Nýr Baldur siglir til Stykkishólms í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2023 11:11 Breiðafjarðarferjan Baldur í reynslusiglingu á Hafnarfirði fyrir helgi. Ívar Fannar Arnarsson Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur er að verða tilbúin í áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar um Flatey. Komu skipsins verður fagnað með athöfn í Stykkishólmi á morgun. Stefnt er að því að ferjan sigli frá Hafnarfirði í dag eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar. „Við vonumst til að geta siglt frá Hafnarfirði um miðjan dag. Ætli við séum ekki sjö til átta tíma á leiðinni þannig að við verðum í Stykkishólmi einhvern tímann í kvöld,“ sagði Matthías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við fréttastofu fyrir hádegi. Uppfært klukkan 17:50: Áætlað er að Baldur sigli af stað vestur í Stykkishólm um klukkan 18:30. Matthías Arnar Þorgrímsson er skipstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri.Ívar Fannar Arnarsson Þetta verður þó ekki í fyrsta sinn sem ferjan kemur til sinnar nýju heimahafnar. Á leiðinni frá Norður-Noregi, þaðan sem hún var keypt notuð, sigldi hún norður fyrir landið og inn á Breiðafjörð þann 20. september og prófaði þá ferjubryggjurnar á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Vegagerðin hefur boðið til formlegrar móttökuathafnar í Stykkishólmi milli klukkan 15 og 17 á morgun, föstudag. Þá gefst íbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að þiggja kaffi og kökur um borð í Baldri og skoða farþegarými skipsins. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Stefnt er að því að fyrsta áætlunarsigling skipsins yfir Breiðafjörð verði á sunnudag, 19. nóvember, að sögn Jóhönnu Óskar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Sæferða, sem munu annast rekstur ferjunnar. Íbúar norðan Breiðafjarðar fá tækifæri til að skoða ferjuna á Brjánslæk á sunnudag milli klukkan 17 og 18. Jóhanna segir að fram til áramóta verði haldið sömu áætlun og gamla ferjan sigldi á. Sú áætlun verði endurskoðuð eftir áramót þegar reynsla verður komin á nýju ferjuna. Hún er hraðskreiðari en sú fyrri og eru því vonir bundnar við að hægt verði að stytta siglingartímann yfir Breiðafjörð, jafnvel niður undir tvær klukkustundir. Fjallað var um nýja Baldur í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku, sem sjá má hér: Ferjan Baldur Skipaflutningar Stykkishólmur Vesturbyggð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Stefnt er að því að ferjan sigli frá Hafnarfirði í dag eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar. „Við vonumst til að geta siglt frá Hafnarfirði um miðjan dag. Ætli við séum ekki sjö til átta tíma á leiðinni þannig að við verðum í Stykkishólmi einhvern tímann í kvöld,“ sagði Matthías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við fréttastofu fyrir hádegi. Uppfært klukkan 17:50: Áætlað er að Baldur sigli af stað vestur í Stykkishólm um klukkan 18:30. Matthías Arnar Þorgrímsson er skipstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri.Ívar Fannar Arnarsson Þetta verður þó ekki í fyrsta sinn sem ferjan kemur til sinnar nýju heimahafnar. Á leiðinni frá Norður-Noregi, þaðan sem hún var keypt notuð, sigldi hún norður fyrir landið og inn á Breiðafjörð þann 20. september og prófaði þá ferjubryggjurnar á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Vegagerðin hefur boðið til formlegrar móttökuathafnar í Stykkishólmi milli klukkan 15 og 17 á morgun, föstudag. Þá gefst íbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að þiggja kaffi og kökur um borð í Baldri og skoða farþegarými skipsins. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Stefnt er að því að fyrsta áætlunarsigling skipsins yfir Breiðafjörð verði á sunnudag, 19. nóvember, að sögn Jóhönnu Óskar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Sæferða, sem munu annast rekstur ferjunnar. Íbúar norðan Breiðafjarðar fá tækifæri til að skoða ferjuna á Brjánslæk á sunnudag milli klukkan 17 og 18. Jóhanna segir að fram til áramóta verði haldið sömu áætlun og gamla ferjan sigldi á. Sú áætlun verði endurskoðuð eftir áramót þegar reynsla verður komin á nýju ferjuna. Hún er hraðskreiðari en sú fyrri og eru því vonir bundnar við að hægt verði að stytta siglingartímann yfir Breiðafjörð, jafnvel niður undir tvær klukkustundir. Fjallað var um nýja Baldur í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku, sem sjá má hér:
Ferjan Baldur Skipaflutningar Stykkishólmur Vesturbyggð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48
Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35
Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15