Þungur róður Gunnar Þór Bjarnason og Henry Alexander Henrysson skrifa 1. nóvember 2023 09:32 Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/). Þetta var ákaflega ánægjuleg stund fyrir alla sem hlut áttu að máli en 31 verkefni hlaut styrk. Alls var úthlutað 20 milljónum króna en flestir styrkirnir eru á bilinu sex til átta hundruð þúsund krónur. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og bera vott um metnað og hugkvæmni styrkþeganna. Afrakstursins af elju styrkþeganna munum við njóta á næstu misserum og árum þegar allt þetta góða fólk tekur til við að birta verk sín. Eða svo skulum við vona. En því miður eru teikn á lofti í útgáfu fræðilegs efnis á íslensku sem unnið er af íslenskum fræðimönnum, róðurinn við ritstörfin þyngist með hverju ári. Útgáfa íslensks kennsluefnis á öllum skólastigum hefur einnig staðið illa um langt skeið. Fræðimenn eru fjölbreyttur hópur fólks. Margir starfa innan háskólanna og njóta þar styrks og skjóls til að miðla fræðum sínum. En margt af því mikilvægasta og fróðlegasta sem gefið er út hérlendis er unnið af sjálfstætt starfandi fræðimönnum sem þrátt fyrir ótrygga afkomu og margs konar hindranir leggja hart að sér við rannsóknir og bókarskrif, oft árum saman. Þótt árlega komi út fjöldi afbragðsgóðra fræðirita má rekja það til eldmóðs og áhuga höfunda miklu fremur en þess umhverfis sem þeim er búið á Íslandi. Ófáar af þeim fræðibókum sem á liðnum árum hafa notið mestrar hylli meðal almennings eru eftir höfunda sem starfa sjálfstætt. Þessar sömu bækur eru einnig fyrirferðarmiklar á listum yfir rit sem hafa verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, þar á meðal Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt hefur verið árlega allt frá árinu 1987. Og nokkrar bækur eftir sjálfstætt starfandi höfunda hafa á undanförnum árum hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Enginn framfleytir sér lengi á styrk sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum. En langmikilvægasti sjóðurinn sem styrkir fólk sem starfar sjálfstætt er Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna. „Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi,“ eins og segir á heimasíðu RANNÍS sem hefur umsjón með sjóðnum. Meinið er að Starfslaunasjóðurinn ræður yfir afar takmörkuðum fjármunum og hefur á síðustu árum setið eftir í samanburði við aðra sjóði sem hafa verið efldir verulega, til dæmis Launasjóður íslenskra listamanna. Í úthlutun Starfslaunasjóðsins fyrr á þessu ári var einungis unnt að styrkja lítinn hluta umsókna. Mörg styrkhæf verkefni lágu því óbætt hjá garði. Úr þessu er brýnt að bæta og setja sjóðinn á fjárlög eins og listamannalaun. Minna má á að í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu sem þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði á árinu 2017 var lögð áhersla á nauðsyn þess að styrkja sjóðinn og „fjölga úthlutuðum launamánuðum verulega“. En það var ekki gert. Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi þess að veglega sé staðið að útgáfu fræðiefnis á Íslandi, hvort heldur er fyrir tungumálið eða samfélagið í heild sinni. Ef við hættum að hugsa og skrifa á íslensku um samfélag okkar, sögu, jarðfræði og lífríki (svo eitthvað sé nefnt) er hætt við að tungumálið verði smásaman ónothæft til að hugsa um veruleika okkar og umhverfi. Sé íslenskum stjórnvöldum annt um að efna þau loforð sem gefin eru á hátíðarstundum um mikilvægi tungu, samfélags og náttúru þarf að taka til hendinni í því umhverfi sem fræðibókaútgáfu er búið. Með því að stórefla Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna væri stigið nauðsynlegt skref í þá átt. Gunnar Þór Bjarnason, formaður HagþenkisHenry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Hagþenki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Vísindi Kjaramál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/). Þetta var ákaflega ánægjuleg stund fyrir alla sem hlut áttu að máli en 31 verkefni hlaut styrk. Alls var úthlutað 20 milljónum króna en flestir styrkirnir eru á bilinu sex til átta hundruð þúsund krónur. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og bera vott um metnað og hugkvæmni styrkþeganna. Afrakstursins af elju styrkþeganna munum við njóta á næstu misserum og árum þegar allt þetta góða fólk tekur til við að birta verk sín. Eða svo skulum við vona. En því miður eru teikn á lofti í útgáfu fræðilegs efnis á íslensku sem unnið er af íslenskum fræðimönnum, róðurinn við ritstörfin þyngist með hverju ári. Útgáfa íslensks kennsluefnis á öllum skólastigum hefur einnig staðið illa um langt skeið. Fræðimenn eru fjölbreyttur hópur fólks. Margir starfa innan háskólanna og njóta þar styrks og skjóls til að miðla fræðum sínum. En margt af því mikilvægasta og fróðlegasta sem gefið er út hérlendis er unnið af sjálfstætt starfandi fræðimönnum sem þrátt fyrir ótrygga afkomu og margs konar hindranir leggja hart að sér við rannsóknir og bókarskrif, oft árum saman. Þótt árlega komi út fjöldi afbragðsgóðra fræðirita má rekja það til eldmóðs og áhuga höfunda miklu fremur en þess umhverfis sem þeim er búið á Íslandi. Ófáar af þeim fræðibókum sem á liðnum árum hafa notið mestrar hylli meðal almennings eru eftir höfunda sem starfa sjálfstætt. Þessar sömu bækur eru einnig fyrirferðarmiklar á listum yfir rit sem hafa verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, þar á meðal Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt hefur verið árlega allt frá árinu 1987. Og nokkrar bækur eftir sjálfstætt starfandi höfunda hafa á undanförnum árum hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Enginn framfleytir sér lengi á styrk sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum. En langmikilvægasti sjóðurinn sem styrkir fólk sem starfar sjálfstætt er Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna. „Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi,“ eins og segir á heimasíðu RANNÍS sem hefur umsjón með sjóðnum. Meinið er að Starfslaunasjóðurinn ræður yfir afar takmörkuðum fjármunum og hefur á síðustu árum setið eftir í samanburði við aðra sjóði sem hafa verið efldir verulega, til dæmis Launasjóður íslenskra listamanna. Í úthlutun Starfslaunasjóðsins fyrr á þessu ári var einungis unnt að styrkja lítinn hluta umsókna. Mörg styrkhæf verkefni lágu því óbætt hjá garði. Úr þessu er brýnt að bæta og setja sjóðinn á fjárlög eins og listamannalaun. Minna má á að í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu sem þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði á árinu 2017 var lögð áhersla á nauðsyn þess að styrkja sjóðinn og „fjölga úthlutuðum launamánuðum verulega“. En það var ekki gert. Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi þess að veglega sé staðið að útgáfu fræðiefnis á Íslandi, hvort heldur er fyrir tungumálið eða samfélagið í heild sinni. Ef við hættum að hugsa og skrifa á íslensku um samfélag okkar, sögu, jarðfræði og lífríki (svo eitthvað sé nefnt) er hætt við að tungumálið verði smásaman ónothæft til að hugsa um veruleika okkar og umhverfi. Sé íslenskum stjórnvöldum annt um að efna þau loforð sem gefin eru á hátíðarstundum um mikilvægi tungu, samfélags og náttúru þarf að taka til hendinni í því umhverfi sem fræðibókaútgáfu er búið. Með því að stórefla Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna væri stigið nauðsynlegt skref í þá átt. Gunnar Þór Bjarnason, formaður HagþenkisHenry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Hagþenki
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar