Fjármálafyrirtækin: „Fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 23:30 Kristín Eir Helgadóttir er verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Vísir/Arnar Kristín Eir Helgadóttir, verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, gagnrýnir upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í tengslum við húsnæðislán. Starfsmenn séu mjög misvel upplýstir. Hún hvetur yfirvöld að leggja höfuðið í bleyti. Kristín Eir ræddi aðstæður á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir húseigendur finna vel fyrir ástandinu en algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Ákveðin upplýsingaóreiða „Við finnum verulega mikið fyrir því. Það kemur inn svona holskefla hjá okkur vikulega, myndi ég segja. Hún mun halda áfram og hún mun aukast verulega mikið. Fólk er áhyggjufullt, það veit ekki hvað það á að gera og það hefur engan stað til að leita upplýsinga til þess að vita hvað það á að gera. Það er rosalega stór hluti af vandamálinu,“ segir Kristín Eir. Hún gagnrýnir það sem hún telur vera ákveðna upplýsingaóreiðu eða -skort hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. „Við skulum orða þetta þannig að fólk er misupplýst. Það fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á hvaða upplýsingar þú færð. Það eru ekki allir með réttar upplýsingar og þeir sem halda að þeir séu með réttar upplýsingar, þeir eru með rangar upplýsingar. Þannig að viðskiptavinur sem kemur og ætlar að skipta yfir í verðtryggt lán og heldur að hann geti farið aftur yfir í óverðtryggt. Hann fær þær upplýsingar hjá ráðgjafa að hann geti gert það. En fer svo og skrifar undir pappírana og fær þær upplýsingar að hann muni ekki geta gert það, krónu fyrir krónu.“ Lítið hægt að gera Kristín Eir segir að bankarnir verði að samhæfa upplýsingagjöf til starfsmanna. Þetta skipti fólk enda miklu máli, sérstaklega miðað við efnahagsaðstæður. „Það er gríðarlega lítið hægt að gera. Við erum í rauninni bara með þennan eina valkost, að fara yfir í verðtryggð lán, sem er náttúrulega ekkert voðalega góður valkostur. En ef þú stendur frammi fyrir því að þú ert að fara að missa eignina þína þá náttúrulega að sjálfsögðu verðurðu að gera það. Þú verður að færa þig yfir. Þetta er dýrari valkostur, alltaf, en svo vantar líka upp á það að segja fólki að verðtryggðu lánin eru líka á breytilegum vöxtum. Það er ekkert verið að ýta þeim út á föstum vöxtum og þeir eru byrjaðir að hækka vextina á þeim núna.“ Skilaboðin til yfirvalda eru einföld: „Að finna aðrar lausnir. Það þarf ekki bara alltaf að vera bara þessi eina lausn, vera kannski frekar að hugsa um vaxtxagreiðsluþak, eitthvað slíkt, eins og Íslandsbanki var með á sínum tíma. Það þarf ekki allt að vera ómögulegt,“ segir Kristín Eir að lokum. Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Kristín Eir ræddi aðstæður á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir húseigendur finna vel fyrir ástandinu en algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Ákveðin upplýsingaóreiða „Við finnum verulega mikið fyrir því. Það kemur inn svona holskefla hjá okkur vikulega, myndi ég segja. Hún mun halda áfram og hún mun aukast verulega mikið. Fólk er áhyggjufullt, það veit ekki hvað það á að gera og það hefur engan stað til að leita upplýsinga til þess að vita hvað það á að gera. Það er rosalega stór hluti af vandamálinu,“ segir Kristín Eir. Hún gagnrýnir það sem hún telur vera ákveðna upplýsingaóreiðu eða -skort hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. „Við skulum orða þetta þannig að fólk er misupplýst. Það fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á hvaða upplýsingar þú færð. Það eru ekki allir með réttar upplýsingar og þeir sem halda að þeir séu með réttar upplýsingar, þeir eru með rangar upplýsingar. Þannig að viðskiptavinur sem kemur og ætlar að skipta yfir í verðtryggt lán og heldur að hann geti farið aftur yfir í óverðtryggt. Hann fær þær upplýsingar hjá ráðgjafa að hann geti gert það. En fer svo og skrifar undir pappírana og fær þær upplýsingar að hann muni ekki geta gert það, krónu fyrir krónu.“ Lítið hægt að gera Kristín Eir segir að bankarnir verði að samhæfa upplýsingagjöf til starfsmanna. Þetta skipti fólk enda miklu máli, sérstaklega miðað við efnahagsaðstæður. „Það er gríðarlega lítið hægt að gera. Við erum í rauninni bara með þennan eina valkost, að fara yfir í verðtryggð lán, sem er náttúrulega ekkert voðalega góður valkostur. En ef þú stendur frammi fyrir því að þú ert að fara að missa eignina þína þá náttúrulega að sjálfsögðu verðurðu að gera það. Þú verður að færa þig yfir. Þetta er dýrari valkostur, alltaf, en svo vantar líka upp á það að segja fólki að verðtryggðu lánin eru líka á breytilegum vöxtum. Það er ekkert verið að ýta þeim út á föstum vöxtum og þeir eru byrjaðir að hækka vextina á þeim núna.“ Skilaboðin til yfirvalda eru einföld: „Að finna aðrar lausnir. Það þarf ekki bara alltaf að vera bara þessi eina lausn, vera kannski frekar að hugsa um vaxtxagreiðsluþak, eitthvað slíkt, eins og Íslandsbanki var með á sínum tíma. Það þarf ekki allt að vera ómögulegt,“ segir Kristín Eir að lokum.
Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira