Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 23. október 2023 13:00 Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? Að uppræta misréttið Samkvæmt jafnréttisvísitölu World Economic Forum trónir Ísland nú á toppi vísitölunnar, fjórtánda árið í röð. En betur má ef duga skal, því hægagangur í leiðréttingu á vanmati kvennastarfa er átakanlegur. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að meðaltal atvinnutekna kvenna er 28% lægra á ársgrundvelli en meðaltal atvinnutekna karla. Munur í tímakaupi er um 9%. Skýringarnar á þessum mun eru margþættar og sögulegar en þær má m.a. rekja til kerfisbundins vanmats þeirra starfa sem að stærstum hluta er sinnt af konum. Hér eiga sérfræðistörf á opinberum markaði veigamikinn þátt. Kvennaverkfallið þann 24. október snýst um mikilvæga þætti í kvennabaráttu, þ.á.m. um nauðsyn þess að koma upplýsingum af þessu tagi á framfæri og að þrýsta á um kraftmeiri aðgerðir í þágu efnahagslegs- og félagslegs jafnréttis á Íslandi. Til að auka slagkraftinn í baráttunni eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf nk. þriðjudag og sýna þannig mátt sinn í verki. Fyrir okkur og þau sem á eftir okkur koma, en einnig fyrir þær kynslóðir sem á undan gengu og ruddu brautina. Miklu minni ávinningur af háskólamenntun hjá konum Samkvæmt skýrslu BHM um virði menntunar á Íslandi sem gefin var út á árinu 2022 var ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuaukningu á við framhaldsskólamenntun, neikvæður allt til ársins 2000. Með öðrum orðum, þá borguðu konur með menntun sinni allt fram að aldamótum! Ef staða kynjanna er borin saman miðað við atvinnutekjur árið 2019 sést enn fremur að ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuauka á við framhaldsskólamenntun, var 19% fyrir konur en 55% fyrir karla! Ævitekjuferlar sýna mismikinn mun í atvinnutekjum kynjanna yfir ævina, en þó hallar augljóslega mest á miðaldra konur. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er munur í atvinnutekjum miðaldra háskólamenntaðra kvenna og miðaldra háskólamenntaðra karla um 40%. Okkur er hollt að velta því fyrir okkur hvort sú staðreynd komi á óvart...? Misréttið hefst við upphaf starfsævinnar Ef horft er til grunnlaunaröðunar í stofnanasamningum ríkisins kemur í ljós greinilegur halli í mati á virði starfa. Nærtækast er dæmið um konu í heilbrigðisstétt og karl í hefðbundnu skrifstofustarfi. Einstaklingarnir hafa sambærilegt nám að baki og vinna á sama vinnustað út starfsævina. Þau hækka bæði reglubundið um launaflokk eða launaþrep í samræmi við ákvæði stofnanasamninga t.a.m. vegna starfsaldurs eða viðbótarmenntunar. Mörg dæmi eru um að karlinn grunnraðist í launaflokk 13 á fyrsta ári í launatöflum ríkisins meðan konan grunnraðast í launaflokk 8-10. Munurinn getur numið allt að 25% í grunnlaunum á fyrsta ári. Því miður gefur fyrsta ár starfsævinnar oft tóninn fyrir ævina í heild, því munurinn eykst oft eftir því sem árin færast yfir, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta framgang í starfi en konur. Kvennaverkfalli er ætlað að vekja athygli á misrétti af þessu tagi og mikilvægi þess að það sé leiðrétt. Átaksverkefni verkalýðshreyfingar og atvinnulífs Launafólk og launagreiðendur eru ekki sammála um allt, en við hljótum öll að bera þá von í brjósti að á endanum náum við því sjálfsagða markmiði að greidd séu jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Óháð þjóðfélagsstöðu, menntun, kyni, kynhneigð eða kynvitund. Ómálefnaleg mismunum í launum er meinsemd sem þarf að uppræta í þágu okkar sem nú berum uppi íslenskan vinnumarkað og í þágu þeirra kynslóða sem við erum að ryðja brautina fyrir. Verum óhrædd við að opna samtalið byggt á staðreyndum og gögnum. Gerum gangskör að því að uppræta misréttið. Kvennaverkfallið þann 24. október er okkar lóð á vogarskálarnar. Sjáumst á þriðjudaginn! Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kvennaverkfall Kjaramál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? Að uppræta misréttið Samkvæmt jafnréttisvísitölu World Economic Forum trónir Ísland nú á toppi vísitölunnar, fjórtánda árið í röð. En betur má ef duga skal, því hægagangur í leiðréttingu á vanmati kvennastarfa er átakanlegur. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að meðaltal atvinnutekna kvenna er 28% lægra á ársgrundvelli en meðaltal atvinnutekna karla. Munur í tímakaupi er um 9%. Skýringarnar á þessum mun eru margþættar og sögulegar en þær má m.a. rekja til kerfisbundins vanmats þeirra starfa sem að stærstum hluta er sinnt af konum. Hér eiga sérfræðistörf á opinberum markaði veigamikinn þátt. Kvennaverkfallið þann 24. október snýst um mikilvæga þætti í kvennabaráttu, þ.á.m. um nauðsyn þess að koma upplýsingum af þessu tagi á framfæri og að þrýsta á um kraftmeiri aðgerðir í þágu efnahagslegs- og félagslegs jafnréttis á Íslandi. Til að auka slagkraftinn í baráttunni eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf nk. þriðjudag og sýna þannig mátt sinn í verki. Fyrir okkur og þau sem á eftir okkur koma, en einnig fyrir þær kynslóðir sem á undan gengu og ruddu brautina. Miklu minni ávinningur af háskólamenntun hjá konum Samkvæmt skýrslu BHM um virði menntunar á Íslandi sem gefin var út á árinu 2022 var ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuaukningu á við framhaldsskólamenntun, neikvæður allt til ársins 2000. Með öðrum orðum, þá borguðu konur með menntun sinni allt fram að aldamótum! Ef staða kynjanna er borin saman miðað við atvinnutekjur árið 2019 sést enn fremur að ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuauka á við framhaldsskólamenntun, var 19% fyrir konur en 55% fyrir karla! Ævitekjuferlar sýna mismikinn mun í atvinnutekjum kynjanna yfir ævina, en þó hallar augljóslega mest á miðaldra konur. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er munur í atvinnutekjum miðaldra háskólamenntaðra kvenna og miðaldra háskólamenntaðra karla um 40%. Okkur er hollt að velta því fyrir okkur hvort sú staðreynd komi á óvart...? Misréttið hefst við upphaf starfsævinnar Ef horft er til grunnlaunaröðunar í stofnanasamningum ríkisins kemur í ljós greinilegur halli í mati á virði starfa. Nærtækast er dæmið um konu í heilbrigðisstétt og karl í hefðbundnu skrifstofustarfi. Einstaklingarnir hafa sambærilegt nám að baki og vinna á sama vinnustað út starfsævina. Þau hækka bæði reglubundið um launaflokk eða launaþrep í samræmi við ákvæði stofnanasamninga t.a.m. vegna starfsaldurs eða viðbótarmenntunar. Mörg dæmi eru um að karlinn grunnraðist í launaflokk 13 á fyrsta ári í launatöflum ríkisins meðan konan grunnraðast í launaflokk 8-10. Munurinn getur numið allt að 25% í grunnlaunum á fyrsta ári. Því miður gefur fyrsta ár starfsævinnar oft tóninn fyrir ævina í heild, því munurinn eykst oft eftir því sem árin færast yfir, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta framgang í starfi en konur. Kvennaverkfalli er ætlað að vekja athygli á misrétti af þessu tagi og mikilvægi þess að það sé leiðrétt. Átaksverkefni verkalýðshreyfingar og atvinnulífs Launafólk og launagreiðendur eru ekki sammála um allt, en við hljótum öll að bera þá von í brjósti að á endanum náum við því sjálfsagða markmiði að greidd séu jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Óháð þjóðfélagsstöðu, menntun, kyni, kynhneigð eða kynvitund. Ómálefnaleg mismunum í launum er meinsemd sem þarf að uppræta í þágu okkar sem nú berum uppi íslenskan vinnumarkað og í þágu þeirra kynslóða sem við erum að ryðja brautina fyrir. Verum óhrædd við að opna samtalið byggt á staðreyndum og gögnum. Gerum gangskör að því að uppræta misréttið. Kvennaverkfallið þann 24. október er okkar lóð á vogarskálarnar. Sjáumst á þriðjudaginn! Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar