Þegar kerlingar hafa eitt sinn stungið niður penna geta þær ekki hætt Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2023 09:48 Nanna ætlaði sér í fyrstu að skrifa hefðbundna ævisögu um langalangalangalangalangömmu sína en úr varð þessi líka æsispennandi skáldsaga. vísir/vilhelm Nanna Rögnvaldardóttir, sem helst er þekkt fyrir að vera einn helsti sérfræðingur okkar um matargerð að fornu og nýju, hefur sent frá sér afar athyglisverða skáldsögu. Ótrúlegt nokk en þetta er fyrsta skáldsaga Nönnu og fjallar hún um langalangalangalangalangömmu hennar Valgerði Skaftadóttur eða Völku.Valka átti vægast sagt athyglisvert lífhlaup en sögusviðið er Ísland á 18. öld. Sagan er skemmtileg aflestrar, styðst við heimildir en er engu að síður skáldsaga. Svo það sé bara sagt þá er sagan æsispennandi. Sögusviðið er nöturlegt, barnadauði er regla frekar en undantekning og því á söguhetjan eftir að fá að kynnast á eigin skinni; vosbúð og hungur. Og svo sollurinn í Kaupmannahöfn. „Hann bölvaði þessum andskotans Norðlendingum, þetta væri tómt rakkarapakk, hrakmenni og heybrækur, dáðlausir bölvaðir ræflar og illvirkjar, ómenni og svíðingar, því hefði hann sannarlega kynnst þann tíma sem hann hefði verið við Hólaprentsmiðju, og ef hann hefði verið til staðar hefði hann samstundis tekið þessa mannleysu sem hún hafði glæpst á að giftast til bæna, hefði sagt honum að fara kolbrenndur niður á neðsta gólf helvítis og hanga þar á punghárunum til eilífðarnóns og svo hefði hann lumbrað á honum þar til ekki hefði sést á honum hörundslitur blettur og hann hefði hvorki getað staðið í fæturna né setið á rassgatinu á eftir...“ (Bls. 173). Þetta er ræða! Þýðandi Tinnabókanna er eins og kórdrengur við hliðina á þessu? „Ég hafði mjög gaman af þeim ræðuskrifum,“ kumrar í Nönnu í samtali við blaðamann Vísis. „Mjög í stíl við allt sem ég veit um Eirík Hoff.“ Er úr sveit og það skilar sér í stílinn Þetta hlýtur að hafa kostað talsverðar rannsóknir?. Nanna dregur ekki úr því. Meðal þess sem er athyglisvert við bókina er svo stíll sögunnar sem er algerlega einstakur. Í það minnsta á seinni tímum annó 2023. Minnir helst á Jón Trausta, Halldór Laxness og Guðrúnu frá Lundi. Allt í senn? „Ég las það allt þegar ég var barn og unglingur. Ég las mjög mikið af gömlum skáldsögum og öðrum bókum þegar ég var stelpa og það hefur örugglega haft mikil áhrif. Ég er sjálf alin upp í sveitasamfélagi og umgekkst fyrst og fremst – fyrir utan foreldra mína og systkini – aldraða menn, afa minn og bræður hans, sem voru á heimilinu, og það hafði örugglega mikil áhrif,“ segir Nanna spurð um ritháttinn. Höfundurinn skemmti sér konunglega við að rita kjafthátt í munn einnar söguhetju sinnar, Eiríks Hoff.vísir/vilhelm „Mamma kenndi okkur heima þar til við fluttum á Sauðárkrók þegar ég var að verða 11 ára og ég get varla sagt að ég hafi umgengist jafnaldra mína fyrr. En ég las óskaplega mikið af alls konar bókum og Jón Trausti var vissulega í uppáhaldi, og líka fjögurra binda skáldsaga Elinborgar Lárusdóttir, Horfnar kynslóðir, sem hafði ekki síst áhrif vegna þess að hún var einmitt um forfeður mína og formæður og gerðist á ættarjörðinni sem ég ólst upp á.“ Sögusviðið hamfaratímabil í Íslandssögunni Þessi stíll er á skjön við það sem maður sér í bókum nú til dags. En hentar auðvitað umfjöllunarefninu. Nanna segist reyndar ekki hafa farið í neinar stílæfingar. „Ég ákvað til dæmis að fyrna ekki málfarið á sögunni, það er ekki reyna að skrifa eitthvert átjándu aldar mál sem mér finnst oft koma hallærislega út þegar fólk er að reyna það, ekki síst vegna þess að fyrirmyndirnar eru þá ritmál en ekki talmál. Ég notaði aðallega það málfar sem ég ólst upp við, sem er auðvitað frekar fornt. Og svo er ég að lýsa gömlum vinnubrögðum og lífsháttum og þá á nútímamál kannski ekki alveg við – en ég reyndi þó að skrifa þannig að það væri ekki torskilið.“ Sögusviðið er sannkallað hamfaratímabil í Íslandssögunni? „Jú, seinni hluti 18. aldar var mikill hamfara- og hörmungatími, auðvitað fyrst og fremst móðuharðindin en að minnsta kosti norðanlands voru þetta líka mikil kulda- og hafísár og í móðuharðindunum fór þetta saman. Á Norðausturlandi, má segja að móðuharðindin hafi byrjað ári á undan eldgosinu vegna kulda og gróðurbrests, allavega var fólk þar mjög illa búið undir harðindin af völdum gossins og kannski verr en annars staðar.“ Erfitt að komast frá karli sínum Þessi harðindi þýða að fólk er pikkfast í aðstæðum sínum. En það er einmitt það sem Valka þarf að takast á við, það þarf bein í nefið til að rífa sig frá ofbeldismanni og ekkert nema vergangur sem blasir við? „Já. Þess getur þurft enn í dag þótt engin harðindi séu. En ég var að reyna að koma því til skila að Valka hefði verið sjálfstæð og uppreisnargjörn fyrir, viljað ráða sér sjálf, og alin upp við kærleik og mildi þannig að hún hefði síður getað sætt sig við það en stúlka sem hefði verið alin upp við harðan aga frá blautu barnsbeini. Stíllinn á bókinni virðist forn en þar ráða ekki neinar stílæfingar för, Nanna segist úr sveit, þar sem hún las ókjörinn öll af skáldskap og það hafi alveg áreiðanlega haft áhrif.vísir/vilhelm En hún – og móðir hennar – reyna samt að fela ástæðuna fyrir því að hún fór frá Stefáni, segja að það hafi verið vegna neyðarinnar í harðindunum. Það var ekki ásættanlegt að kona færi frá manni sínum vegna ofbeldis. Og ekki hægt að fá skilnað út af því.“ Auðvitað vissi maður að þetta var kvöð en samt kemur á óvart hversu háar girðingar þetta voru sem til dæmis lögin reistu? „Já, þær voru það, en svo rétt undir lok 18. aldar byrjar þetta að breytast dálítið. Og jafnvel eftir að auðveldara varð að fá skilnað stóð kostnaðurinn við skilnaðarleyfið stundum í vegi.“ Til stóð að skrifa hefðbundna ævisögu Í eftirmála þar sem gerð er grein fyrir tilurð verksins kemur fram að um skáldskap sé að ræða þó flestar persónur sem fyrir koma séu raunverulegar. Það hlýtur að hafa verið stökk fyrir þig að hafa þetta skáldsögu, fremur en sagnfræðilegt rit? Eða lá það kannski alltaf fyrir? „Nei. Ég ætlaði alltaf að skrifa hefðbundna ævisögu, fremur en kannski beinlínis sagnfræðilegt rit. En ætlaði að skjóta inn ýmiss konar vangaveltum um af hverju Valgerður hefði gert þetta, endað á þessum stað og þess háttar. En þegar ég settist niður eftir margra ára heimildaöflun og byrjaði að skrifa slíka bók, þá gerði ég nokkrar tilraunir, hóf frásögnina á mismunandi stöðum, var með ólíkar forsendur, ólíkar tilgátur – en það gekk einhvern veginn ekki upp, mér fannst ég ekki ráða við það.“ Nanna segist hafa velt þessu fyrir sér fram og til baka, hvernig finna mætti út úr þessu. Svo einhvern daginn prófaði ég að byrja á tilgátukafla – ég vissi að Halla hans Fjalla-Eyvindar hafði verið um tíma á Sauðanesi hjá afa Valgerðar, þegar hún var lítil, og lét þær hittast þar – skrifaði nokkrar blaðsíður og áttaði mig á þegar ég las þetta yfir að þetta var byrjun á skáldsögu. Hvernig væri að prófa að skrifa bara skáldsögu? hugsaði ég. Reyndar henti ég Höllu út seinna en skrifað tvo kafla eða svo og áttaði mig á að svona ætti ég að gera þetta.“ Leitar skjóls í fortíðinni Nanna lýsir því að á þessum tíma hafi enn verið stórt gat í ævi Völku; hún var í Kálfhaga hjá bróður sínum 1790 og þar til hún er komin norður á Sléttu rúmum áratug síðar. „Ég hafði hvergi fundið neitt um feril hennar á þeim tíma, og hugsaði með mér að það yrði kannski auðveldara að fylla það með einhverjum skáldskap en með því að sitja mánuðum eða árum saman á skjalasöfnum og reyna að grafa eitthvað upp sem ég vissi ekkert hvað væri. Nanna segist hafa staðið allar vaktir sjálf, eða síðustu 35 árin í það minnsta.vísir/vilhelm En eftir að ég byrjaði að skrifa skáldsöguna uppgötvaði ég hvar hún hafði verið og hvað hún hafði verið að bralla. Eða að minnsta kosti nóg til að spinna út frá því. Já, hún átti mjög óvenjulega ævi, þótt maður líti bara á heimildir. Og svo bæti. ég nú kannski aðeins í.“ Bókin er það fagmannleg að sá krítíker sem ætlar að grípa til frasans „enginn byrjendabragur á sögunni“ hljómar hjárænulegur. Ótrúlegt til þess að hugsa að þetta sé þín fyrsta skáldsaga? „Já, og ég hafði aldrei verið með nein plön um slík skrif. Ég var búin að vinna með texta í 35 ár sem (matreiðslubóka)höfundur, ritstjóri, þýðandi, yfirlesari og hvaðeina en datt aldrei í hug að gera neitt slíkt sjálf.“ Hvað kom til? „Að mér datt aldrei í hug að skrifa skáldskap? Kannski var ein ástæðan sú að ég hafði engar hugmyndir, það var ekkert sem mig langaði að skrifa um eða fannst ég þurfa að skrifa um. Ég held að ég hefði aldrei farið að skrifa neitt sem gerist í nútímanum vegna þess að mér finnst ég ekki vera nein nútímamanneskja. Ég hef alltaf verið dálítið mikið í fortíðinni og notað hana stundum til að flýja raunveruleikann; í bankahruninu og því veseni öllum sökkti ég mér ofan í 18. öldina, það eiginlega bjargaði mér. En þarna hafði ég grind fyrir sögu sem gerðist á mínu uppáhaldstímabili í sögunni, ramma sem ég gat skáldað inn í en setti mér um leið skorður svo að ég gat ekki látið hvað sem var koma fyrir Valgerði.“ Var ekki með skáldsögu í maganum Nú halda margir að allir sem fást við textagerð hljóti að vera með skáldsögu í maganum? „Margir, vissulega ... En ég hefði aldrei skrifað skáldsögu bara af því að mig langaði að skrifa eitthvað. Ég varð að skrifa sögu, frásögn af einhverju. Ég hafði auðvitað ritstýrt mörgum skáldsögum þótt ég væri alltaf meira með annars konar bækur á minni könnu og jú, auðvitað kom fyrir að ég hugsaði „þetta gæti ég nú kannski gert betur“ en það kveikti samt aldrei hjá mér neina löngun til að skrifa sjálf.“ Ekki þarf að koma á óvart að Nanna hefur sniðið inn í sögu sína matarundirbúning, nokkuð sem karlrithöfundum kann að yfirsjást.vísir/vilhelm Nanna vissi alltaf meðan hún var að skrifa að söguþráðurinn var í lagi. Ef til vill vegna þess að hún var með grind raunverulegra atburða sem efnivið og þá æsisðennandi. „Og ég þóttist vita að mér hefði tekist nokkuð vel að lýsa aðstæðum eins og móðuharðindum og sollinum í Kaupmannahöfn. En það sem ég hafði mestar áhyggjur af var persónusköpunin, hvort mér hefði tekist nægilega vel að leiða fram þessar persónur án þess að gera þær einhliða, flatar og svarthvítar.“ Ritstjórinn Nanna Geturðu sagt mér aðeins af starfi þínu sem ritstjóri bóka hjá Forlaginu? Ég er ekki viss um að margir átti sig á því hvað felst í því starfi. „Ritstjórnin, já. Ég byrjaði í útgáfubransanum 1986, var ráðin hjá Iðunni til að svara í síma og skrifa út reikninga. Sem ég var ekki viss um hvort ég myndi ráða við því að á þeim árum var sjálfstraustið í botni,“ segir Nanna og kímir. „Fljótlega sá einhver svo að það var hægt að nota símastelpuna í fleira, ég fór að lesa prófarkir og síðan lesa yfir handrit og smám saman varð ég ritstjóri án þess að átta mig á því og hef verið að mestu síðan, hjá Forlaginu frá 2007 og þar til ég fór á eftirlaun í fyrra.“ Nanna segir ritstjórastarfið býsna fjölþætt. „Ég las yfir handrit sem lögð höfðu verið inn og gaf álit á þeim og svo þegar bækur höfðu verið samþykktar til útgáfu las ég handritið yfir, gerði tillögur til höfundar um breytingar, lagaði málfar og stafsetningu, ræddi við höfund um ýmsar leiðir sem hægt væri að fara og svo framvegis og fylgdi svo handritinu eftir í gegnum prófarkalestur, umbrot og allt sem tilheyrir. Stundum lagði ég til miklar breytingar og það þurfti mikið að leiðrétta, stundum var ekki ástæða til þess. Svo er alls konar hlutir sem þarf að sinna, myndamál, nafna- og atriðisorðaskrár, kápuhönnun og káputexti – allt þetta er oft í höndum ritstjóra en það er þó misjafnt.“ Forðast að dæma fólk út frá forsendum 21. aldarinnar Þú hefur sem sagt verið á kafi í bókaútgáfu í áratugi en á bak við tjöldin þar sem ritstjórum er haldið hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Hvernig er að vera komin uppá svið, sem höfundur, lesa upp og vera stjarnan? „Ja, sko, ég hef náttúrlega sent frá mér að meðaltali eina bók á ári síðustu 25 árin svo að ég hef nú séð dálítið af sviðsljósinu líka. Nanna segist alveg klár á því að trúin hafi skipt verulegu máli í þeirri samfélagsgerð sem er undir, sem hafi reynst henni trúleysingjanum örðugt upp að vissu marki.vísir/vilhelm En það hefur aldrei nokkur maður beðið mig um að lesa upp úr matreiðslubókunum. Og þegar ég fór í viðtöl var oft ætlast til þess að ég léti uppskriftir fylgja. Þannig að jú, þetta er töluvert öðruvísi. Mér finnst býsna gaman að þessu, sérstaklega þegar mér gefst færi á að spjalla við fólk um bókina. En það er kannski vegna þess að ég er ný í þessu.“ En aftur að sögunni, þú talaðir um að helsta áskorunin hafi verið persónusköpunin. Ég verð að segja að hún er fín þó karlarnir séu hópa hálfgerðir óþokkar og/eða aumingjar? „Ég er reyndar ekki alveg sammála þér með karlana, var að reyna að gera þá bara venjulega karla. Sem ég tel ekki vera algjöra aumingja, sko...“ Ók. „Ég hefði getað gert þá óþokka og aumingja og þeir brugðust Völku allir, hver á sinn hátt (nema Gvendur) en viðbrögð þeirra eru samt held ég frekar skiljanleg miðað við þennan tíma. Og það eru karlar þarna sem eru stökustu góðmenni. Ég var annars að reyna að forðast að dæma fólk út frá forsendum 21. aldar.“ Matargrúskið kemur sér vel Já, ég tek eftir því. Voru það átök, svona í sjálfu sér, miðað við þær forsendur sem virðast ráðandi í dag? („Þriðju vaktina“ og ég veit ekki hvað og hvað ekki?) „Nei. Sjálf hef ég nú staðið allar vaktir í mínu lífi síðustu 35 árin eða svo. Nei, það var ekki erfitt. Nema, eins og Þorgeir Tryggva benti á í Kiljunni, þá sneiði ég vissulega að miklu leyti hjá því að ræða trúna. Nanna segist vissulega gera sér fulla grein fyrir því að trúin hafi verið mikill áhrifavaldur á þessum tíma og ráðið lögum og lofum. „Og það er kannski kjarkleysi mitt sem veldur því; ég er trúleysingi og á erfitt með að setja mig í spor strangtrúaðs fólks. En annars reyndi ég mikið að setja mig í spor Völku og fleiri, bæði rifja upp hvernig ég hugsaði sjálf þegar ég var yngri og reyna að ímynda mér hvernig ég hefði hugsað á þessum tímum, hvernig ég hefði brugðist við. Ég á líka mína Völsku þótt ég ráði betur við hana en áður.“ Svo er það sjónarhornið. Eitt hefurðu fram yfir Jón Trausta og alla þá karla sem er innsýn í eldhúsið, matargerðina. Sem ætti kannski ekki að koma á óvart þegar þú átt í hlut? „Já, mikið af matargrúski mínu í áranna rás hefur einmitt beinst að 18. og 19. öldinni og ég átti mikið af þessu til eða vissi hvar ég átti að leita. Nanna segir það rétt, örbyrgðin hafi reynst hemill á þá sem vildu losna úr aðstæðum sínum. Henni sýnist það reyndar eiga við í dag en hún vildi sýna að Valka vissi hvað hún vildi.vísir/vilhelm Mér fannst varla hægt að lýsa lífi kvenna á þessum tíma án þess að koma inn á matargerðina, bæði fátæklinga og þeirra sem betur voru staddir. Matargerð og mataröflun var jú það sem skipti sköpum í lífi fólks, ekki síst á harðindatímum en reyndar í öllu daglegu lífi.“ Og veislurnar snerust auðvitað um mat og drykk líka. „Þótt ég viti ekki nákvæmlega hvað var á borðum í brúðkaupsveislunni á Hofi veit ég nóg um það sem var á borðum hjá höfðingjum á þeim árum til að geta skrifað tilgátulýsingu á veisluföngum og undirbúningi. Og svo er líka ýmislegt til um almúgamat og hungurfæði. Lýsingin á meðferðinni á selnum er til dæmis komin frá Bjarna Pálssyni landlækni.“ Er rétt að byrja Nákvæmlega. Þetta er einstaklega athyglisvert og nokkuð sem flestum höfundum láist, leyfi ég mér að segja, að taka til athugunar. Nanna segist hafa vandað sig við að laga matar- og matargerðarlýsingar, sem og auðvitað aðrar lýsingar, að frásögninni. „Að kunnugur lesandi hugsaði ekki með sér eftir að hafa lesið einhverja klausu: Aha, þetta er tekið úr Íslenskum þjóðháttum – eða eitthvað slíkt. Þá kemur sér vel að hafa grúskað mikið í þessu.“ Miðað við þá heimildavinnu sem liggur til grundvallar, rannsóknir, þá er ef til vill ekki að búast við bók frá þér í bráð. Eða ertu komin á beinu brautina sem skáldsagnahöfundur? Er bók í vinnslu? „Það var nú sagt hér um árið þegar deilan um kerlingabækurnar stóð sem hæst að það væri einhvern veginn þannig með þessar kerlingar að þegar þær væru einu sinni búnar að stinga niður penna gætu þær ekki hætt. Sem ég hef svo sem rækilega sannað nú þegar með því að hafa sent frá mér bók á ári síðustu 25 ár. Jú, það er bók í vinnslu. Reyndar ætla ég mér að skrifa framhald af Völskunni, því að dóttir hennar og dótturdóttir áttu ekki síður frásagnarverða ævi. En það verður ekki strax. Ég á fleiri breyskar formæður og er að skrifa um þær.“ Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Vigdís fallin og dottin í það „Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum. 10. nóvember 2023 09:12 Húsinu fylgdi geðveik kona Sólveig Pálsdóttir hefur undanfarin ár verið að hasla sé völl sem einn okkar allra besti spennusagnahöfundur. Nýlega sendi hún frá sér bókina Miðilinn sem í sjálfu sér er ekki fréttnæmt ef ekki væri fyrir það að hún skrifaði hluta bókarinnar við nánast óbærilegar aðstæður. 24. október 2023 07:00 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Ótrúlegt nokk en þetta er fyrsta skáldsaga Nönnu og fjallar hún um langalangalangalangalangömmu hennar Valgerði Skaftadóttur eða Völku.Valka átti vægast sagt athyglisvert lífhlaup en sögusviðið er Ísland á 18. öld. Sagan er skemmtileg aflestrar, styðst við heimildir en er engu að síður skáldsaga. Svo það sé bara sagt þá er sagan æsispennandi. Sögusviðið er nöturlegt, barnadauði er regla frekar en undantekning og því á söguhetjan eftir að fá að kynnast á eigin skinni; vosbúð og hungur. Og svo sollurinn í Kaupmannahöfn. „Hann bölvaði þessum andskotans Norðlendingum, þetta væri tómt rakkarapakk, hrakmenni og heybrækur, dáðlausir bölvaðir ræflar og illvirkjar, ómenni og svíðingar, því hefði hann sannarlega kynnst þann tíma sem hann hefði verið við Hólaprentsmiðju, og ef hann hefði verið til staðar hefði hann samstundis tekið þessa mannleysu sem hún hafði glæpst á að giftast til bæna, hefði sagt honum að fara kolbrenndur niður á neðsta gólf helvítis og hanga þar á punghárunum til eilífðarnóns og svo hefði hann lumbrað á honum þar til ekki hefði sést á honum hörundslitur blettur og hann hefði hvorki getað staðið í fæturna né setið á rassgatinu á eftir...“ (Bls. 173). Þetta er ræða! Þýðandi Tinnabókanna er eins og kórdrengur við hliðina á þessu? „Ég hafði mjög gaman af þeim ræðuskrifum,“ kumrar í Nönnu í samtali við blaðamann Vísis. „Mjög í stíl við allt sem ég veit um Eirík Hoff.“ Er úr sveit og það skilar sér í stílinn Þetta hlýtur að hafa kostað talsverðar rannsóknir?. Nanna dregur ekki úr því. Meðal þess sem er athyglisvert við bókina er svo stíll sögunnar sem er algerlega einstakur. Í það minnsta á seinni tímum annó 2023. Minnir helst á Jón Trausta, Halldór Laxness og Guðrúnu frá Lundi. Allt í senn? „Ég las það allt þegar ég var barn og unglingur. Ég las mjög mikið af gömlum skáldsögum og öðrum bókum þegar ég var stelpa og það hefur örugglega haft mikil áhrif. Ég er sjálf alin upp í sveitasamfélagi og umgekkst fyrst og fremst – fyrir utan foreldra mína og systkini – aldraða menn, afa minn og bræður hans, sem voru á heimilinu, og það hafði örugglega mikil áhrif,“ segir Nanna spurð um ritháttinn. Höfundurinn skemmti sér konunglega við að rita kjafthátt í munn einnar söguhetju sinnar, Eiríks Hoff.vísir/vilhelm „Mamma kenndi okkur heima þar til við fluttum á Sauðárkrók þegar ég var að verða 11 ára og ég get varla sagt að ég hafi umgengist jafnaldra mína fyrr. En ég las óskaplega mikið af alls konar bókum og Jón Trausti var vissulega í uppáhaldi, og líka fjögurra binda skáldsaga Elinborgar Lárusdóttir, Horfnar kynslóðir, sem hafði ekki síst áhrif vegna þess að hún var einmitt um forfeður mína og formæður og gerðist á ættarjörðinni sem ég ólst upp á.“ Sögusviðið hamfaratímabil í Íslandssögunni Þessi stíll er á skjön við það sem maður sér í bókum nú til dags. En hentar auðvitað umfjöllunarefninu. Nanna segist reyndar ekki hafa farið í neinar stílæfingar. „Ég ákvað til dæmis að fyrna ekki málfarið á sögunni, það er ekki reyna að skrifa eitthvert átjándu aldar mál sem mér finnst oft koma hallærislega út þegar fólk er að reyna það, ekki síst vegna þess að fyrirmyndirnar eru þá ritmál en ekki talmál. Ég notaði aðallega það málfar sem ég ólst upp við, sem er auðvitað frekar fornt. Og svo er ég að lýsa gömlum vinnubrögðum og lífsháttum og þá á nútímamál kannski ekki alveg við – en ég reyndi þó að skrifa þannig að það væri ekki torskilið.“ Sögusviðið er sannkallað hamfaratímabil í Íslandssögunni? „Jú, seinni hluti 18. aldar var mikill hamfara- og hörmungatími, auðvitað fyrst og fremst móðuharðindin en að minnsta kosti norðanlands voru þetta líka mikil kulda- og hafísár og í móðuharðindunum fór þetta saman. Á Norðausturlandi, má segja að móðuharðindin hafi byrjað ári á undan eldgosinu vegna kulda og gróðurbrests, allavega var fólk þar mjög illa búið undir harðindin af völdum gossins og kannski verr en annars staðar.“ Erfitt að komast frá karli sínum Þessi harðindi þýða að fólk er pikkfast í aðstæðum sínum. En það er einmitt það sem Valka þarf að takast á við, það þarf bein í nefið til að rífa sig frá ofbeldismanni og ekkert nema vergangur sem blasir við? „Já. Þess getur þurft enn í dag þótt engin harðindi séu. En ég var að reyna að koma því til skila að Valka hefði verið sjálfstæð og uppreisnargjörn fyrir, viljað ráða sér sjálf, og alin upp við kærleik og mildi þannig að hún hefði síður getað sætt sig við það en stúlka sem hefði verið alin upp við harðan aga frá blautu barnsbeini. Stíllinn á bókinni virðist forn en þar ráða ekki neinar stílæfingar för, Nanna segist úr sveit, þar sem hún las ókjörinn öll af skáldskap og það hafi alveg áreiðanlega haft áhrif.vísir/vilhelm En hún – og móðir hennar – reyna samt að fela ástæðuna fyrir því að hún fór frá Stefáni, segja að það hafi verið vegna neyðarinnar í harðindunum. Það var ekki ásættanlegt að kona færi frá manni sínum vegna ofbeldis. Og ekki hægt að fá skilnað út af því.“ Auðvitað vissi maður að þetta var kvöð en samt kemur á óvart hversu háar girðingar þetta voru sem til dæmis lögin reistu? „Já, þær voru það, en svo rétt undir lok 18. aldar byrjar þetta að breytast dálítið. Og jafnvel eftir að auðveldara varð að fá skilnað stóð kostnaðurinn við skilnaðarleyfið stundum í vegi.“ Til stóð að skrifa hefðbundna ævisögu Í eftirmála þar sem gerð er grein fyrir tilurð verksins kemur fram að um skáldskap sé að ræða þó flestar persónur sem fyrir koma séu raunverulegar. Það hlýtur að hafa verið stökk fyrir þig að hafa þetta skáldsögu, fremur en sagnfræðilegt rit? Eða lá það kannski alltaf fyrir? „Nei. Ég ætlaði alltaf að skrifa hefðbundna ævisögu, fremur en kannski beinlínis sagnfræðilegt rit. En ætlaði að skjóta inn ýmiss konar vangaveltum um af hverju Valgerður hefði gert þetta, endað á þessum stað og þess háttar. En þegar ég settist niður eftir margra ára heimildaöflun og byrjaði að skrifa slíka bók, þá gerði ég nokkrar tilraunir, hóf frásögnina á mismunandi stöðum, var með ólíkar forsendur, ólíkar tilgátur – en það gekk einhvern veginn ekki upp, mér fannst ég ekki ráða við það.“ Nanna segist hafa velt þessu fyrir sér fram og til baka, hvernig finna mætti út úr þessu. Svo einhvern daginn prófaði ég að byrja á tilgátukafla – ég vissi að Halla hans Fjalla-Eyvindar hafði verið um tíma á Sauðanesi hjá afa Valgerðar, þegar hún var lítil, og lét þær hittast þar – skrifaði nokkrar blaðsíður og áttaði mig á þegar ég las þetta yfir að þetta var byrjun á skáldsögu. Hvernig væri að prófa að skrifa bara skáldsögu? hugsaði ég. Reyndar henti ég Höllu út seinna en skrifað tvo kafla eða svo og áttaði mig á að svona ætti ég að gera þetta.“ Leitar skjóls í fortíðinni Nanna lýsir því að á þessum tíma hafi enn verið stórt gat í ævi Völku; hún var í Kálfhaga hjá bróður sínum 1790 og þar til hún er komin norður á Sléttu rúmum áratug síðar. „Ég hafði hvergi fundið neitt um feril hennar á þeim tíma, og hugsaði með mér að það yrði kannski auðveldara að fylla það með einhverjum skáldskap en með því að sitja mánuðum eða árum saman á skjalasöfnum og reyna að grafa eitthvað upp sem ég vissi ekkert hvað væri. Nanna segist hafa staðið allar vaktir sjálf, eða síðustu 35 árin í það minnsta.vísir/vilhelm En eftir að ég byrjaði að skrifa skáldsöguna uppgötvaði ég hvar hún hafði verið og hvað hún hafði verið að bralla. Eða að minnsta kosti nóg til að spinna út frá því. Já, hún átti mjög óvenjulega ævi, þótt maður líti bara á heimildir. Og svo bæti. ég nú kannski aðeins í.“ Bókin er það fagmannleg að sá krítíker sem ætlar að grípa til frasans „enginn byrjendabragur á sögunni“ hljómar hjárænulegur. Ótrúlegt til þess að hugsa að þetta sé þín fyrsta skáldsaga? „Já, og ég hafði aldrei verið með nein plön um slík skrif. Ég var búin að vinna með texta í 35 ár sem (matreiðslubóka)höfundur, ritstjóri, þýðandi, yfirlesari og hvaðeina en datt aldrei í hug að gera neitt slíkt sjálf.“ Hvað kom til? „Að mér datt aldrei í hug að skrifa skáldskap? Kannski var ein ástæðan sú að ég hafði engar hugmyndir, það var ekkert sem mig langaði að skrifa um eða fannst ég þurfa að skrifa um. Ég held að ég hefði aldrei farið að skrifa neitt sem gerist í nútímanum vegna þess að mér finnst ég ekki vera nein nútímamanneskja. Ég hef alltaf verið dálítið mikið í fortíðinni og notað hana stundum til að flýja raunveruleikann; í bankahruninu og því veseni öllum sökkti ég mér ofan í 18. öldina, það eiginlega bjargaði mér. En þarna hafði ég grind fyrir sögu sem gerðist á mínu uppáhaldstímabili í sögunni, ramma sem ég gat skáldað inn í en setti mér um leið skorður svo að ég gat ekki látið hvað sem var koma fyrir Valgerði.“ Var ekki með skáldsögu í maganum Nú halda margir að allir sem fást við textagerð hljóti að vera með skáldsögu í maganum? „Margir, vissulega ... En ég hefði aldrei skrifað skáldsögu bara af því að mig langaði að skrifa eitthvað. Ég varð að skrifa sögu, frásögn af einhverju. Ég hafði auðvitað ritstýrt mörgum skáldsögum þótt ég væri alltaf meira með annars konar bækur á minni könnu og jú, auðvitað kom fyrir að ég hugsaði „þetta gæti ég nú kannski gert betur“ en það kveikti samt aldrei hjá mér neina löngun til að skrifa sjálf.“ Ekki þarf að koma á óvart að Nanna hefur sniðið inn í sögu sína matarundirbúning, nokkuð sem karlrithöfundum kann að yfirsjást.vísir/vilhelm Nanna vissi alltaf meðan hún var að skrifa að söguþráðurinn var í lagi. Ef til vill vegna þess að hún var með grind raunverulegra atburða sem efnivið og þá æsisðennandi. „Og ég þóttist vita að mér hefði tekist nokkuð vel að lýsa aðstæðum eins og móðuharðindum og sollinum í Kaupmannahöfn. En það sem ég hafði mestar áhyggjur af var persónusköpunin, hvort mér hefði tekist nægilega vel að leiða fram þessar persónur án þess að gera þær einhliða, flatar og svarthvítar.“ Ritstjórinn Nanna Geturðu sagt mér aðeins af starfi þínu sem ritstjóri bóka hjá Forlaginu? Ég er ekki viss um að margir átti sig á því hvað felst í því starfi. „Ritstjórnin, já. Ég byrjaði í útgáfubransanum 1986, var ráðin hjá Iðunni til að svara í síma og skrifa út reikninga. Sem ég var ekki viss um hvort ég myndi ráða við því að á þeim árum var sjálfstraustið í botni,“ segir Nanna og kímir. „Fljótlega sá einhver svo að það var hægt að nota símastelpuna í fleira, ég fór að lesa prófarkir og síðan lesa yfir handrit og smám saman varð ég ritstjóri án þess að átta mig á því og hef verið að mestu síðan, hjá Forlaginu frá 2007 og þar til ég fór á eftirlaun í fyrra.“ Nanna segir ritstjórastarfið býsna fjölþætt. „Ég las yfir handrit sem lögð höfðu verið inn og gaf álit á þeim og svo þegar bækur höfðu verið samþykktar til útgáfu las ég handritið yfir, gerði tillögur til höfundar um breytingar, lagaði málfar og stafsetningu, ræddi við höfund um ýmsar leiðir sem hægt væri að fara og svo framvegis og fylgdi svo handritinu eftir í gegnum prófarkalestur, umbrot og allt sem tilheyrir. Stundum lagði ég til miklar breytingar og það þurfti mikið að leiðrétta, stundum var ekki ástæða til þess. Svo er alls konar hlutir sem þarf að sinna, myndamál, nafna- og atriðisorðaskrár, kápuhönnun og káputexti – allt þetta er oft í höndum ritstjóra en það er þó misjafnt.“ Forðast að dæma fólk út frá forsendum 21. aldarinnar Þú hefur sem sagt verið á kafi í bókaútgáfu í áratugi en á bak við tjöldin þar sem ritstjórum er haldið hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Hvernig er að vera komin uppá svið, sem höfundur, lesa upp og vera stjarnan? „Ja, sko, ég hef náttúrlega sent frá mér að meðaltali eina bók á ári síðustu 25 árin svo að ég hef nú séð dálítið af sviðsljósinu líka. Nanna segist alveg klár á því að trúin hafi skipt verulegu máli í þeirri samfélagsgerð sem er undir, sem hafi reynst henni trúleysingjanum örðugt upp að vissu marki.vísir/vilhelm En það hefur aldrei nokkur maður beðið mig um að lesa upp úr matreiðslubókunum. Og þegar ég fór í viðtöl var oft ætlast til þess að ég léti uppskriftir fylgja. Þannig að jú, þetta er töluvert öðruvísi. Mér finnst býsna gaman að þessu, sérstaklega þegar mér gefst færi á að spjalla við fólk um bókina. En það er kannski vegna þess að ég er ný í þessu.“ En aftur að sögunni, þú talaðir um að helsta áskorunin hafi verið persónusköpunin. Ég verð að segja að hún er fín þó karlarnir séu hópa hálfgerðir óþokkar og/eða aumingjar? „Ég er reyndar ekki alveg sammála þér með karlana, var að reyna að gera þá bara venjulega karla. Sem ég tel ekki vera algjöra aumingja, sko...“ Ók. „Ég hefði getað gert þá óþokka og aumingja og þeir brugðust Völku allir, hver á sinn hátt (nema Gvendur) en viðbrögð þeirra eru samt held ég frekar skiljanleg miðað við þennan tíma. Og það eru karlar þarna sem eru stökustu góðmenni. Ég var annars að reyna að forðast að dæma fólk út frá forsendum 21. aldar.“ Matargrúskið kemur sér vel Já, ég tek eftir því. Voru það átök, svona í sjálfu sér, miðað við þær forsendur sem virðast ráðandi í dag? („Þriðju vaktina“ og ég veit ekki hvað og hvað ekki?) „Nei. Sjálf hef ég nú staðið allar vaktir í mínu lífi síðustu 35 árin eða svo. Nei, það var ekki erfitt. Nema, eins og Þorgeir Tryggva benti á í Kiljunni, þá sneiði ég vissulega að miklu leyti hjá því að ræða trúna. Nanna segist vissulega gera sér fulla grein fyrir því að trúin hafi verið mikill áhrifavaldur á þessum tíma og ráðið lögum og lofum. „Og það er kannski kjarkleysi mitt sem veldur því; ég er trúleysingi og á erfitt með að setja mig í spor strangtrúaðs fólks. En annars reyndi ég mikið að setja mig í spor Völku og fleiri, bæði rifja upp hvernig ég hugsaði sjálf þegar ég var yngri og reyna að ímynda mér hvernig ég hefði hugsað á þessum tímum, hvernig ég hefði brugðist við. Ég á líka mína Völsku þótt ég ráði betur við hana en áður.“ Svo er það sjónarhornið. Eitt hefurðu fram yfir Jón Trausta og alla þá karla sem er innsýn í eldhúsið, matargerðina. Sem ætti kannski ekki að koma á óvart þegar þú átt í hlut? „Já, mikið af matargrúski mínu í áranna rás hefur einmitt beinst að 18. og 19. öldinni og ég átti mikið af þessu til eða vissi hvar ég átti að leita. Nanna segir það rétt, örbyrgðin hafi reynst hemill á þá sem vildu losna úr aðstæðum sínum. Henni sýnist það reyndar eiga við í dag en hún vildi sýna að Valka vissi hvað hún vildi.vísir/vilhelm Mér fannst varla hægt að lýsa lífi kvenna á þessum tíma án þess að koma inn á matargerðina, bæði fátæklinga og þeirra sem betur voru staddir. Matargerð og mataröflun var jú það sem skipti sköpum í lífi fólks, ekki síst á harðindatímum en reyndar í öllu daglegu lífi.“ Og veislurnar snerust auðvitað um mat og drykk líka. „Þótt ég viti ekki nákvæmlega hvað var á borðum í brúðkaupsveislunni á Hofi veit ég nóg um það sem var á borðum hjá höfðingjum á þeim árum til að geta skrifað tilgátulýsingu á veisluföngum og undirbúningi. Og svo er líka ýmislegt til um almúgamat og hungurfæði. Lýsingin á meðferðinni á selnum er til dæmis komin frá Bjarna Pálssyni landlækni.“ Er rétt að byrja Nákvæmlega. Þetta er einstaklega athyglisvert og nokkuð sem flestum höfundum láist, leyfi ég mér að segja, að taka til athugunar. Nanna segist hafa vandað sig við að laga matar- og matargerðarlýsingar, sem og auðvitað aðrar lýsingar, að frásögninni. „Að kunnugur lesandi hugsaði ekki með sér eftir að hafa lesið einhverja klausu: Aha, þetta er tekið úr Íslenskum þjóðháttum – eða eitthvað slíkt. Þá kemur sér vel að hafa grúskað mikið í þessu.“ Miðað við þá heimildavinnu sem liggur til grundvallar, rannsóknir, þá er ef til vill ekki að búast við bók frá þér í bráð. Eða ertu komin á beinu brautina sem skáldsagnahöfundur? Er bók í vinnslu? „Það var nú sagt hér um árið þegar deilan um kerlingabækurnar stóð sem hæst að það væri einhvern veginn þannig með þessar kerlingar að þegar þær væru einu sinni búnar að stinga niður penna gætu þær ekki hætt. Sem ég hef svo sem rækilega sannað nú þegar með því að hafa sent frá mér bók á ári síðustu 25 ár. Jú, það er bók í vinnslu. Reyndar ætla ég mér að skrifa framhald af Völskunni, því að dóttir hennar og dótturdóttir áttu ekki síður frásagnarverða ævi. En það verður ekki strax. Ég á fleiri breyskar formæður og er að skrifa um þær.“
„Hann bölvaði þessum andskotans Norðlendingum, þetta væri tómt rakkarapakk, hrakmenni og heybrækur, dáðlausir bölvaðir ræflar og illvirkjar, ómenni og svíðingar, því hefði hann sannarlega kynnst þann tíma sem hann hefði verið við Hólaprentsmiðju, og ef hann hefði verið til staðar hefði hann samstundis tekið þessa mannleysu sem hún hafði glæpst á að giftast til bæna, hefði sagt honum að fara kolbrenndur niður á neðsta gólf helvítis og hanga þar á punghárunum til eilífðarnóns og svo hefði hann lumbrað á honum þar til ekki hefði sést á honum hörundslitur blettur og hann hefði hvorki getað staðið í fæturna né setið á rassgatinu á eftir...“ (Bls. 173).
Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Vigdís fallin og dottin í það „Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum. 10. nóvember 2023 09:12 Húsinu fylgdi geðveik kona Sólveig Pálsdóttir hefur undanfarin ár verið að hasla sé völl sem einn okkar allra besti spennusagnahöfundur. Nýlega sendi hún frá sér bókina Miðilinn sem í sjálfu sér er ekki fréttnæmt ef ekki væri fyrir það að hún skrifaði hluta bókarinnar við nánast óbærilegar aðstæður. 24. október 2023 07:00 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Vigdís fallin og dottin í það „Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum. 10. nóvember 2023 09:12
Húsinu fylgdi geðveik kona Sólveig Pálsdóttir hefur undanfarin ár verið að hasla sé völl sem einn okkar allra besti spennusagnahöfundur. Nýlega sendi hún frá sér bókina Miðilinn sem í sjálfu sér er ekki fréttnæmt ef ekki væri fyrir það að hún skrifaði hluta bókarinnar við nánast óbærilegar aðstæður. 24. október 2023 07:00