Segir að brottreksturinn frá KSÍ hafi verið pólitískur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2023 16:15 Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska landsliðinu í 31 leik. Sex þeirra unnust, þrettán enduðu með jafntefli og tólf töpuðust. vísir/hulda margrét Arnar Þór Viðarsson segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun hjá KSÍ að segja sér upp sem þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann segir jafnframt að það hafi verið gríðarlega erfitt að stýra landsliðinu meðan hann var við stjórnvölinn hjá því. Arnar ræddi nýverið við Het Laatste Nieuws um brottrekstur sinn og tímann í starfi landsliðsþjálfara Íslands. Fótbolti.net fjallaði um. Arnar tók við karlalandsliðinu í desember 2020 eftir að hafa náð góðum árangri með U-21 árs landsliðið en var sagt upp í lok mars á þessu ári, eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024. Norðmaðurinn Åge Hareide var í kjölfarið ráðinn landsliðsþjálfari. Að sögn Arnars var brottreksturinn úr starfi landsliðsþjálfara pólitískur og hefði komið fyrr ef úrslitin hefðu verið verri en raun bar vitni. „Brottrekstur minn var pólitísk ákvörðun af hálfu KSÍ,“ sagði Arnar sem var þjálfari landsliðsins á meðan nokkrir leikmanna þess voru sakaðir um kynferðisbrot. Arnar segir að hann hafi þurft að svara fyrir þessa krísu og verið gagnrýndur fyrir að tala ekki með meira afgerandi hætti gegn ofbeldi og standa ekki þéttar við bakið á þolendum. „Allt knattspyrnusambandið sagði af sér á einu bretti og eftir stóð ég einn og þurfti að útskýra allt sem var í gangi. Mér leið eins og ég væri andlit krísunnar,“ sagði Arnar og bætti við að tíminn sem landsliðsþjálfari hafi verið sá erfiðasti í lífi sínu. Arnar starfar nú sem þjálfari unglingaliðs Gent í Belgíu þar sem hann hefur verið búsettur um árabil. Arnar stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 0-7 sigri á Liechtenstein í mars. Nokkrum dögum áður hafði Ísland tapað fyrir Bosníu, 0-3. Íslenska liðið vann sex af 31 leik undir stjórn Arnars, gerði þrettán jafntefli og tapaði tólf. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Arnar ræddi nýverið við Het Laatste Nieuws um brottrekstur sinn og tímann í starfi landsliðsþjálfara Íslands. Fótbolti.net fjallaði um. Arnar tók við karlalandsliðinu í desember 2020 eftir að hafa náð góðum árangri með U-21 árs landsliðið en var sagt upp í lok mars á þessu ári, eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024. Norðmaðurinn Åge Hareide var í kjölfarið ráðinn landsliðsþjálfari. Að sögn Arnars var brottreksturinn úr starfi landsliðsþjálfara pólitískur og hefði komið fyrr ef úrslitin hefðu verið verri en raun bar vitni. „Brottrekstur minn var pólitísk ákvörðun af hálfu KSÍ,“ sagði Arnar sem var þjálfari landsliðsins á meðan nokkrir leikmanna þess voru sakaðir um kynferðisbrot. Arnar segir að hann hafi þurft að svara fyrir þessa krísu og verið gagnrýndur fyrir að tala ekki með meira afgerandi hætti gegn ofbeldi og standa ekki þéttar við bakið á þolendum. „Allt knattspyrnusambandið sagði af sér á einu bretti og eftir stóð ég einn og þurfti að útskýra allt sem var í gangi. Mér leið eins og ég væri andlit krísunnar,“ sagði Arnar og bætti við að tíminn sem landsliðsþjálfari hafi verið sá erfiðasti í lífi sínu. Arnar starfar nú sem þjálfari unglingaliðs Gent í Belgíu þar sem hann hefur verið búsettur um árabil. Arnar stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 0-7 sigri á Liechtenstein í mars. Nokkrum dögum áður hafði Ísland tapað fyrir Bosníu, 0-3. Íslenska liðið vann sex af 31 leik undir stjórn Arnars, gerði þrettán jafntefli og tapaði tólf.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira