Fáein orð um hatur Sigurður Skúlason skrifar 2. nóvember 2023 07:31 Engan veginn gat mig órað fyrir þeim viðbrögðum sem grein mín, Fórnarlamb verður böðull, hefur haft frá því á sunnudagsmorgun er hún birtist hér á visir.is. Fyrst og fremst og svo til eingöngu hafa þessi viðbrögð verið óvenju jákvæð og full þakklætis og rétt er að þakka fyrir það. Einstaka útúrsnúningur og ásakanir um eitthvað sem ekki á við rök að styðjast er sjálfsagt óhjákvæmilegur fylgifiskur umræðu um eldfim efni af þessu tagi. Mig langar aðeins að ítreka: Að hata aðra manneskju er að hata sjálfan sig, því innsta eðli manneskjunnar er eitt og hið sama. Það felst í kjarna allra trúarbragða að lífið sjálft sé heilagt og þannig er enginn maður öðrum æðri og enginn maður öðrum óæðri. Ég hata ekki neina manneskju. En ég þekki hatur af eigin raun og það er sannarlega þungbær og lamandi lífsreynsla. Reynsla sem eitrar og eyðileggur líf. Við yfirvinnum ekki hatrið í sjálfum okkur nema með því að gangast við því – taka það til okkar og leysa það þannig upp. Að sjálfsögðu hef ég tilfinningar og ég get haft andúð á og jafnvel fyrirlitið framferði manna gagnvart öðrum mönnum. Framferði þar sem myrkur ræður oft för. Jesús Kristur sagði: „Ég er ljós heimsins.‟ En hann sagði líka: „Þið eruð ljós heimsins.‟ Við erum öll ljós heimsins. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Engan veginn gat mig órað fyrir þeim viðbrögðum sem grein mín, Fórnarlamb verður böðull, hefur haft frá því á sunnudagsmorgun er hún birtist hér á visir.is. Fyrst og fremst og svo til eingöngu hafa þessi viðbrögð verið óvenju jákvæð og full þakklætis og rétt er að þakka fyrir það. Einstaka útúrsnúningur og ásakanir um eitthvað sem ekki á við rök að styðjast er sjálfsagt óhjákvæmilegur fylgifiskur umræðu um eldfim efni af þessu tagi. Mig langar aðeins að ítreka: Að hata aðra manneskju er að hata sjálfan sig, því innsta eðli manneskjunnar er eitt og hið sama. Það felst í kjarna allra trúarbragða að lífið sjálft sé heilagt og þannig er enginn maður öðrum æðri og enginn maður öðrum óæðri. Ég hata ekki neina manneskju. En ég þekki hatur af eigin raun og það er sannarlega þungbær og lamandi lífsreynsla. Reynsla sem eitrar og eyðileggur líf. Við yfirvinnum ekki hatrið í sjálfum okkur nema með því að gangast við því – taka það til okkar og leysa það þannig upp. Að sjálfsögðu hef ég tilfinningar og ég get haft andúð á og jafnvel fyrirlitið framferði manna gagnvart öðrum mönnum. Framferði þar sem myrkur ræður oft för. Jesús Kristur sagði: „Ég er ljós heimsins.‟ En hann sagði líka: „Þið eruð ljós heimsins.‟ Við erum öll ljós heimsins. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar