríkissaksóknari hafi brugðist við á þann máta að gefa út tilmæli til lögreglu um að hætta að leita að neysluskömmtum hjá notendum. Hann hafi ekki áhuga á slíkum málum lengur. Halldóra segir margar af þeim auglýsingum og herferðum sem hún ólst upp við og tengdust fíkniefnadjöflinum alls ekki hafa virkað. Þær hafi í raun bara verið hlægilegar. Vísir/Einar Það séu því aðrar leiðir færar. En á meðan beðið er eftir ákvörðun um stefnubreytingu í þessum málaflokki séu mörg önnur skaðaminnkandi úrræði sem sé hægt að vinna að. Eins og að fjölga meðferðarúrræðum. „Það er unnið svakalega gott starf hjá SÁÁ en það eru kannski ekki allir tilbúnir að fara þá leið,“ segir Halldóra. Það þurfi að víkka út hugtakið þannig að það sé hægt að ná fleirum í bata. „Eitt af því sem mér finnst vanta er að aðalatriðið sé áfallamiðuð nálgun. Það er það ekki núna og að miklu leyti er það eflaust vegna vanfjármögnunar, en þetta snýst líka um forgangsröðun og hugmyndafræði. Við erum enn að stýra meðferðinni út frá læknisfræðilegri hugsun. Það er auðvitað hluti af þessu en ekki öll myndin. Það þarf að setja fókus á fleiri hluti,“ segir Halldóra. Engin neytendavernd Hún nefnir mikilvægi þess að fólk fari ekki í sömu félagslegu aðstæðurnar og það var í áður en það fór í meðferð því það sé oft uppruni vanda þeirra. Séu félagslegu aðstæðurnar tryggða sé ólíklegra að fólk veikist aftur. Auk þess sé stórt vandamál að engin neytendavernd sé á vímuefnamarkaði. Alla jafna sé það þannig að neytendur fái engar upplýsingar um innihaldsefnin í þeim vímuefnum sem þau neyti. Þá sé einnig mjög mikið vandamál að fólk veigri sér við því að leita sér aðstoðar vegna aðstæðna sinna. „En við verðum að finna einhverjar lausnir. Á meðan við gerum ekkert er fólk að deyja. Sérstaklega ungt fólk. Það er í eðli þeirra að prófa sig áfram og stundum eru það ofboðslega heimskulegir hlutir. Áhættuhegðun er hluti af þroskaskeiði okkar og hjá sumum er þessi áhættuhegðun vímuefnaneysla. Vímuefni sem eru keypt á svörtum markaði og ekkert vitað um innihald eða styrkleika. Svo þegar einhver veikist í partýinu þá þorir enginn að hringja því þau eru svo hrædd við lögregluna. Þessi staða á ekki að líðast.“ Píratar Fíkn Alþingi Tengdar fréttir Þjarma að heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun Píratar munu krefja heilbrigðisráðherra svara við spurningum um skaðaminnkun, sem snýr að því að mæta vímuefnaneytendum á þeirra forsendum, í sérstakri umræðu um málefnið á þingfundi í dag. 1. júní 2023 13:30 Tókust harkalega á um hvort fíkn væri smitsjúkdómur Þingmenn tókust á um hvort að fíkniefnaneysla sé smitsjúkdómur eða ekki í þættinum Sprengisandi í morgun. Yfirlæknir SÁÁ sagði ekki pláss fyrir refsingu á fíkniefnaneyslu. 30. apríl 2023 16:30 Páley segir afglæpavæðingu auka neyslu Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna. 28. apríl 2023 11:29 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14 Áfram refsað fyrir vörslu fíkniefna Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt. 30. júní 2020 06:03 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, mælti í vikunni í fimmta sinn fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu. Í því er, eins og áður, lagt til að ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni verði breytt á þann hátt að bann við vörslu neysluskammta vímuefna verði afnumið. „Fólk er að deyja og ég vildi halda Willum við efni, þess vegna lagði ég það aftur fram,“ segir Halldóra og á þá við Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Eins og stendur er starfshópur að vinna að stefnumótun á vegum heilbrigðisráðherra. Hópurinn var skipaður í fyrra og er markmið hans að skoða skaðaminnkandi úrræði, sem og afglæpavæðingu. Halldóra segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýn fyrir vinnu hópsins. „Hann er búinn að móta þetta öðruvísi en ráðherrar hafa áður gert. Kjarnahópurinn sem er að vinna þetta eru allt sérfræðingar í skaðaminnkun, okkar helstu sérfræðingar,“ segir Halldóra og að að hún telji það afar jákvætt að sérfræðingarnir stýri vinnunni en sæki svo þekkingu til annarra. Halldóra segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Fólk sé að deyja og það þurfi að bregðast við. Vísir/Einar „Ég leyfi mér að vera bjartsýn að niðurstaðan úr þessari vinnu verði góð. En svo er alltaf spurning hvað meirihlutinn er tilbúinn að samþykkja. En við höldum áfram að ýta og þrýsta á Willum og aðra innan ríkisstjórnarinnar.“ Halldóra hlaut nýverið verðlaun fyrir baráttu sína fyrir umbótum í vímuefnastefnu. Verðlaunin kallast Nordic Reform Award og voru afhent henni á ráðstefnu í Noregi nýlega. Í umsögn um Halldóru sagði að hún, og flokkur hennar, Píratar, hefðu séð til þess að vímuefnastefna væri til umræðu á vettvangi stjórnmála síðustu ár á Íslandi. „Þau voru að veita mér þessi verðlaun fyrir baráttu mína hérna heima fyrir afglæpavæðingu, aðallega fyrir vitundarvakningu. Það hefur verið svo ótrúlega mikil breyting á viðhorfi almennings í kjölfar umræðu á þingi og í fjölmiðlum,“ segir Halldóra. Halldóra við móttöku verðlaunanna. Spurð hvar við séum stödd í dag í þessari vegferð segir hún það augljóst að ekki sé vilji hjá ríkisstjórninni til hætta að refsa vímuefnanotendum og að styðja við afglæpavæðingu neysluskammta. Það sé einnig mótstaða innan lögreglu og læknastéttar sem hafi mikil áhrif. Halldóra segist þó skilja hik margra þingmanna þegar til dæmis hluti læknasamfélagsins hafi lýst yfir andstöðu við slíkar breytingar en gerir athugasemd við það og segir lækna og lögreglu enga sérfræðinga í þessu málefni. Bannstefnan fjármagni aðra glæpi Á sama tíma séum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar í þessum málum. Fyrrverandi leynilögreglumaður hafi, sem dæmi, haldið erindi á ráðstefnunni í Noregi þar sem hann talaði fyrir regluvæðingu og gegn núverandi bannstefnu. „Hann vann við það að ná öllum helstu mafíósunum og gengjum. Hann er ekkert að berjast fyrir afglæpavæðingu heldur bara fyrir því að regluvæða þetta allt,“ segir Halldóra. Með regluvæðingu á hún við að breyta markaðnum þannig að efnin séu seld á opinberum markaði, í sérbúðum eða jafnvel ávísað af læknum. Í erindi hans hafi komið fram að með bannstefnu sé verið að kynda undir glæpastarfsemi og auðsöfnun glæpasamtaka. „Peningar sem koma frá sölu vímuefna er banki fíkniefnagengja til að fjármagna aðra glæpastarfsemi,“ segir Halldóra. Undanfarin ár hafi þeim ríkjum fjölgað sem séu kölluð „narco-states“ þar sem lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir hafi verið teknar úr sambandi vegna gríðarlegs umfangs glæpagengja. Hún segir að þessi ríki megi finna í Suður-Ameríku, Mið-Ameríku og Afríku. „Við erum að fjármagna aukna glæpastarfsemi með vímuefnastefnunni okkar,“ segir hún. Það verði að líta á málið í þessu stóra samhengi þegar litið sé til löggjafarinnar. Spurð hvers vegna hún brenni fyrir þessum málefnum segir Halldóra margt spila inn í. Hún hafi alist upp í Bretlandi þar sem viðhorf til neyslu vímuefna séu önnur en hér á landi og það hafi haft mikil áhrif á hana. Viðhorf til marijúana hafi sem dæmi verið frjálslegri og við komu til Íslands hafi hún upplifað gríðarlegan hræðsluáróður. Það hefur ýmislegt verið reynt til að sporna við neyslu ungmenna á vímuefnum. „Ég ólst því ekki upp með þessa hræðilegu innrætingu að vímuefni væru bara dauði. Þegar ég var krakki og kom heim til Íslands voru auglýsingarnar alls staðar um fíkniefnadjöfulinn með rauðu augun,“ segir Halldóra og heldur áfram: „Það var þessi innræting að vímuefni myndu öll bara gera þig að fíkli eða drepa þig. Þú ættir að segja nei og ég man hvað mér fannst þetta asnalegt, og öllum krökkunum. Því við vissum að þetta var ekki rétt og búið að blása vímuefnin upp í svo miklum hræðsluáróðri.“ Fræðslan verði að vera raunhæf Hún telur miklu betra að fræða börn og ungmenni út frá raunveruleika sem að þau geti tengt við. „Annað sem hefur haft áhrif er að ég fór svo seinna og prófaði þetta allt saman. Í byrjun var þetta mjög skemmtilegt en endaði á mjög myrkum stað. Mér leið ekki vel,“ segir Halldóra. Fyrir hana hafi vímuefnin verið bjargráð. „Mér leið hræðilega þegar ég kom til Íslands. Fyrsta skóladaginn minn á Íslandi leið mér svo illa að ég ældi áður en ég fór. Ég var svo hrædd. Fyrir mig var þetta bara einhver pynting. Ég átti enga vini og leið hræðilega. Ég hætti í skóla 17 ára og ef ég hefði ekki hætt þá hefði ég líklega bara dáið,“ segir Halldóra alvarleg. Halldóra segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Fólk sé að deyja og það þurfi að bregðast við. Vísir/Einar Hún segir leitun sína í vímuefni hafa verið leit að tengslum. „Manni líður illa og langar að tilheyra og vera meðtekinn,“ segir hún. Hún hafi, í hópi fólks sem var að neyta vímuefna, fundið tengingu og samfélag sem hún tilheyrði. „Mér fannst ég í fyrsta skipti vera skemmtileg og naut lífsins. Það var rosalegt frelsi sem fylgdi þessu og ég gat tengst fólki sem var skemmtilegt og fannst ég skemmtileg,“ segir Halldóra. Það hafi verið það sem keyrði neysluna áfram. „Þessi vegferð endaði svo auðvitað bara í mikilli neyð. Mér var hætt að líða vel, eins og mér gerði í upphafi. Þá þarf að vera einhver útkomuleið og það sem bjargaði mér var góður stuðningur fjölskyldu og annarra náinna. Þau drógu mig til baka og það bjargaði mínu lífi.“ Halldóra segir að þessi tími hafi gefið henni innsýn sem hafi aukið skilning hennar á vandanum og uppruna hans. „Ég áttaði mig á sársaukanum og áföllunum sem var að keyra fólk áfram. Sama hvert var litið. Allt frá vinum mínum til hörðustu fíkniefnasala. Sem voru sumir orðnir hálfsiðblindir af neyslu. Því það er auðvitað ein afleiðing svona mikillar og harðrar neyslu. Maður byrjar að finna fyrir siðblindu. En á sama tíma sá ég viðkvæmni og sársauka hjá þeim. Þessi reynsluheimur mótar þannig skilning minn á þessu málefni. Ég sá að núverandi stefna var að auka vanda fólks og jafnvel hamla því að þau gætu hætt. Fólk upplifði að það væri ekki hægt, það væri engin útkomuleið og ekkert sem tæki við. Það hugsaði því bara „fokk it“ og hélt áfram.“ Skilur sársaukann og áföllin sem keyrir þau áfram Halldóra segist eiga í reglulegu samtali við notendur samhliða baráttu sinni og að staða þeirra sé enn mjög erfið „Á meðan þetta er ólöglegt og notendur eru glæpamenn veltur þetta ofboðslega mikið á því til dæmis hvaða lögreglumanni þú lendir á. Sumir kannski vilja hjálpa á meðan aðrir telja rétt að refsa. Lögreglunni ber auðvitað að fara eftir lögum og á meðan það á að refsa notendum og taka af þeim efnin, þá getur lögreglan lítið annað gert,“ segir Halldóra. Hún viti alveg til þess að það séu ekki allir lögreglumenn sammála þessari stefnu. Bregðast þurfi við þessu og að það hafi tekið of langan tíma. Í Noregi hafi réttarvörslukerfið tekið völdin af pólitíkinni vegna þess hve lengi hún hafi verið að bregðast við. Þar hafi verið tilbúin tillaga um nýja löggjöf um afglæpavæðingu neysluskammta en að ekki hafi tekist að klára málið fyrir þingkosningar þar árið 2021 Eftir þær hafi svo verið ákveðið að hætta við. Ríkissaksóknari hafi brugðist við á þann máta að gefa út tilmæli til lögreglu um að hætta að leita að neysluskömmtum hjá notendum. Hann hafi ekki áhuga á slíkum málum lengur. Halldóra segir margar af þeim auglýsingum og herferðum sem hún ólst upp við og tengdust fíkniefnadjöflinum alls ekki hafa virkað. Þær hafi í raun bara verið hlægilegar. Vísir/Einar Það séu því aðrar leiðir færar. En á meðan beðið er eftir ákvörðun um stefnubreytingu í þessum málaflokki séu mörg önnur skaðaminnkandi úrræði sem sé hægt að vinna að. Eins og að fjölga meðferðarúrræðum. „Það er unnið svakalega gott starf hjá SÁÁ en það eru kannski ekki allir tilbúnir að fara þá leið,“ segir Halldóra. Það þurfi að víkka út hugtakið þannig að það sé hægt að ná fleirum í bata. „Eitt af því sem mér finnst vanta er að aðalatriðið sé áfallamiðuð nálgun. Það er það ekki núna og að miklu leyti er það eflaust vegna vanfjármögnunar, en þetta snýst líka um forgangsröðun og hugmyndafræði. Við erum enn að stýra meðferðinni út frá læknisfræðilegri hugsun. Það er auðvitað hluti af þessu en ekki öll myndin. Það þarf að setja fókus á fleiri hluti,“ segir Halldóra. Engin neytendavernd Hún nefnir mikilvægi þess að fólk fari ekki í sömu félagslegu aðstæðurnar og það var í áður en það fór í meðferð því það sé oft uppruni vanda þeirra. Séu félagslegu aðstæðurnar tryggða sé ólíklegra að fólk veikist aftur. Auk þess sé stórt vandamál að engin neytendavernd sé á vímuefnamarkaði. Alla jafna sé það þannig að neytendur fái engar upplýsingar um innihaldsefnin í þeim vímuefnum sem þau neyti. Þá sé einnig mjög mikið vandamál að fólk veigri sér við því að leita sér aðstoðar vegna aðstæðna sinna. „En við verðum að finna einhverjar lausnir. Á meðan við gerum ekkert er fólk að deyja. Sérstaklega ungt fólk. Það er í eðli þeirra að prófa sig áfram og stundum eru það ofboðslega heimskulegir hlutir. Áhættuhegðun er hluti af þroskaskeiði okkar og hjá sumum er þessi áhættuhegðun vímuefnaneysla. Vímuefni sem eru keypt á svörtum markaði og ekkert vitað um innihald eða styrkleika. Svo þegar einhver veikist í partýinu þá þorir enginn að hringja því þau eru svo hrædd við lögregluna. Þessi staða á ekki að líðast.“
Píratar Fíkn Alþingi Tengdar fréttir Þjarma að heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun Píratar munu krefja heilbrigðisráðherra svara við spurningum um skaðaminnkun, sem snýr að því að mæta vímuefnaneytendum á þeirra forsendum, í sérstakri umræðu um málefnið á þingfundi í dag. 1. júní 2023 13:30 Tókust harkalega á um hvort fíkn væri smitsjúkdómur Þingmenn tókust á um hvort að fíkniefnaneysla sé smitsjúkdómur eða ekki í þættinum Sprengisandi í morgun. Yfirlæknir SÁÁ sagði ekki pláss fyrir refsingu á fíkniefnaneyslu. 30. apríl 2023 16:30 Páley segir afglæpavæðingu auka neyslu Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna. 28. apríl 2023 11:29 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14 Áfram refsað fyrir vörslu fíkniefna Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt. 30. júní 2020 06:03 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Þjarma að heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun Píratar munu krefja heilbrigðisráðherra svara við spurningum um skaðaminnkun, sem snýr að því að mæta vímuefnaneytendum á þeirra forsendum, í sérstakri umræðu um málefnið á þingfundi í dag. 1. júní 2023 13:30
Tókust harkalega á um hvort fíkn væri smitsjúkdómur Þingmenn tókust á um hvort að fíkniefnaneysla sé smitsjúkdómur eða ekki í þættinum Sprengisandi í morgun. Yfirlæknir SÁÁ sagði ekki pláss fyrir refsingu á fíkniefnaneyslu. 30. apríl 2023 16:30
Páley segir afglæpavæðingu auka neyslu Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna. 28. apríl 2023 11:29
„Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15
Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10
Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14
Áfram refsað fyrir vörslu fíkniefna Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt. 30. júní 2020 06:03
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30
Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30