Liverpool náði ekki að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2023 19:43 Liverpool mátti þola 3-2 tap í kvöld. Justin Setterfield/Getty Images Liverpool mátti þola 3-2 tap er liðið heimsótti Toulouse til Frakklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigri hefðu rauðklæddir tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Fyrir leik kvöldsins sat Liverpool á toppi E-riðils með níu stig af níu mögulegum eftir fyrstu þrjár umferðir riðlakeppninnar og því var til mikils að vinna fyrir liðið. Bítlaborgarliðið mætti þó ekki með sitt sterkasta lið til leiks og fékk að kenna á því á 36. mínútu þegar Aron Donnum kom heimamönnum í Toulouse í forystu og staðan var því 1-0 í hálfleik. Thijs Dallinga tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 58. mínútu áður en Cristian Casseres Jr varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 74. mínútu og staðan því orðin 2-1. Heimamenn voru þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína því Frank Magri kom boltanum í netið aðeins tveimur mínútum síðar og brekkan því aftur orðin brött fyrir gestina. Varamaðurinn Diogo Jota minnkaði þó muninn fyrir Liverpool á ný á 89. mínútu, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan varð 3-2 sigur Toulouse. Jarell Quansah hélt hins vegar að hann hefði jafnað metin fyrir Liverpool á áttundu mínútu uppbótartíma, en boltinn fór í höndina á Alexis Mac Allister í aðdraganda marksins og það því dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Þrátt fyrir tapið trónir Liverpool enn á toppi riðilsins með níu stig, tveimur stigum meira en Toulouse sem situr í öðru sæti. Evrópudeild UEFA
Liverpool mátti þola 3-2 tap er liðið heimsótti Toulouse til Frakklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigri hefðu rauðklæddir tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Fyrir leik kvöldsins sat Liverpool á toppi E-riðils með níu stig af níu mögulegum eftir fyrstu þrjár umferðir riðlakeppninnar og því var til mikils að vinna fyrir liðið. Bítlaborgarliðið mætti þó ekki með sitt sterkasta lið til leiks og fékk að kenna á því á 36. mínútu þegar Aron Donnum kom heimamönnum í Toulouse í forystu og staðan var því 1-0 í hálfleik. Thijs Dallinga tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 58. mínútu áður en Cristian Casseres Jr varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 74. mínútu og staðan því orðin 2-1. Heimamenn voru þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína því Frank Magri kom boltanum í netið aðeins tveimur mínútum síðar og brekkan því aftur orðin brött fyrir gestina. Varamaðurinn Diogo Jota minnkaði þó muninn fyrir Liverpool á ný á 89. mínútu, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan varð 3-2 sigur Toulouse. Jarell Quansah hélt hins vegar að hann hefði jafnað metin fyrir Liverpool á áttundu mínútu uppbótartíma, en boltinn fór í höndina á Alexis Mac Allister í aðdraganda marksins og það því dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Þrátt fyrir tapið trónir Liverpool enn á toppi riðilsins með níu stig, tveimur stigum meira en Toulouse sem situr í öðru sæti.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti