Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir íslenskra kvenna í brennidepli NY Times Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. nóvember 2023 20:55 Í umfjöllun NY Times er fjallað meðal annars um nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem samþykkti beiðnir um ófrjósemisaðgerðir frá foreldrum. Fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum segist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki teljist til mannréttindabrota, eru enn dæmi um þær í Evrópu og á Íslandi. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun bandaríska fréttamiðilsins New York Times, þar sem Ísland og sögur fatlaðra íslenskra kvenna eru í brennidepli. Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki eru bannaðar samkvæmt hinum ýmsu alþjóðasáttmálum. Meðal annars Istanbúl-sáttmálanum sem 38 Evrópuríki, þar á meðal Ísland, eru aðili að. Samkvæmt rannsókn NY Times hafa ýmis ríki gert undantekningar á banninu, oftast í tilfelli fólks sem er ekki talið geta veitt samþykki fyrir ófrjósemisaðgerðinni, sökum fötlunar. Niðurstaðan er sú að aðgerðirnar fara enn fram, aðallega á konum með þroskahamlanir, jafnvel þegar læknisfræðileg nauðsyn er ekki til staðar. Rætt er við Eirík Smith, réttindagæslumann fatlaðs fólks hjá velferðarráðuneytinu, sem varð þess var á síðasta ári að framkvæma ætti slíka aðgerð á fatlaðri konu við reglubundna heimsókn á sambýli í Reykjavík. Barneign yrði of erfið Fram kemur að 28 ára konan geti ekki talað eða skilið flóknar upplýsingar. „Þegar blæðingar valda henni krömpum og óþægindum stynur hún og engist um og skilur ekki hvað er að gerast,“ segir í greininni. „Veit hún yfir höfuð hvort hún vilji eignast börn síðar?“ spurði Eiríkur starfsmann sem hafi orðið steinhissa. „Hún hló upp í opið geðið á mér,“ er haft eftir Eiríki sem ræðir einnig sína sögu. Á hann systur með Downsheilkenni, Kristínu, sem gekkst undir sambærilega aðgerð að frumkvæði móður sinnar. Haft er eftir Kristínu: „Ég sagði við mömmu: „Hvað ef mig langar að eignast börn síðar meir?“ En hún sagði nei. Það yrði of erfitt.“ Skammast sín fyrir aðkomu sína Auk sögu Kristínar er rætt við móður konu með mikla þroskahömlun, Hermínu Hreiðarsdóttur, sem gaf leyfi fyrir hönd hennar til framkvæma slíka ófrjósemisaðgerð. „Ég veit að þetta er tabú, en við gerðum þetta ekki til að gera hana ófrjóa,“ er haft eftir Hermínu. „Við vildum að henni liði betur.“ Þá er rætt við fyrrverandi félagsráðgjafa á Landspítalanum sem vísaði málum til nefndar um ófrjósemisaðgerðir. Fram kemur að nefndin hafi á árunum 2013-2017 samþykkt sex ófrjósemisaðgerðir. „Það er þetta sem er svo hræðilegt: Ég hitti aldrei börnin sem átti að gera ófrjó. Aldrei,“ sagði Anna Sigrún, fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum, sem sagðist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. Nánar er fjallað um málið á vef New York Times. Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni fatlaðs fólks Frjósemi Downs-heilkenni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun bandaríska fréttamiðilsins New York Times, þar sem Ísland og sögur fatlaðra íslenskra kvenna eru í brennidepli. Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki eru bannaðar samkvæmt hinum ýmsu alþjóðasáttmálum. Meðal annars Istanbúl-sáttmálanum sem 38 Evrópuríki, þar á meðal Ísland, eru aðili að. Samkvæmt rannsókn NY Times hafa ýmis ríki gert undantekningar á banninu, oftast í tilfelli fólks sem er ekki talið geta veitt samþykki fyrir ófrjósemisaðgerðinni, sökum fötlunar. Niðurstaðan er sú að aðgerðirnar fara enn fram, aðallega á konum með þroskahamlanir, jafnvel þegar læknisfræðileg nauðsyn er ekki til staðar. Rætt er við Eirík Smith, réttindagæslumann fatlaðs fólks hjá velferðarráðuneytinu, sem varð þess var á síðasta ári að framkvæma ætti slíka aðgerð á fatlaðri konu við reglubundna heimsókn á sambýli í Reykjavík. Barneign yrði of erfið Fram kemur að 28 ára konan geti ekki talað eða skilið flóknar upplýsingar. „Þegar blæðingar valda henni krömpum og óþægindum stynur hún og engist um og skilur ekki hvað er að gerast,“ segir í greininni. „Veit hún yfir höfuð hvort hún vilji eignast börn síðar?“ spurði Eiríkur starfsmann sem hafi orðið steinhissa. „Hún hló upp í opið geðið á mér,“ er haft eftir Eiríki sem ræðir einnig sína sögu. Á hann systur með Downsheilkenni, Kristínu, sem gekkst undir sambærilega aðgerð að frumkvæði móður sinnar. Haft er eftir Kristínu: „Ég sagði við mömmu: „Hvað ef mig langar að eignast börn síðar meir?“ En hún sagði nei. Það yrði of erfitt.“ Skammast sín fyrir aðkomu sína Auk sögu Kristínar er rætt við móður konu með mikla þroskahömlun, Hermínu Hreiðarsdóttur, sem gaf leyfi fyrir hönd hennar til framkvæma slíka ófrjósemisaðgerð. „Ég veit að þetta er tabú, en við gerðum þetta ekki til að gera hana ófrjóa,“ er haft eftir Hermínu. „Við vildum að henni liði betur.“ Þá er rætt við fyrrverandi félagsráðgjafa á Landspítalanum sem vísaði málum til nefndar um ófrjósemisaðgerðir. Fram kemur að nefndin hafi á árunum 2013-2017 samþykkt sex ófrjósemisaðgerðir. „Það er þetta sem er svo hræðilegt: Ég hitti aldrei börnin sem átti að gera ófrjó. Aldrei,“ sagði Anna Sigrún, fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum, sem sagðist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. Nánar er fjallað um málið á vef New York Times.
Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni fatlaðs fólks Frjósemi Downs-heilkenni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira