„Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét“ Íris Hauksdóttir skrifar 28. október 2023 10:01 Björk Jakobsdóttir upplifði martröð leikarans á dögunum. Vísir/Vilhelm „Það er aldrei meira í pokahorninu en akkúrat núna þegar ég er leikhúslaus,“ segir Björk Jakobsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikhússtjóri. „Ég er með þrjár leikmyndir heima í stofu. Á sama tíma erum við að setja upp bæði Drottningin sem kunni allt í Bæjarbíói sem hefur fengið frábæra dóma. Bíddu bara í Bæjarbíói og við stútfylltum tvær sýningar á Selfossi. Svo er ég með Jól á náttfötum og Draumaþjófurinn að klárast. Svo er ég að gefa út bók.“ Björk er með þrjár leikmyndir staðsettar í stofunni heima hjá sér.Vísir/Vilhelm Björk var gestur þeirra Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og Heimis Karlssonar í Bítinu. Þar ræddi hún um framtíð Gaflaraleikhússins og vilja Hafnfirðinga að viðhalda menningu. Á einum stað í viðtalinu segir Björk bæjarpólitíkina ekki eins drífandi og hún sé sjálf enda væri hún fyrir löngu búin að finna út úr leikhúsleysinu. Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af Ljóst er að Björk er með ótal bolta á lofti en hún er handritshöfundur fjölskyldusýningarinnar Draumaþjófurinn sem sýndur er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Um síðustu helgi upplifði hún þó martröð leikarans þegar hún þurfti að hoppa inn í stórt hlutverk í sýningunni með stuttum fyrirvara. „Ég hljóp inn á seinustu stundu og þetta er svolítið stórt hlutverk, eða eins og Gunni sagði, Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af. Hún er komin á fullt í aðalhlutverkinu á Mútta Courage og var búin að vera veik svo það þurfti að losa eggin úr hennar körfu. Ég hafði þrjá klukkutíma á fimmtudagskvöld til að æfa hlutverkið svo fékk ég fjóra á föstudeginum fékk ekki rennsli. Síðan brunaði ég á Selfoss þar sem ég sýndi tvær sýningar á Bíddu bara sem við þurftum líka að rifja upp. Ég mætti svo á sunnudaginn og stóð í hliðarvængnum og spurði: Er ég að fara inn núna? Svo fékk ég adrenalínkast.“ Allt í frumunum hrópaði nei Spurð hvort hún hafi munað textann sinn segist Björk hafa massað þetta enda sé hún mikill reynslubolti. „Ég var rosalega stolt af mér. Allt í frumunum á mér hrópaði nei þegar ég var beðin um þetta svo hringdi ég brjáluð í Gunna eins og ég geri stundum þegar ég er stressuð. Hringi brjáluð og hann veit ekkert af hverju. Ég er ekkert að fara að taka þetta. Það er ekki hægt að leggja svona á mann. Ég hef engan tíma fyrir þetta. Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét. Eftir á gat ég alveg sigrað heiminn mér leið rosalega vel. Það er svo gaman að takast á við áskoranir sem hræða mann og að massa það. Ég fæ að taka síðustu sýningarnar og mér finnst það frábært því ég er höfundur verksins og fæ að stíga inn. Ég er ofsalega montin af þessari sýningu og hún er rosalega vel gerð.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Leikhús Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég er með þrjár leikmyndir heima í stofu. Á sama tíma erum við að setja upp bæði Drottningin sem kunni allt í Bæjarbíói sem hefur fengið frábæra dóma. Bíddu bara í Bæjarbíói og við stútfylltum tvær sýningar á Selfossi. Svo er ég með Jól á náttfötum og Draumaþjófurinn að klárast. Svo er ég að gefa út bók.“ Björk er með þrjár leikmyndir staðsettar í stofunni heima hjá sér.Vísir/Vilhelm Björk var gestur þeirra Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og Heimis Karlssonar í Bítinu. Þar ræddi hún um framtíð Gaflaraleikhússins og vilja Hafnfirðinga að viðhalda menningu. Á einum stað í viðtalinu segir Björk bæjarpólitíkina ekki eins drífandi og hún sé sjálf enda væri hún fyrir löngu búin að finna út úr leikhúsleysinu. Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af Ljóst er að Björk er með ótal bolta á lofti en hún er handritshöfundur fjölskyldusýningarinnar Draumaþjófurinn sem sýndur er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Um síðustu helgi upplifði hún þó martröð leikarans þegar hún þurfti að hoppa inn í stórt hlutverk í sýningunni með stuttum fyrirvara. „Ég hljóp inn á seinustu stundu og þetta er svolítið stórt hlutverk, eða eins og Gunni sagði, Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af. Hún er komin á fullt í aðalhlutverkinu á Mútta Courage og var búin að vera veik svo það þurfti að losa eggin úr hennar körfu. Ég hafði þrjá klukkutíma á fimmtudagskvöld til að æfa hlutverkið svo fékk ég fjóra á föstudeginum fékk ekki rennsli. Síðan brunaði ég á Selfoss þar sem ég sýndi tvær sýningar á Bíddu bara sem við þurftum líka að rifja upp. Ég mætti svo á sunnudaginn og stóð í hliðarvængnum og spurði: Er ég að fara inn núna? Svo fékk ég adrenalínkast.“ Allt í frumunum hrópaði nei Spurð hvort hún hafi munað textann sinn segist Björk hafa massað þetta enda sé hún mikill reynslubolti. „Ég var rosalega stolt af mér. Allt í frumunum á mér hrópaði nei þegar ég var beðin um þetta svo hringdi ég brjáluð í Gunna eins og ég geri stundum þegar ég er stressuð. Hringi brjáluð og hann veit ekkert af hverju. Ég er ekkert að fara að taka þetta. Það er ekki hægt að leggja svona á mann. Ég hef engan tíma fyrir þetta. Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét. Eftir á gat ég alveg sigrað heiminn mér leið rosalega vel. Það er svo gaman að takast á við áskoranir sem hræða mann og að massa það. Ég fæ að taka síðustu sýningarnar og mér finnst það frábært því ég er höfundur verksins og fæ að stíga inn. Ég er ofsalega montin af þessari sýningu og hún er rosalega vel gerð.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Leikhús Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira