Steinmeier biðst afsökunar á 300 þúsund morðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 21:36 Steinmeier er í opinberri heimsókn í Tansaníu. EPA Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði í dag mikla skömm og baðst afsökunar á morðum sem samlandar hans frömdu á frumbyggjum í Tanzaníu á fyrri hluta 20. aldar. Þýskir hermenn myrtu nærri 300 þúsund frumbyggja í Maji Maji uppreisninni á árunum 1905 til 1907, sem er sögð ein sú blóðugasta sem gerð var gegn nýlenduveldi. Uppreisnin varð þegar Þjóðverjar settu lög sem þvinguðu Tansana til þess að rækta bómull til útflutnings. Steinmeier fór með erindi í borginni Songea í suðurhluta Tansaníu í dag, þar sem uppreisnin fór fram fyrir rúmri öld síðan. „Mig langar til þess að biðja um fyrirgefningu fyrir það sem Þjóðverjar gerðu forfeðrum ykkar hér,“ sagði hann í erindinu. Hann sagðist lofa að taka sögurnar af morðunum með sér til Þýskalands og sjá til þess að Þjóðverjar verði upplýstir um. Jürgen Zimmerer, sagnfræðiprófessor við Háskólann í Hamburg, segir Þýskaland löngum hafa verið með „nýlendutímaminnisleysi“ og að Þjóðverjar átti sig ekki á þeim hrottaskap og kynþáttahyggju sem forfeður þeirra hafa gerst sekir fyrir. Forsetinn er nú í opinberri heimsókn í Tansaníu. Á dögunum hitti hann afkomendur eins af leiðtogum uppreisnarinnar, sem var tekinn af lífi árið 1906. Þá fundaði hann með Samia Suhulu Hassan, forseta Tansaníu og lofaði honum samstarfi í tengslum við heimflutning menningarlegra verðmæta í eigu Tansaníu. Tansanía Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þýskir hermenn myrtu nærri 300 þúsund frumbyggja í Maji Maji uppreisninni á árunum 1905 til 1907, sem er sögð ein sú blóðugasta sem gerð var gegn nýlenduveldi. Uppreisnin varð þegar Þjóðverjar settu lög sem þvinguðu Tansana til þess að rækta bómull til útflutnings. Steinmeier fór með erindi í borginni Songea í suðurhluta Tansaníu í dag, þar sem uppreisnin fór fram fyrir rúmri öld síðan. „Mig langar til þess að biðja um fyrirgefningu fyrir það sem Þjóðverjar gerðu forfeðrum ykkar hér,“ sagði hann í erindinu. Hann sagðist lofa að taka sögurnar af morðunum með sér til Þýskalands og sjá til þess að Þjóðverjar verði upplýstir um. Jürgen Zimmerer, sagnfræðiprófessor við Háskólann í Hamburg, segir Þýskaland löngum hafa verið með „nýlendutímaminnisleysi“ og að Þjóðverjar átti sig ekki á þeim hrottaskap og kynþáttahyggju sem forfeður þeirra hafa gerst sekir fyrir. Forsetinn er nú í opinberri heimsókn í Tansaníu. Á dögunum hitti hann afkomendur eins af leiðtogum uppreisnarinnar, sem var tekinn af lífi árið 1906. Þá fundaði hann með Samia Suhulu Hassan, forseta Tansaníu og lofaði honum samstarfi í tengslum við heimflutning menningarlegra verðmæta í eigu Tansaníu.
Tansanía Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira